- 4 dl mjólk
- 1 bréf þurrger
- 15 dl hveiti
- 2 dl sykur
- 135 g smjör
- 1 egg
- 1 tsk vanillu dropar
- 1/2 tsk salt
Fylling
- 50 g sykur
- 100 g smjör
- 2 – 3 msk kanill (eftir því hvað þið viljið mikið kanilbragð)
Topping
- 1 egg
- Glassúr, flórsykur, heitt vatn og blár matarlitur
Aðferð:
-
Hitið mjólkina upp að 37°C (líkamshiti) og bætið þurrgerinu saman við, blandið þessu vel saman.Leggið til hliðar og náið ykkur í aðra skál.Setjið hveiti, sykur, salt, egg, vanillu extract og smjör sem á að vera við stofuhita saman í skálina.Ég notaði hnoðaran á hrærivélinni en bara á lægstu stillingu.Hellið mjólkurblöndunni í pörtum saman við hveitiblönduna og blandið vel saman, ég tók það svo úr skálinni og kláraði að hnoða með höndunum en deigð er mjög klístar en ég bætti bara hveiti saman við.Því næst setjið þið deigið á borðið og hnoðið almennilega saman. Gott að strá örlitlu hveiti á borðið áður en ég læt deigið á borðið.Setjið deigið aftur í skálina, breiðið röku viskustykki yfir og látið hefast í 30 – 40 mínútur.Þegar að deigið er búið að hefast þá skerið þið deigið í tvo bita.Fletjið deigið út og smyrjið fyllinguna á deigið.Hitið smjörið smá ég hitaði það bara í ofni en hægt að gera það í potti líka en ekki bræða það alveg bara mýkja það. Bætti sykrinum og kanil saman við. Blandan á að vera svolítið þykk. Svona þannig að þið getið smurt því á með sleif.Rúllið deiginu upp eða brjótið það saman og skerið niður í lengjur, ég notaði pizzahníf. Ég notaðist við video af youtube hvering maður gerir þá í svona hnúta, skrifið bara swedish cinnamon buns og þá kemur hellingur upp og er mikið minna mál en ég hélt, en svo má líka bara gera venjulega snúða eða leika sér með hvað sem er 🙂Setjið smjörpappír á plötu, raðið snúðunum á og leggið rakt viskustykki yfir þá. Leyfið þeim að standa í ca. 30 mínútur.Að lokum pískið þið egg og penslið snúðana. Hægt að strá perlusykri yfir þá hér líka en ég sleppti því þar sem ég setti blátt glassúr yfir eftir að þeir voru búnir að kólna.Bakið þá við 200°C í 8 – 10 mínútur.
By Heidi Ola 😉