Smoothie með Chia go

Ég elska þykka smoothie drykki sem eru eins og þykkir sjeik eða ís og hægt er að leika sér að gera þá fallega fyrir augað í allskonar lögum 🙂

Grænn CHIA GO smoothie

  • 1 lúka frosið avocado
  • 1/2 grænt epli (afhítt)
  • 1 kvíví (afhítt)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • Setja svo bara smá vatn ef þið viljið hafa hann þykkann, bæta frekar í ef það er oft þykkt.
  • 1 skvísa grænn Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Gulur CHIA GO smoothie

  • 1 poki smoothie mix með ananas, mango, passion fruit, papaya fruit (þessir pokar fást td í Bónus)
  • 1 lúka frosið mango
  • 1/2 banani
  • 1 passion fruit (þarf ekki en fæst ferskt í Hagkaup, gerir svona flotta áferð og er hrikalega gott)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • 1 skvísa gulur Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Það er hægt að gera þennan líka bara með banana, magno og cha go.
By Heidi Ola 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *