Flokkur: Drykkir

Ég elska þykka smoothie drykki sem eru eins og þykkir sjeik eða ís og hægt er að leika sér að gera þá fallega fyrir augað í allskonar lögum 🙂

Grænn CHIA GO smoothie

  • 1 lúka frosið avocado
  • 1/2 grænt epli (afhítt)
  • 1 kvíví (afhítt)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • Setja svo bara smá vatn ef þið viljið hafa hann þykkann, bæta frekar í ef það er oft þykkt.
  • 1 skvísa grænn Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Gulur CHIA GO smoothie

  • 1 poki smoothie mix með ananas, mango, passion fruit, papaya fruit (þessir pokar fást td í Bónus)
  • 1 lúka frosið mango
  • 1/2 banani
  • 1 passion fruit (þarf ekki en fæst ferskt í Hagkaup, gerir svona flotta áferð og er hrikalega gott)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • 1 skvísa gulur Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Það er hægt að gera þennan líka bara með banana, magno og cha go.
By Heidi Ola 😉

Ég gaf upp einfalda uppskrift af boozt eða búðing í Fréttablaðinu í síðstu viku. Vegna margar fyrirspurna setti ég á snap í gær hvering ég geri hana og ákvað að setja hér inn líka 🙂

  • 1 lítið avocado eða 1/2 stórt
  • 1 poki ZEN bodi vanillu prótein eða annað vanilluprótein líka hægt að nota vanillu skyr, þá ein lítil dós.
  • 1 grænt epli
  • Kreyst sítróna eða sírónusafi
  • Klakar

 

Allt sett í mixarann og mixað vel saman þar til þetta verður eins og búðingur en ef þið viljið boozt þá setjið þið smá vatn líka. Í gær átti ég ekki epli og notaði Cawston Press hreinan eplasafa og er ég með Nutribullet blandara og notaði lítið box og setti safann upp að línunni. Raspaði svo smá sítrónubörk yfir svona fyrir lúkkið og það gerði hann alveg extra góðan 😛

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Kósý í vonda veðrinu 🙂
[do_widget „Featured Image“] (Uppskrift fyrir miðað við einn bolla)

  • 1 kakóbolli vatn (ég set bara vatn í bollan sem ég ætla að drekka úr)
  • 1 skeið  (30gr) súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
  • 1 tsk Hershey´s sykurlaust kakó (fékk það í Kosti, þið getið annars notað hvað sem er og má sleppa)
  • Smá salt (má sleppa, ég nota maldon salt)
  • 1/2 tsk Sweet liquorice syrup frá Lakrids (ég keypti það í Kjötkompaní en þessar vörur er bara seldar í vel völdum verslunnum t.d. í Epal, sá það í Fríhöfnni)

IMG_0996Allt sett saman í pott og hitað, en passið að láta alls ekki sjóða, ég set á hæsta hita og um leið og það er farið að rjúka sma úr pottinum þá er það til.
Svo má stundum leyfa sér og setja smá jurtarjóma eða bara alvuru rjóma og strá svo smá Raw liquorice powder yfir 😛 namm þetta er svo gott og best eignlega að borða rjómann eins og ís ofan af með lakkrís kriddinu í 😛 ég veit ég er lakkrísperri 🙂
Minnir svolítið á Leppalúða sem er uppáhalds jóla kaffið mitt á Te og kaffi 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Cozy in the bad weather (in Iceland) 🙂

(Recipe for considering one cup)

  • 1 cocoa cup water (I just put water in a cup that I’m going to drink)
  • 1 spoon (30gr) chocolate casein protein (I use the QNT)
  • 1 teaspoon sugar-free cocoa Hershey’s (got it in the pros, you can use anything else and may be omitted)
  • A little salt (can be omitted, I use Maldon salt)
  • 1/2 teaspoon Sweet licorice syrup from Lakrids (http://lakrids.nu)

All put together in a saucepan and heat, but careful to not boil it.
I sometimes put a little vegetable cream or just real heavy whipped cream and straw so little Raw licorice powder over: P NAMM this is so good 😛

Á veturnar er ekkert betra í kuldanum en heitt súkkulaði í bolla, kúruteppi og dúnskokkar 🙂

Ég fæ mér yfirleitt alltaf eitthvað smá áður en ég fer að sofa eða ég passa að fara allvega aldrei svöng að sofa og vil skammta vöðvunum prótein jafnt og þétt allan daginn. Casein prótein er sérstaklega hannað til að skammta vöðvunum prótein yfir nóttina eða í allt að 8 tíma. Það er mjólkurprótein sem meltist hægar. Og kemur því í veg fyrir vöðva niðurbrot. Það má alveg taka casein prótein á öðrum tíma dags líka, og eru sum prótein blanda af mysu próteini(whey) og mjólkur próteini(casein).
Casein eða mjólkurpróteinið er einnig betra eða meira gúrm í flest allt sem maður brasar úr próteini eins og t.d. prótein fluff og það er gott að gera búðing úr því líka. Það er þéttara í sér og það góða við það að það seðjar magann meira en whey próteinið svo þetta er fullkomið til að fá sér fyrir svefnin ef fólk er í átaki því þú ferð ekki svangur að sofa, og fitnar síður af próteini.
[do_widget „Featured Image“] Hér er uppskrift af heitu casein prótein kakó:

1 skeið (30g) Súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
1 bolli vatn.
1 tsk stevia sykur frá Via-Health (val, þarf alls ekki)
Dass af maldon salti
Dass af Walden farms pönnuköku sýrópi (val)

Próteinið sett í pott með 1 bolla af vatni og hitað en látið ekki sjóða. Hita bara vel. Bætið öllu útí sem þið viljið. Og hræra svo með písk. (Hef prófað að sjóða vatn og hella í bolla með próteini eða nota öbbann, það virkar ekki, það fer allt í kekki.)

Ég nota oft líka bara casein prótein og vatn. Hitt þarf alls ekki, bara gaman að breyta til og prófa sig áfram í að gera þetta aðeins meira gúrm 🙂 Ég geri líka stundum vel við mig og nota möndlumjók eða fjörmjólk í staðin fyrir vatn. Einnig prófað allskonar bragð af stevia dropum og jurtarjóma 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Hot Delicious Moka protein coffee.

1 skeið Delicious Moka prótein frá QNT
Sett í pott með vatni sirka 300ml. Hita þar til það er orðið vel heitt en samt ekki sjóða.
Helti svo góðum dreitil af kaffi útí pottinn í lokinn. Ég á ekki nema pressu könnu. Og notaði uppáhalds kaffið mitt sem er caramel Starbucks kaffi sem fæst í Kosti. Getið notað bara hvaða kaffi sem er eða sleppt því alveg.

IMG_8795

Einfaldara veður það ekki.

By Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Núna fer ein msk skeið af Amino Collagen útí morgunmatinn hjá mér alla daga hvort sem ég geri mér boozt, graut eða súrmjólk…. Og helst önnur msk skeið útí millimálið.
Þeir segja 1-2 skeiðar á dag og ég hef verið að prófa þetta núna í sirka 2 mánuði og auðvitað tek ég þetta alla leið og nota 2 skeiðar. Ég sé sjánlegan mun á húðinni á mér, bæði sléttari og fallegri áferð. Og er ég búin að vera glíma við hné og liðverki og finn góðan mun á mér.
En Amino Collagen er 100% hreint Íslenskt Collagen unnið úr fiskiroði. Og er ég að prófa að bæta því við hjá mér, en þetta er ekki prótein fyrir vöðvana heldur viðheldur teygjanleika og raka húðar, kemur í veg fyrir hrukkur, getur minkað verki í liðum, dregur úr niðurborti vöðva eftir æfingu og meira recovery.
[do_widget „Featured Image“] Fullkomið í millimál:
1 x epli
1 tsk möndlumjöl
1 skeið (30g)vanilluprótein (Ég nota Delicious whey prótein frá QNT)
1 msk (10g) Amino Collagen
Vatn + klakar, mixað saman í Nutrabullet græjunni minni ☺

Made by Heidi Ola 😉

Í þessum er:

1 skeið QNT Delicious whey prótein með vanillubragði.
1/2 grænt epli.
7 stikki frosin jarðaber.
7 græn vínber, bætti þeim við af því ég átti þau til 🙂
50ml. Möndlumjólk.
Smá vatn.
4x klakar.

Poppkex (lightly salted rice crackers frá Quaker úr Kosti)

Með lífrænu hnetusmjöri og grænu epli…jumm 😛