Tag Archives: epli

Það er hægt að gera múffunar á allskonar vegu! Hér er ein sem ég gerði um daginn með eplum og kanil.[do_widget „Featured Image“] Hitið ofnin í 200°C

  •  4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hiðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silkon form. Bestar heitar með smjöri og osti. Annars hægt að grípa með sér í nesti á morgnna einar og sér með kaffibollanum eða einum ísköldum Hámark 😛

Made by Heidi Ola 😛

Lesa meira

Ég gaf upp einfalda uppskrift af boozt eða búðing í Fréttablaðinu í síðstu viku. Vegna margar fyrirspurna setti ég á snap í gær hvering ég geri hana og ákvað að setja hér inn líka 🙂

  • 1 lítið avocado eða 1/2 stórt
  • 1 poki ZEN bodi vanillu prótein eða annað vanilluprótein líka hægt að nota vanillu skyr, þá ein lítil dós.
  • 1 grænt epli
  • Kreyst sítróna eða sírónusafi
  • Klakar

 

Allt sett í mixarann og mixað vel saman þar til þetta verður eins og búðingur en ef þið viljið boozt þá setjið þið smá vatn líka. Í gær átti ég ekki epli og notaði Cawston Press hreinan eplasafa og er ég með Nutribullet blandara og notaði lítið box og setti safann upp að línunni. Raspaði svo smá sítrónubörk yfir svona fyrir lúkkið og það gerði hann alveg extra góðan 😛

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Var að fá þessa gúrme uppskrift frá henni Snæfríði sem er í þjáflun hjá mér og fékk leyfi til að deila henni með ykkur 🙂 mæli með að þið prófið…namm bara gott og snyðugt að gera tibúið daginn áður í morgunmat eða nesti fyrir þá sem hafa lítinn tíma á morgnanna.
[do_widget „Featured Image“] Þú þarft:
1 epli
85gr haframjöl
1 bolli möndlumjólk
2 msk hunang
1 tsk kanill
2 hnefa fyllir blackberries

Flysjaðu eplið og skerðu niður í bita. Settu bitana á pönnu með smá vatni og steiktu þangað til eplin verða alveg mjúk. Þetta tekur 8-10 mín. Blandið höfrunum, möndlumjólkinni, einni msk af hunangi og kanil saman og hrærið. Hellið síðan útá eplin.
Blandið blackberries og einni msk hungangi saman og setjið í blandara. Setjið þetta í glas hvert ofan á annað. Þið getið sett ber ofan á líka. Setjið í ískápinn í minnsta kosti sex klukkutíma.

Made by Snæfríður
insta: @islandssol

Núna fer ein msk skeið af Amino Collagen útí morgunmatinn hjá mér alla daga hvort sem ég geri mér boozt, graut eða súrmjólk…. Og helst önnur msk skeið útí millimálið.
Þeir segja 1-2 skeiðar á dag og ég hef verið að prófa þetta núna í sirka 2 mánuði og auðvitað tek ég þetta alla leið og nota 2 skeiðar. Ég sé sjánlegan mun á húðinni á mér, bæði sléttari og fallegri áferð. Og er ég búin að vera glíma við hné og liðverki og finn góðan mun á mér.
En Amino Collagen er 100% hreint Íslenskt Collagen unnið úr fiskiroði. Og er ég að prófa að bæta því við hjá mér, en þetta er ekki prótein fyrir vöðvana heldur viðheldur teygjanleika og raka húðar, kemur í veg fyrir hrukkur, getur minkað verki í liðum, dregur úr niðurborti vöðva eftir æfingu og meira recovery.
[do_widget „Featured Image“] Fullkomið í millimál:
1 x epli
1 tsk möndlumjöl
1 skeið (30g)vanilluprótein (Ég nota Delicious whey prótein frá QNT)
1 msk (10g) Amino Collagen
Vatn + klakar, mixað saman í Nutrabullet græjunni minni ☺

Made by Heidi Ola 😉

Í þessum er:

1 skeið QNT Delicious whey prótein með vanillubragði.
1/2 grænt epli.
7 stikki frosin jarðaber.
7 græn vínber, bætti þeim við af því ég átti þau til 🙂
50ml. Möndlumjólk.
Smá vatn.
4x klakar.

Poppkex (lightly salted rice crackers frá Quaker úr Kosti)

Með lífrænu hnetusmjöri og grænu epli…jumm 😛