Avocado búðingur eða boozt

Ég gaf upp einfalda uppskrift af boozt eða búðing í Fréttablaðinu í síðstu viku. Vegna margar fyrirspurna setti ég á snap í gær hvering ég geri hana og ákvað að setja hér inn líka 🙂

  • 1 lítið avocado eða 1/2 stórt
  • 1 poki ZEN bodi vanillu prótein eða annað vanilluprótein líka hægt að nota vanillu skyr, þá ein lítil dós.
  • 1 grænt epli
  • Kreyst sítróna eða sírónusafi
  • Klakar

 

Allt sett í mixarann og mixað vel saman þar til þetta verður eins og búðingur en ef þið viljið boozt þá setjið þið smá vatn líka. Í gær átti ég ekki epli og notaði Cawston Press hreinan eplasafa og er ég með Nutribullet blandara og notaði lítið box og setti safann upp að línunni. Raspaði svo smá sítrónubörk yfir svona fyrir lúkkið og það gerði hann alveg extra góðan 😛

Made by Heidi Ola 😉