Flokkur: Sykurlaust

Hollir forstpinnar

 

Á sumrin langar manni alltaf í ís væri ekki verr að geta fengið sér alltaf einn íspinna á dag án samviskubits, t.d. sem millimál eða kvöldnasl J Það er hægt að leika sér allskonar með gera heimagerða pinna, með því að setja í íspinnaform t.d. holla safa, heimagerða safa og boozt, gríska jógúrt, skyr, prótein, amino drykki, Vit-hit eða aðra holla sport drykki. Svo má skreita þá og bragðbæta svona spari með dökku súkkulaði og setja á þá kurl, kókosmjöl eða hentur.

Ég notaði:

 

  • Froosh drykki en 1 froosh flaska er eins og 2 pressaðir ákvextir í krukku.
  • Hreina gríska jógúrt.
  • 70 % súkkulaði
  • Kókosmjöl
  • Ferskt kíví
  • Frosin ber

Lék mér svo að hella í lögum í formin. Og set í fristir, best að gera kvöldið áður.

Ég fékk þessi íspinnaform í Kitchen Library fyrir nokkrum árum en ég hef séð svona box í rúmfatalagernum, Ikea, Hagkaup , Byggt og búið og fleiri stöðum.

 

Made by Heidi Ola

Prófaði í fyrsta skipti í dag að baka úr Proteinbrauð mixinu frá Sukrin. Ég ákvað að gera litlar bollur í anda bolludagsins, en er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug, það stendur einmitt á pakkanum að hægt sé að gera brauð, rúnstykki, tortilla kökur eða skonsur. Það eina sem þarf að bæta í er 4dl. vatn en það má setja mjólk eða jógúrt í staðin eða á móti vatninu. En þetta mix inniheldur engan sykur, er glútein free, lítið af kolvetnum og mikið af próteini, svo mjög snyðugt fyrir þá sem eru að hugsa um að minka kalolírunar og eru að reyna minnka t.d. brauð át.

Það sem ég notaði var:
1 kassi Proteinbrauð mix
2 dl ab mjólk (laktósafrí frá Örnu).
2 dl vatn.

Heitar bollur inni í snjónum í dag 😛

Made by Heidi Ola 😉

Í dag bakaði ég bæði sykurlaust fjölkorna brauð og sykulausa súkkulaðiköku frá Sukrin. Brauð mixið frá Sukrin kemur í pakka og það eina sem þarf að bæta við er 3dl vatn, álform fylgir með, ég setti það reyndar í lengara form þar sem mig langaði að ná fleiri sneiðum úr því, ég hef líka pófað að gera litlar brauðbollur úr mixinu. Ótrúlega gott heitt úr ofninum með smjöri og osti 😛

Súkkulaðikakan er álíka einföld, það eina sem þarf að bæta við mixið er, egg, olía og vatn. Hún kom virkilega á óvart. Ég hafði reyndar aldrei gert sykurlaust glassúr eða súkkulaðikrem áður en það má líka bara strá Sukrin flórsykri yfir hana. Ég gerði tilraun á kremi sem heppnaðist bara mjög vel.

Lágkolvetna brauð

  • Sólblóma og graskerafræ
  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Leiðbeiningar:
Stillið ofninn á 175 °C.

Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form. Ég setti í lengra form og bakaði því í 50 mín.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 80 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.
IMG_1986

Tekið af sukrin.is     http://sukrin.com/is/low-carb-bread/about/

Sykurlaus súkkulaði kaka

  • Hver sneið 160kcal
  • Kakan inniheldur smá hveiti og glútein. En er aðlega möndlumjöl og trefjar, svo hún er low-carb.
  • Tvisvar sinnum meira prótein en í venjulegri súkkulaði köku.
  • Engin sykur.

Leiðbeiningar:

Stillið ofnin á 175 °C.

Mixið sett í skál, 3 egg, 1 dl olía og 3dl vatn bætt saman við, hrært, helt í bökunarform sem ég smurði með smjöri að innan.  Bakað í 25 mín.

Sykurlaust súkkulaði krem.

  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk kakó
  • 1 msk Sukrin flórsykur (Sukrin melis)
  • 1 msk Sukrin sýróp
  • 80 gr sykurlaust súkklaði, ég átti til Sukrin súkkulaði en hægt að nota hvaða sykurlausa súkkulaði sem er og má líka sleppa.

 

Bræddi saman yfir vatnsbaði. Hellti yfir kökuna og stráði kókosmjöl yfir (má sleppa).  Bar fram fram með rjóma, örugglega gott að hafa fersk ber með líka.IMG_1985

By Heidi Ola

 

Prófaði ostaköku mixið frá Funksjonell Mat (Sukrin) um daginn í fyrsta skiptið og elska það eins og allt sem ég hef prófað frá þeim 😛  T.d. mjög sniðugur áramótadesert eða við hvað tilefni sem er.  Mjög einfalt og fljótlegt.

Sukrin vörunar eru sykurlausar og henta því vel fyrir sykursjúka. Þessi kaka er einnig glútein frí og eggjalaus.

[do_widget „Featured Image“]

 

Ostakökumixið kemur í kassa og kex botnin líka með, það eina sem þarf að bæta við er:

  • 1 askja (200g) af Philadelphia ostur (ég notaði light)
  • 1 1/2 dl vatn
  • smá brætt smjör (til að botnin sé ekki eins laus í sér)
  • Ég bætti svo við ferskum jarberjum, þeyttum rjóma og skreytti með köku skrauti.

Hitið á meðal heiti pönnu kex mulningin þar til hann er orðin aðeins brúnaður. Leggið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman osta mixinu og rjómaost ásamt vatni, þar til það er orðið alveg alveg kekkjalaust.

Hellið smá bræddu smjöri yfir kexið.

Setjið kexið í botin á formi eða glösum og hellið svo ostakökunni yfir, eða getið leikið ykkur með að setja í nokkur lög eins og ég gerði og bætt við rjóma og jarðaberjum.

Setjið inní kælir í 1 klst.

Best að bera fram kalda.

Mundi segja að mixið sé sirka fyrir 4.

Hér getið þið séð allt innihald og kcal. Einnig allt um sukrin vörunar.

http://sukrin.com/en/cheese-cake/about/

Var að prófa um daginn að gera hollari uppskrift af piparkökum en það var uppskrift sem ég fann á erlendri síðu sem notaðist við Sukrin í uppskriftina og nota ég þann sykur mikið í mínar uppskriftir, en því miður þá fannst mér þær alls ekki nógu góðar, alltof bragðlausar og líka ekki nógu stökkar. En ég prófaði svo þessa hér sem er bara inná sukrin.com og getur maður valið Ísland þar á forsíðunni og þá koma upp fullt af sniðugum uppskriftum með Sukrin í og var þessi svo mikið betri, en í henni er líka smá síróp og notaði ég síróp frá Sukrin líka, rjómi, og pipar sem ég var ekki með í hinum. En það má skipta hveitinu út og nota möndlumjöl eða spelt í staðin.

Eitt af mínu uppáhalds í jólaundirbúningnum er að fá góðan ost ofan á piparköku toppað með sultu, mæli með að þið prófið :)[do_widget „Featured Image“]

 

  • 150 g smjör
  • 100 ml létt síróp
  • 200 ml (180 g) Sukrin
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml (300 g) hveiti
  • 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti)
  • 1/2 tsk negull (duft)
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út

 

Leiðbeiningar
Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.

Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.
Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind.

Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu.

Innihaldsefni í 100 gr
Orka: 276 kcal • prótein: 4,7 • kolvetni: 26,2 • fita: 16,9 • trefjar: 5,4

Ég elska að dekra við Heimir hundinn minn 🙂 Hann átti afmæli núna 16. ágúst og varð 8 ára. Ég hafði pantað form sem eru eins og hundabein á netinu fyrir löngu og uppskriftirnar sem fylgdu með voru greinilega frekar af kökum fyrir mannfólk því í þeim var sykur. Ég ákvað að prófa það sem mér datt í hug sem væri hollt, sykurlaust og hundar gætu borðað og eitthvað með kjötbragði því hundar elsku jú flestir allt með kjötlykt. Nota oft barnamauk í heilsu uppskriftir svo ég fann barnamauk með kjöti og kartöflum og bætti svo líka í þær osti. Honum finnst þetta allavega algjört lostæti og sérstaklega þegar þær komu heitar úr ofninum, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki list á að prófa en þær eru alveg í lagi fyrir mannfólk líka 🙂
[do_widget „Featured Image“]

Hitið ofin á 200°C

  • 2 bollar hafrar
  • 1 bolli hveiti
  • 1 skvísa af Ellas 100% organic barnamauk með kjöti og kartöflum
  • 1/3 bolli smjör (við stofuhita)
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1 egg
  • 1 bolli rifin ostur

Hrærið saman eggi og mjólk, bætið svo í það barnamaukinu og smjöri.

Setjið haframjölið í mixara til að gera það fínt ég notaði Nutribullet (má slepppa því og nota þá grófa en þá verður kexið grófara).  Hellið svo höfrunum og hveiti saman við.  Öllu hrært vel með sleif. Og bætt rifnum osti saman við.

Ef það er mjög klístrað bætið þá smá hveiti saman við.

Deigið hnoðað og flatt út með kökukefli og skorið út, ég átti svona hundabeins form sem ég pantaði á netinu. Þið getið notað hvaða form sem er eða bara skorð út ykkar munstur 🙂IMG_1307IMG_1311IMG_1331IMG_1363IMG_1375 Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði í síðustu viku að gúrme-a haframúffurnar mínar aðeins upp fyrir hann Ella minn og strákana í Allt fyrir Garðinn með föstudags kaffinu:)
[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin (sem ég hef áður sett inn á síðuna nema ég breytti aðeins og tvöfaldaði hana):

Hitið ofnin í 200°.

  • 4 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 8 heil egg
  • 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
  • 1 bolli stevia sykur (má sleppa eða nota minna, eða nota stevia dropa, samt óþarfi þar sem bananir og döðlusultan er nóu sæt)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • dass af kanil eftir smekk og má sleppa
  • dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
  • 1 dl af hollu rabbabara/döðlu sultunni sem ég gerði um daginn og átti alltaf eftir að setja inn uppskrift af en hún kemur hér neðar líka. (En það má líka bara skera niður döðlur eins og ég hef svo oft áður gert, mjúkar eða harðar, eða nota barnamauk, virkar allt vel)

Fylling:

  • Diablo No added sugar Hazelnut chocolate spread. (fann það í Hagkaup og bragðast það alveg eins og Nutella nema það er sykurlaust)
  • Lífrænt hnetusmjör frá Sollu.

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, ég var með silikon form sem ég spreyja að innan með PAM spreyi (for baking, færst í Kosti), þetta voru 18 stykki. Setti ég deig ofan í hálft formið og svo tsk af sykurlausu nutella og smá af lífrænu hnetusmjöri ofan á svo aftur helming af deigi ofan á. Bakað í sirka 20-30 mín fer eftir ofnum, bara fylgjast með þar til þær eru orðnar smá brúnaðar að ofan.IMG_2537IMG_2538

Rabbabarasulta með döðlum:

  • 700 gr. rabarbari
  • 250 gr. döðlur
  • 1/2 bolli agavesýróp
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 vanillstöng (má sleppa)

Rabbabari skolaður og saxaður niður í bita. Saxið döðlur gróft. Allt sett í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Made by Heidi Ola 😉

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira