Tag Archives: chocolate

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira