Tag Archives: sukrin

Í dag bakaði ég bæði sykurlaust fjölkorna brauð og sykulausa súkkulaðiköku frá Sukrin. Brauð mixið frá Sukrin kemur í pakka og það eina sem þarf að bæta við er 3dl vatn, álform fylgir með, ég setti það reyndar í lengara form þar sem mig langaði að ná fleiri sneiðum úr því, ég hef líka pófað að gera litlar brauðbollur úr mixinu. Ótrúlega gott heitt úr ofninum með smjöri og osti 😛

Súkkulaðikakan er álíka einföld, það eina sem þarf að bæta við mixið er, egg, olía og vatn. Hún kom virkilega á óvart. Ég hafði reyndar aldrei gert sykurlaust glassúr eða súkkulaðikrem áður en það má líka bara strá Sukrin flórsykri yfir hana. Ég gerði tilraun á kremi sem heppnaðist bara mjög vel.

Lágkolvetna brauð

  • Sólblóma og graskerafræ
  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Leiðbeiningar:
Stillið ofninn á 175 °C.

Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form. Ég setti í lengra form og bakaði því í 50 mín.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 80 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.
IMG_1986

Tekið af sukrin.is     http://sukrin.com/is/low-carb-bread/about/

Sykurlaus súkkulaði kaka

  • Hver sneið 160kcal
  • Kakan inniheldur smá hveiti og glútein. En er aðlega möndlumjöl og trefjar, svo hún er low-carb.
  • Tvisvar sinnum meira prótein en í venjulegri súkkulaði köku.
  • Engin sykur.

Leiðbeiningar:

Stillið ofnin á 175 °C.

Mixið sett í skál, 3 egg, 1 dl olía og 3dl vatn bætt saman við, hrært, helt í bökunarform sem ég smurði með smjöri að innan.  Bakað í 25 mín.

Sykurlaust súkkulaði krem.

  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk kakó
  • 1 msk Sukrin flórsykur (Sukrin melis)
  • 1 msk Sukrin sýróp
  • 80 gr sykurlaust súkklaði, ég átti til Sukrin súkkulaði en hægt að nota hvaða sykurlausa súkkulaði sem er og má líka sleppa.

 

Bræddi saman yfir vatnsbaði. Hellti yfir kökuna og stráði kókosmjöl yfir (má sleppa).  Bar fram fram með rjóma, örugglega gott að hafa fersk ber með líka.IMG_1985

By Heidi Ola

 

Prófaði ostaköku mixið frá Funksjonell Mat (Sukrin) um daginn í fyrsta skiptið og elska það eins og allt sem ég hef prófað frá þeim 😛  T.d. mjög sniðugur áramótadesert eða við hvað tilefni sem er.  Mjög einfalt og fljótlegt.

Sukrin vörunar eru sykurlausar og henta því vel fyrir sykursjúka. Þessi kaka er einnig glútein frí og eggjalaus.

[do_widget „Featured Image“]

 

Ostakökumixið kemur í kassa og kex botnin líka með, það eina sem þarf að bæta við er:

  • 1 askja (200g) af Philadelphia ostur (ég notaði light)
  • 1 1/2 dl vatn
  • smá brætt smjör (til að botnin sé ekki eins laus í sér)
  • Ég bætti svo við ferskum jarberjum, þeyttum rjóma og skreytti með köku skrauti.

Hitið á meðal heiti pönnu kex mulningin þar til hann er orðin aðeins brúnaður. Leggið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman osta mixinu og rjómaost ásamt vatni, þar til það er orðið alveg alveg kekkjalaust.

Hellið smá bræddu smjöri yfir kexið.

Setjið kexið í botin á formi eða glösum og hellið svo ostakökunni yfir, eða getið leikið ykkur með að setja í nokkur lög eins og ég gerði og bætt við rjóma og jarðaberjum.

Setjið inní kælir í 1 klst.

Best að bera fram kalda.

Mundi segja að mixið sé sirka fyrir 4.

Hér getið þið séð allt innihald og kcal. Einnig allt um sukrin vörunar.

http://sukrin.com/en/cheese-cake/about/

Var að prófa um daginn að gera hollari uppskrift af piparkökum en það var uppskrift sem ég fann á erlendri síðu sem notaðist við Sukrin í uppskriftina og nota ég þann sykur mikið í mínar uppskriftir, en því miður þá fannst mér þær alls ekki nógu góðar, alltof bragðlausar og líka ekki nógu stökkar. En ég prófaði svo þessa hér sem er bara inná sukrin.com og getur maður valið Ísland þar á forsíðunni og þá koma upp fullt af sniðugum uppskriftum með Sukrin í og var þessi svo mikið betri, en í henni er líka smá síróp og notaði ég síróp frá Sukrin líka, rjómi, og pipar sem ég var ekki með í hinum. En það má skipta hveitinu út og nota möndlumjöl eða spelt í staðin.

Eitt af mínu uppáhalds í jólaundirbúningnum er að fá góðan ost ofan á piparköku toppað með sultu, mæli með að þið prófið :)[do_widget „Featured Image“]

 

  • 150 g smjör
  • 100 ml létt síróp
  • 200 ml (180 g) Sukrin
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml (300 g) hveiti
  • 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti)
  • 1/2 tsk negull (duft)
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út

 

Leiðbeiningar
Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.

Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.
Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind.

Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu.

Innihaldsefni í 100 gr
Orka: 276 kcal • prótein: 4,7 • kolvetni: 26,2 • fita: 16,9 • trefjar: 5,4

Nú þegar jólin nálgast, þá er tilheyrir á mörgum heimilum að hafa grjónagraut. Ég er sjálf alin upp við grjónagraut með möndlu í á jólunum, en svo hefur það verið þannig síðustu ár að við höfum sett möndluna bara í frómasinn sem er í dessert þar sem allir eru svo saddir að það þýðir ekkert að hafa grjónagaut á aðfangadag sjálfan. En ég hef alltaf haldið mikið uppá grjónagraut og langaði mig að prófa að gera aðeins hollari útgáfu og heppnaðist það svona rosalega vel :)[do_widget „Featured Image“]Fyrir tvo

Innihald:

  • 2 dl Perlubygg
  • 5 dl vatn
  • 5 dl létt mjólk eða fjörmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dropar vanillu stevia eða 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl Heilkonar morgungrautur / byggflögur (má sleppa)
  • Rúsínur (má setja ofan á í lokin eða sleppa)

Ofan á:

  • Kanill
  • Sukrin
  • Smjör

Sauð perlubyggið í 15 mín. Helti þá vatninu af og setti mjólkina í, ég vildi fyrst sjóða grjónin svo þau yrðu extra mjúk. En það má líka leggja þau í bleyti yfir nótt. Hitaði þá þar til hann fór að sjóða með mjólkinni, lækkaði þá undir og setti allt hitt útí. Hrærði því vel saman.

Borin fram og toppaður með kanilsykri, ég nota Sukrin sykur og hreinan kanil saman og smá íslenskt smjör.

Ps: Var líka með steikta lyfrapylsu og blóðmör borið fram með sukrin sykri fyrir hann Ella minn og Heimir auðvitað 🙂

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira