Tag Archives: bananar

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Ég prófaði í síðustu viku að gúrme-a haframúffurnar mínar aðeins upp fyrir hann Ella minn og strákana í Allt fyrir Garðinn með föstudags kaffinu:)
[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin (sem ég hef áður sett inn á síðuna nema ég breytti aðeins og tvöfaldaði hana):

Hitið ofnin í 200°.

  • 4 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 8 heil egg
  • 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
  • 1 bolli stevia sykur (má sleppa eða nota minna, eða nota stevia dropa, samt óþarfi þar sem bananir og döðlusultan er nóu sæt)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • dass af kanil eftir smekk og má sleppa
  • dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
  • 1 dl af hollu rabbabara/döðlu sultunni sem ég gerði um daginn og átti alltaf eftir að setja inn uppskrift af en hún kemur hér neðar líka. (En það má líka bara skera niður döðlur eins og ég hef svo oft áður gert, mjúkar eða harðar, eða nota barnamauk, virkar allt vel)

Fylling:

  • Diablo No added sugar Hazelnut chocolate spread. (fann það í Hagkaup og bragðast það alveg eins og Nutella nema það er sykurlaust)
  • Lífrænt hnetusmjör frá Sollu.

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, ég var með silikon form sem ég spreyja að innan með PAM spreyi (for baking, færst í Kosti), þetta voru 18 stykki. Setti ég deig ofan í hálft formið og svo tsk af sykurlausu nutella og smá af lífrænu hnetusmjöri ofan á svo aftur helming af deigi ofan á. Bakað í sirka 20-30 mín fer eftir ofnum, bara fylgjast með þar til þær eru orðnar smá brúnaðar að ofan.IMG_2537IMG_2538

Rabbabarasulta með döðlum:

  • 700 gr. rabarbari
  • 250 gr. döðlur
  • 1/2 bolli agavesýróp
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 vanillstöng (má sleppa)

Rabbabari skolaður og saxaður niður í bita. Saxið döðlur gróft. Allt sett í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Made by Heidi Ola 😉