Tag Archives: Egg

Langt síðan ég hef sett inn feita köku!! Fyrsti hittingur eftir sumar pásu hjá Fatness saumaklúbbnum var á sunnudaginn og fannst mér kjörið tækifræri til að prófa eitthvað nýtt og eins og þið hafið kannski tekið eftir þá finnst mér allt með lakkrís gott og ákvað að prófa eina nýja maregs köku, þetta var fyrsta tilraun og heppnaðist bara rosalega vel…..namm :P[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 120°C

Lakkrís marengs

  • 3 dl sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 3 bollar Rice Krispies
  • 1-2 tsk Svartur matarlitur
  • 2 tsk Fínt Lakrids powder eða milja grófa niður, (notaði frá Johan Bulow)

Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svörtum matarlit efrir smekk útí, og  þar til marengsinn verður vel stífur. Bætið þá Rice Krispies varlega saman við og með sleikju.
Mér finnst best að klæða svo tvö bökunarform sirka 26cm að innan með álpappír. Smyrja marengsinum fallega í formin og baka við 120 gráður í 60 mín og látið kólna í ofninum. Það er mjög snyðugt að gera botana svolítið áður en á að nota þá jafnvel nokkrum dögum áður þeir geymast vel.

Rjómi á milli og ofan á

  • 1 stór og 1 lítill peli af rjóma
  • 180gr Marabou salt lakkrís súkkulaði sakað niður

Þeyta rjómann, saxna súkkulaði niður og hella saman við. Rjómi settur á milli og geymið smá til að setja ofan á.  Alltaf  best að setja rjóman á daginn áður eða snemma morguns sama dag og þú berð þá fram svo kakan nái að ryðja sig.

Setti svo karmellu popp með lakkrís ofan á frá Ástrík (fékk það í Jóa Fel bakarí)IMG_1574IMG_1588IMG_1577

Made by Heidi Ola 😛

Ég elska að dekra við Heimir hundinn minn 🙂 Hann átti afmæli núna 16. ágúst og varð 8 ára. Ég hafði pantað form sem eru eins og hundabein á netinu fyrir löngu og uppskriftirnar sem fylgdu með voru greinilega frekar af kökum fyrir mannfólk því í þeim var sykur. Ég ákvað að prófa það sem mér datt í hug sem væri hollt, sykurlaust og hundar gætu borðað og eitthvað með kjötbragði því hundar elsku jú flestir allt með kjötlykt. Nota oft barnamauk í heilsu uppskriftir svo ég fann barnamauk með kjöti og kartöflum og bætti svo líka í þær osti. Honum finnst þetta allavega algjört lostæti og sérstaklega þegar þær komu heitar úr ofninum, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki list á að prófa en þær eru alveg í lagi fyrir mannfólk líka 🙂
[do_widget „Featured Image“]

Hitið ofin á 200°C

  • 2 bollar hafrar
  • 1 bolli hveiti
  • 1 skvísa af Ellas 100% organic barnamauk með kjöti og kartöflum
  • 1/3 bolli smjör (við stofuhita)
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1 egg
  • 1 bolli rifin ostur

Hrærið saman eggi og mjólk, bætið svo í það barnamaukinu og smjöri.

Setjið haframjölið í mixara til að gera það fínt ég notaði Nutribullet (má slepppa því og nota þá grófa en þá verður kexið grófara).  Hellið svo höfrunum og hveiti saman við.  Öllu hrært vel með sleif. Og bætt rifnum osti saman við.

Ef það er mjög klístrað bætið þá smá hveiti saman við.

Deigið hnoðað og flatt út með kökukefli og skorið út, ég átti svona hundabeins form sem ég pantaði á netinu. Þið getið notað hvaða form sem er eða bara skorð út ykkar munstur 🙂IMG_1307IMG_1311IMG_1331IMG_1363IMG_1375 Made by Heidi Ola 😉

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Það jafnast fátt á við það að byrja daginn á hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Fannst komin tími til að setja þessa uppskrift aftur hér inn þar sem ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um það hvering ég geri eggja grautinn minn fræga 🙂 Ef þið viljið fá að sjá mig gera hann live addið mér þá á snap: heidifitfarmer ég geri hann þar reglulega. En þetta er mjög einfalt og svo hollur og góður!

Uppskrift:

• 30-40gr Haframjöl (karlmenn nota kannski meira magan um 60gr og þá meira af eggjum og vatni á móti)
• Smá vatn, bara rétt til að bleyta í.
• Smá klípu af maldon salti (má sleppa)
• 4 egg, ég nota landnámshænuegg beint frá mínu býli  Þau eru eins minni en þessi venjulega strærð útí í búð svo 3 venjuleg eru nóg. Eða það mætti líka nota bara hvítur úr brúsa.
• 1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleiti)
• 1 msk rúsínur (má sleppa)
• 4-5 dropar vanillu stevia (má sleppa)

Aðferð:
Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggjum útí.
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við. Bætið stevía og chia fræjum við.

Því næst strái ég kanilsykri út á. Sem ég geri úr hreinum kanil og sukrin sykri, sem 100% náttúlegur sykur, 0kcal og hækkar ekki blóðsykur. Notaði vanillu hafra mjólk. Og toppaði hann svo með að setja 1 tsk af lífrænu hnetusmjöri.
Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug útá. Það má líka hafa þetta bara einfallt og nota bara hafrar og egg og strá svo kannski hreinum kanil útá ég geri hann oftast svoleiðis.
IMG_6370
Made by Heidi Ola

– See more at: http://motivation.is/hafragrautur-med-eggjum-og-hnetusmjori-besti-grautur-sem-thu-munt-smakka/#sthash.dA26Y7Zw.dpuf

Ég prófaði í síðustu viku að gúrme-a haframúffurnar mínar aðeins upp fyrir hann Ella minn og strákana í Allt fyrir Garðinn með föstudags kaffinu:)
[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin (sem ég hef áður sett inn á síðuna nema ég breytti aðeins og tvöfaldaði hana):

Hitið ofnin í 200°.

  • 4 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 8 heil egg
  • 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
  • 1 bolli stevia sykur (má sleppa eða nota minna, eða nota stevia dropa, samt óþarfi þar sem bananir og döðlusultan er nóu sæt)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • dass af kanil eftir smekk og má sleppa
  • dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
  • 1 dl af hollu rabbabara/döðlu sultunni sem ég gerði um daginn og átti alltaf eftir að setja inn uppskrift af en hún kemur hér neðar líka. (En það má líka bara skera niður döðlur eins og ég hef svo oft áður gert, mjúkar eða harðar, eða nota barnamauk, virkar allt vel)

Fylling:

  • Diablo No added sugar Hazelnut chocolate spread. (fann það í Hagkaup og bragðast það alveg eins og Nutella nema það er sykurlaust)
  • Lífrænt hnetusmjör frá Sollu.

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, ég var með silikon form sem ég spreyja að innan með PAM spreyi (for baking, færst í Kosti), þetta voru 18 stykki. Setti ég deig ofan í hálft formið og svo tsk af sykurlausu nutella og smá af lífrænu hnetusmjöri ofan á svo aftur helming af deigi ofan á. Bakað í sirka 20-30 mín fer eftir ofnum, bara fylgjast með þar til þær eru orðnar smá brúnaðar að ofan.IMG_2537IMG_2538

Rabbabarasulta með döðlum:

  • 700 gr. rabarbari
  • 250 gr. döðlur
  • 1/2 bolli agavesýróp
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 vanillstöng (má sleppa)

Rabbabari skolaður og saxaður niður í bita. Saxið döðlur gróft. Allt sett í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Made by Heidi Ola 😉

Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.

Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.

[do_widget „Featured Image“]

Ofninn hitaður í 200°

Eggja og avocado salat:

2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)

1 stórt avocado

4 msk kotasæla

1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)

Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar,  ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
IMG_2319Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.IMG_2321
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma.IMG_2322 Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂IMG_2323IMG_2329

Made by Heidi Ola 😉

 

 

 

 

Ég prófaði á dögunum að gera kjötbollur í hollari kantinum sem heppnuðust svona líka svona rosalega vel 🙂
[do_widget „Featured Image“] Ofnbakaðar pretzel hakkbollur
500g Hakk beint frá býli
2 egg (beint frá okkar býli 🙂
1/2 bolli fjörmjólk
1 lítill laukur saxaður smátt
3 grænir laukar saxaðir smátt
2 presssuð hvítlauksrif
1/2 tsk origano
Dass af maldon salti og svörtum pipar
1 bolli pretzel crisps mulið smátt niður í mortel, eða sett í poka og mulið niður eftir smekk hversu smátt
Pretzel-Chips-225x300 Fékk þetta kex í Kosti, alveg mitt uppáhalds með ostum og er aðeins hollara en Ritz kex.

Hrærið eggin og mjólkina saman í skál, bætið svo öllu hinu útí og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í ofni við 180 gráður í sirka 30 mín eða þar til þær eru orðnar aðeins brúnaðar og crispy. Ef mixið er of blautt eins og mitt varð smá getið þið alltaf bætt í það smá haframjöl svo það sé auðveldara að hnoða það í kúlur.

Heimatibúin kartöflumús með osti

2-4 stórar bökunar kartöflur (ég var með mat fyrir 4 en þetta var alveg vel meira en nóg svo 2-3 hefði verið nóg) skornar niður og settar í pott ég vildi hafa híðið á þeim.
1/2 bolli Fjörmjólk
1/2 bolli Stevia sykur frá Via-Health
Dass af maldon salti og svörtum pipar
Sirka hálfur poki af rifnum osti (eftir smekk, má sleppa)

Allt sett saman í pott og hitað við vægan hita og notað stappara til að stappa saman, ég setti mitt svo í hrærivélina með hnoðara í smá stund og aftur í pottinn til að spara mér tíma 🙂

Hafði svo með þessu heita brúna sósu, steiktan rauðlauk og sykurlausa sultu.
IMG_0333

Transalte/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira