Flokkur: Kökur og eftirréttir

 

Eitt besta kombóið mitt saman er lakkrís eða sterkt nammi með hindberja eða jarðaberja bragði 😛

En þessar kökur eru með Tyrkis peber sem er uppáhalds brjóstykurinn minn og hindberjum sem eru uppáhalds berin mín!

Hráefni:

Hindberja toppur

  • ½ vanillustöng
  • 60 g ljós púðursykur
  • 65 g hindber

Pavlovur

  • 6 eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 200 flórsykur
  • 1½ tsk mataredik

Tyrkis Peber krem

  • 2 matarlímsblöð
  • 150 g hvítt Toblerone
  • 500 ml rjómi
  • 4 tsk fínt mulin Tyrkis peber

Á toppinn

  • Hindber
  • Fint mulin Turkis peber

 Leiðbeiningar:

 (ath þessa uppskrift er gott að gera degi áður og skreyta svo daginn eftir)

 

  1. Byrjið á að hita ofnin í 100 gráður
  2. Skerið hálfa vanillustöng eftir endilöngu en ekki alveg í gegn og skafið fræin innan úr með hníf og setjið í skál. Setjið sykur saman við, skolið hindberin í sigti og takið svo uppúr og kreystið þau útí, hrærið vel saman við sykurinn og vanilluna með skeið. Setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt, eða þar til sykurinn hefur bráðnað alveg.
  3. Leggið matarlímsblöðin í vatn í 15 mín.

 

  1. Saxið hvítt Toblerone niður og hitið yfir vatnsbaði. Hitið rjóma í potti rétt undir suðu og bætið fínt munda Tyrkis peber útí og því næst hellið hvíta Tobleroinu útí og hrærið vel saman.
  2. Takið matarlímsblöðin uppúr vatinu og kreystið úr þeim og setjið í pott og hitið yfir vatnsbaði og hellið því svo útí rjómablönduna.
  3. Hrærið vel saman og hellið í skál og setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt.

 

  1. Þeytið eggjahvítur þar til þær verða stífar, bætið sykrinum útí og þeytið þar til blandan verður stíf og bætið þá flórsykrinum útí og hrærið enn meira. Bætið þá matarediki útí þegar hann er orðin stífur.
  2. Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
  3. Setjið blönduna í spratupoka með stjörnustút framan á og sprautið í litlar pavlovu kökur með smá holu í miðjunni, fer eftir hversu stórar þið gerið en það ættu að passa sirka 9 kökur á plötu eða fleiri ef þið gerið minni.
  4. Bakið í 1½ klst og gott að láta þær kólna inní ofninum.

 

  1. Takið Tyrkis peber kremið úr kælir og létt þeytið það með handþeytara eða örstytt og mjög varlega í hrærivél setjið kremið þá í sprautupoka með stjörnustút.

 

  1. Setjið smá hindberja sultu ofan í hverja holu á kökunum og svo kremið fyrir það og svo aftur smá sultu og skreytið með hindberjum á toppinn.

Þessi uppskrift er í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

Ég gerði þessar dásamlegu góðu mjúku smákökur með Appolo lakkrískurli með súkkulaði og hvítu Lindu súkkulaði fyrir jólin. Heppnaðist svo vel en ég vil hafa mikinn lakkrís svo ég mundi mæla með að nota tvo poka í þessa uppskrift ef þið eruð fyrir mikinn lakkrís eins og ég.

Hitið ofnin í 200gr.

  • 1 bolli smjör 
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 egg 
  • 3 bollar hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1-2 pokar Appololakkrís kurl
  • 1 plata hvítt Lindu súkkulaði
 Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur, bætið við einu egg í einu og vanilludropum.

Setjið öll þurrefnin saman í skál og bætið þeim svo varlega við.

Skerið niður hvita súkkulaðið ég hafði það í frekar grófum bitum og bætið því svo ásamt lakkrískurlinu útí og hrærið saman við.

Raðið svo á bökunarplötu með ágætis millibili þær stækka vel, ég notaði teskeið og gerði litlar kúlur og ýtti svo rétt ofan á þær.

Bakið í 10 mín.

Ég skellti í eitt stikki Þjóhátíðar súkkulaði tertu með rjóma á 17 júní. Þessi terta passar vel í hvaða boð sem er og hægt að skreyta hana eins og þið viljið og nota þá ávexti sem ykkur langar. Ég bar hana fram sem eftirrétt með vanilluís og mund segja að hún væri frekar sumarleg og fersk með öllum berjunum.

Stillið ofnin á 175 gráður (blástur) og smyrjið 2 24cm smelluform að innan með smjöri.

Kökubotnar

  • 150 g smjör
    200 g Dökkt súkkulaði
    3 stk egg
    2 dl sykur
    1 tsk vanillusykur
    2 dl hveiti
    1/2 tsk lyftiduft

Bræðið smjör í potti. Skerið súkkulaði í bita og bætið útí. Hrærið með sleif. Passið að hita samt alls ekki of mikið því þá getur smjörið farið í kekki. Bætið svo við einu eggi í einu.

Blandið þurrefninunum saman í aðra skál, hveiti, sykur, vanillusykur og lyftiduft.
Hellið þurrefnunum varlega í smá skömmtum útí súkkulaðiblönduna og hrærið vel saman með písk.
Hellið deiginu í jafnt í formin og bakið í 20-30 mín, fylgist vel með þeim, þeir eiga að vera smá blautir inní. Látið þá svo kólna alveg áður en þið setjið rómann og kremið á.

Rjómi og fylling á milli

  • 5 dl rjómi (þeyttur)
    1 dl sirka af jarðaberjum
    1 dl sirka af bláberjum
    1 dl sirka af hindberjum

Þeytið rjómann og skerið jarðaberin aðeins niður, ég hafði hin berin bara í heilu.

Súkkulaðihjúpur

  • 200 g dökkt súkkulaði
    1 dl rjómi
    1/2 dl vatn
    2 msk sykur
    1 msk smjör

Skerið súkkulaði í bita og bræðið ásamt smjöri í potti á vægum hita eða setjið í vatnsbað. Setjið saman í annan pott rjóma, sykur og vatn og látið suðuna koma rétt upp en passið hræra stanslaust, rjóminn getur annars brunnið auðveldlega við. En með þessu verður kremið svona súkkulaði karamella. Hellið súkkulaðinu svo varlega saman við og hrærið vel. Látið kremið svo kólna áður en þið hellið því yfir kökuna.

Þegar þið setjið kökuna saman þá passa að geyma smá af rjómanum til að setja á toppinn yfir súkkulaði hjúpin.

Made by Heidi Ola 😉

Bláa marengstertan sem ég gerði fyrir 1 árs afmælið hans Ólafs Elí í sailor þemanu.

Mig hefur lengi langað að prófa gera bláa marengstertu svona af því ég var búin að prófa bleika fyrir eitt babyshower en var alltaf hrædd um að bláa yrði svona meira græn þið vitið….það vill oft verða þegar það er verið að reyna möndla með blátt í kökur en það eru til alveg vel bláir litir t.d. í Allt í köku og var ég með þannig lit sem er svona kremkenndur matarlitur. Gerði toppana fyrst en það má gera þá alveg nokkrum dögum áður þess vegna þeir geymast endlaust lengi og þeir tókust svo vel að ég ákvað að henda lit í kökuna líka. Til að gera svona toppa þar að nota Cream of tartar sem fæst einnig í Allt í köku en það er svona efni sem stífar marengesin alveg annars mundi þeir molgna meira niður.

Ég setti Rice Krispies saman við botnana, brómber og mars bita í rjómann á milli, toppaði síðan með súkkulaði, sýróps hjúp og skreytti með toppunum og brómberjum 😛

Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði blán og skipti marengsinum í 3 skálar

Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bláan og setti mikinn lit í eina, minna í næstu fyrir ljósblátt og svo engan í eina þar sem ég vildi hafa hvíta líka. Ég mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku. Ég viljandi hrærði dökka blá ekki alveg út eins og þið sjáið þá kemur svona dekkra sum staðar í honum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin.

Marenges botnar

Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs 

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice krispies (má sleppa)
  • Blár matarlitur eftir smekk ég þurfti alveg frekar mikið til að ná þessum lit. (má sleppa)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Bætið svo rice krispes útí og hrærið því varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Þeyttur rjómi á milli

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 askja brómber (skar þau í tvennt)
  • 1 mars stykki skorið í litla bita (má sleppa)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Raðaði svo toppunum og berjum ofan á.

By Heidi Ola ;p

Mig hefur lengi langað að prófa baka svona skandinavíska kanilsnúða alltaf fundist þeir svo fallegir. Þegar við fórum til Dubai í haust þá millilentum við í Oslo ég keypti mér svona stóran snúð í bakarí á flugvellinum og hef ekki geta hætt að hugsa um þá síðan þá 🙂 Ég fór um allt á netinu að leita af uppskrift og valdi á endanum þessa af sænkri síðu og kemur hún hér á íslensku, þetta var sem sagt frum raun mín í kanilsnúðum og ég hef heldur ekki mikið bakað með geri. Ég var að fara í baby shower sem við vinkonurnar héldum fyrir eina úr hópnum og ég ákvað að skreita þá með bláum glassúr. Ég hélt það væri rosalega mikil vinna í að gera þá svona snúna, sá fyrir mér að ég væri að fara flétta deigið 🙂 haha en svo fann ég bara video á youtube hvering það er gert og það er ekkert mál, en það tekur samt smá tíma að gera gera þá. Þeir tókust svona ljómandi vel og smökkuðust líka mjög vel, mæli með að prófa og hægt að skreyta með perlusykri eða hverju sem ykkur dettur í hug 🙂
 Deig
  • 4 dl mjólk
  • 1 bréf þurrger
  • 15 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 135 g smjör
  • 1 egg
  • 1 tsk vanillu dropar
  • 1/2 tsk salt

Fylling

  • 50 g sykur
  • 100 g smjör
  • 2 – 3 msk kanill (eftir því hvað þið viljið mikið kanilbragð)

Topping 

  • 1 egg
  • Glassúr, flórsykur, heitt vatn og blár matarlitur

 

Aðferð:

  • Hitið mjólkina upp að 37°C (líkamshiti) og bætið þurrgerinu saman við, blandið þessu vel saman.
    Leggið til hliðar og náið ykkur í aðra skál.
    Setjið hveiti, sykur, salt, egg, vanillu extract og smjör sem á að vera við stofuhita saman í skálina.
     Ég notaði hnoðaran á hrærivélinni en bara á lægstu stillingu.
    Hellið mjólkurblöndunni í pörtum saman við hveitiblönduna og blandið vel saman, ég tók það svo úr skálinni og kláraði að hnoða með höndunum en deigð er mjög klístar en ég bætti bara hveiti saman við.
    Því næst setjið þið deigið á borðið og hnoðið almennilega saman. Gott að strá örlitlu hveiti á borðið áður en ég læt deigið á borðið.
    Setjið deigið aftur í skálina, breiðið röku viskustykki yfir og látið hefast í 30 – 40 mínútur.

    Þegar að deigið er búið að hefast þá skerið þið deigið í tvo bita.
    Fletjið deigið út og smyrjið fyllinguna á deigið.
    Hitið smjörið smá ég hitaði það bara í ofni en hægt að gera það í potti líka en ekki bræða það alveg bara mýkja það. Bætti sykrinum og kanil saman við. Blandan á að vera svolítið þykk. Svona þannig að þið getið smurt því á með sleif.
    Rúllið deiginu upp eða brjótið það saman og skerið niður í lengjur, ég notaði pizzahníf. Ég notaðist við video af youtube hvering maður gerir þá í svona hnúta, skrifið bara swedish cinnamon buns og þá kemur hellingur upp og er mikið minna mál en ég hélt, en svo má líka bara gera venjulega snúða eða leika sér með hvað sem er 🙂
    Setjið smjörpappír á plötu, raðið snúðunum á og leggið rakt viskustykki yfir þá. Leyfið þeim að standa í ca. 30 mínútur.
    Að lokum pískið þið egg og penslið snúðana. Hægt að strá perlusykri yfir þá hér líka en ég sleppti því þar sem ég setti blátt glassúr yfir eftir að þeir voru búnir að kólna.
    Bakið þá við 200°C í 8 – 10 mínútur.

By Heidi Ola 😉

 Þessi dásamlega brownie kaka er tilvalin til dæmis sem pása desert, hún allvega með nóg af súkkulaði 🙂
En ég gerði þessa köku fyrir ári síðan fyrir páskana, en svo duttu nokkar uppskriftir út af síðunni minni þegar hún var uppfærð og ég er að vinna í því að koma þeim öllum inn aftur en þessi var greynilega vinsæl þar sem ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hana síðan svo hér kemur hún aftur, njótið vel.
Ps: Ég notaði ég Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði en í dag notaði ég Nóa Síríus súkkulaði af því ég átti það til, en það skemmtilega við þessa köku að þið getið svolítið leikið ykkur með hvaða súkkulaði þið viljið hafa í henni bara það sem ykkur finnst gott til dæmis mintu, mig lagnar að prófa næst að setja piparlakkrís kurl 😛
Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
  •  3 egg
  • 300 g. púðursykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 90 g. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1/4 tsk salt (1 tsk. fyrir þá sem vilja fá meira saltbragð)
  • 200 g. smjör
  • 300 g. Síríus konsum 70% súkkulaði
  • 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkukaði , saxað grót
  • 100 g til skreitingar ofan á.
  1. Þreytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þangað til blandan verður ljós og létt.
  2. Blandið öllum þurrefnunum saman og sigtið ofan í blönduna og hrærið rólega saman við.
  3. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í pott yfir lágum hita og blandið saman við, hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Skerið 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið léttilega.
  5. Smyrjið eldfast bót og setjið deigið í. Bakið í 25 mín.
  6. Þegar kakan er tekin út brjótið þá 100 g. af Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og setjið strax ofan á kökuna svo það nái að bráðna ofan á.  Gott er svo að láta kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin.
  7. Kakan á að vera blaut í sér þegar hún er tekin úr ofninum. Gott að bera fram með ís eða rjóma!

ps. ég setti bitana með sem fara ofan á með í ofin í dag en mæli frekar með að gera það eftir á, ég gerði það með þessa 🙂

Ég fékk það skemmtilega verkefni að auglýsa nýju grænu línuna frá Appololakkrís sem er piparlakkrís og ég elska í fyrsa lagi lakkrís og hvað þá piparlakkrís það gerist varla betra 😛 Ég er búin að vera mikill aðdáandi piparfylltu reimanna og núna er komið þannig súkkulaðihúðað kurl sem er snilld út ís eða í bakstur, enn stærra piparfylltur hjúp lakkrís, súkkulaði með piparfylltum lakkrís og piparegg 🙂
Ég prófaði að nota eina af þessum nýjungum í bakstur í dag en ég setti piparfylltan hjúp lakkrís í brownie köku og namm það er tryllt!!![do_widget „Featured Image“]
Hitið ofnin í 180 gráður og setjið smjörpappír ofan í eldfast mót ég var með fat sem er 23x23cm. 

  • 75 g suðusúkklaði eða annað dökkt súkkulaði
  • 113 g smjör (við stofuhita)
  • 100 g púðursykur
  • 1 egg
  • 120 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1-2 pokar af Piparfylltum hjúp lakkrís frá Appolo lakkrís. (raðað ofan í magn eftir smekk)
  • Hitið ofnin í 180 gráður.
  • Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eða í vatnsbaði.
  1. Þeytið saman smjör og púðursyrkur þar til það verður ljóst og loftkennt í sirka 2 mín.
  2. Bætið egginu við.
  3. Bætið bræddu súkkulaðinu við og hrærið á lágum hraða á meðan.
  4. Hægt og rólega bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við.
  5. Hellið deiginu í formið og raðið svo piparfylltum lakkrís hjúp bitunum yfir ég raðaði þeim á mis í röð en mæli með að raða þeim frekar í beinar raðir og skera svo niður í litla bita, ég skar þannig að það sæist inní lakkrís bitana en það væri líka hægt að hafa bita í miðjunni á hverri sneið, þið gætuð líka haft þá enn þéttari eða notað litla kurlið, þess vegna stendur 1-2 pokar eftir smekk. Bakið í 30 mín. 
  6. Gott að láta hana kólna alveg áður þið skerið í bita. Mæli með að bera fram með ís eða kaldri mjólk eða skera í svona litla konfekt bita svipað og döðlugott bitar ég gerði það. Ps:Þetta er ekki svo stór uppskrift svo fyrir gráðuga mæli ég að tvöfalda hana 😛

Made by Heidi Ola

Prófaði í fyrsta skipti í dag að baka úr Proteinbrauð mixinu frá Sukrin. Ég ákvað að gera litlar bollur í anda bolludagsins, en er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug, það stendur einmitt á pakkanum að hægt sé að gera brauð, rúnstykki, tortilla kökur eða skonsur. Það eina sem þarf að bæta í er 4dl. vatn en það má setja mjólk eða jógúrt í staðin eða á móti vatninu. En þetta mix inniheldur engan sykur, er glútein free, lítið af kolvetnum og mikið af próteini, svo mjög snyðugt fyrir þá sem eru að hugsa um að minka kalolírunar og eru að reyna minnka t.d. brauð át.

Það sem ég notaði var:
1 kassi Proteinbrauð mix
2 dl ab mjólk (laktósafrí frá Örnu).
2 dl vatn.

Heitar bollur inni í snjónum í dag 😛

Made by Heidi Ola 😉

Í dag bakaði ég bæði sykurlaust fjölkorna brauð og sykulausa súkkulaðiköku frá Sukrin. Brauð mixið frá Sukrin kemur í pakka og það eina sem þarf að bæta við er 3dl vatn, álform fylgir með, ég setti það reyndar í lengara form þar sem mig langaði að ná fleiri sneiðum úr því, ég hef líka pófað að gera litlar brauðbollur úr mixinu. Ótrúlega gott heitt úr ofninum með smjöri og osti 😛

Súkkulaðikakan er álíka einföld, það eina sem þarf að bæta við mixið er, egg, olía og vatn. Hún kom virkilega á óvart. Ég hafði reyndar aldrei gert sykurlaust glassúr eða súkkulaðikrem áður en það má líka bara strá Sukrin flórsykri yfir hana. Ég gerði tilraun á kremi sem heppnaðist bara mjög vel.

Lágkolvetna brauð

  • Sólblóma og graskerafræ
  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Leiðbeiningar:
Stillið ofninn á 175 °C.

Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form. Ég setti í lengra form og bakaði því í 50 mín.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 80 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.
IMG_1986

Tekið af sukrin.is     http://sukrin.com/is/low-carb-bread/about/

Sykurlaus súkkulaði kaka

  • Hver sneið 160kcal
  • Kakan inniheldur smá hveiti og glútein. En er aðlega möndlumjöl og trefjar, svo hún er low-carb.
  • Tvisvar sinnum meira prótein en í venjulegri súkkulaði köku.
  • Engin sykur.

Leiðbeiningar:

Stillið ofnin á 175 °C.

Mixið sett í skál, 3 egg, 1 dl olía og 3dl vatn bætt saman við, hrært, helt í bökunarform sem ég smurði með smjöri að innan.  Bakað í 25 mín.

Sykurlaust súkkulaði krem.

  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk kakó
  • 1 msk Sukrin flórsykur (Sukrin melis)
  • 1 msk Sukrin sýróp
  • 80 gr sykurlaust súkklaði, ég átti til Sukrin súkkulaði en hægt að nota hvaða sykurlausa súkkulaði sem er og má líka sleppa.

 

Bræddi saman yfir vatnsbaði. Hellti yfir kökuna og stráði kókosmjöl yfir (má sleppa).  Bar fram fram með rjóma, örugglega gott að hafa fersk ber með líka.IMG_1985

By Heidi Ola

 

Prófaði ostaköku mixið frá Funksjonell Mat (Sukrin) um daginn í fyrsta skiptið og elska það eins og allt sem ég hef prófað frá þeim 😛  T.d. mjög sniðugur áramótadesert eða við hvað tilefni sem er.  Mjög einfalt og fljótlegt.

Sukrin vörunar eru sykurlausar og henta því vel fyrir sykursjúka. Þessi kaka er einnig glútein frí og eggjalaus.

[do_widget „Featured Image“]

 

Ostakökumixið kemur í kassa og kex botnin líka með, það eina sem þarf að bæta við er:

  • 1 askja (200g) af Philadelphia ostur (ég notaði light)
  • 1 1/2 dl vatn
  • smá brætt smjör (til að botnin sé ekki eins laus í sér)
  • Ég bætti svo við ferskum jarberjum, þeyttum rjóma og skreytti með köku skrauti.

Hitið á meðal heiti pönnu kex mulningin þar til hann er orðin aðeins brúnaður. Leggið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman osta mixinu og rjómaost ásamt vatni, þar til það er orðið alveg alveg kekkjalaust.

Hellið smá bræddu smjöri yfir kexið.

Setjið kexið í botin á formi eða glösum og hellið svo ostakökunni yfir, eða getið leikið ykkur með að setja í nokkur lög eins og ég gerði og bætt við rjóma og jarðaberjum.

Setjið inní kælir í 1 klst.

Best að bera fram kalda.

Mundi segja að mixið sé sirka fyrir 4.

Hér getið þið séð allt innihald og kcal. Einnig allt um sukrin vörunar.

http://sukrin.com/en/cheese-cake/about/