Brownie með piparfylltum hjúp lakkrís

Ég fékk það skemmtilega verkefni að auglýsa nýju grænu línuna frá Appololakkrís sem er piparlakkrís og ég elska í fyrsa lagi lakkrís og hvað þá piparlakkrís það gerist varla betra 😛 Ég er búin að vera mikill aðdáandi piparfylltu reimanna og núna er komið þannig súkkulaðihúðað kurl sem er snilld út ís eða í bakstur, enn stærra piparfylltur hjúp lakkrís, súkkulaði með piparfylltum lakkrís og piparegg 🙂
Ég prófaði að nota eina af þessum nýjungum í bakstur í dag en ég setti piparfylltan hjúp lakkrís í brownie köku og namm það er tryllt!!![do_widget „Featured Image“]
Hitið ofnin í 180 gráður og setjið smjörpappír ofan í eldfast mót ég var með fat sem er 23x23cm. 

  • 75 g suðusúkklaði eða annað dökkt súkkulaði
  • 113 g smjör (við stofuhita)
  • 100 g púðursykur
  • 1 egg
  • 120 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1-2 pokar af Piparfylltum hjúp lakkrís frá Appolo lakkrís. (raðað ofan í magn eftir smekk)
  • Hitið ofnin í 180 gráður.
  • Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eða í vatnsbaði.
  1. Þeytið saman smjör og púðursyrkur þar til það verður ljóst og loftkennt í sirka 2 mín.
  2. Bætið egginu við.
  3. Bætið bræddu súkkulaðinu við og hrærið á lágum hraða á meðan.
  4. Hægt og rólega bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við.
  5. Hellið deiginu í formið og raðið svo piparfylltum lakkrís hjúp bitunum yfir ég raðaði þeim á mis í röð en mæli með að raða þeim frekar í beinar raðir og skera svo niður í litla bita, ég skar þannig að það sæist inní lakkrís bitana en það væri líka hægt að hafa bita í miðjunni á hverri sneið, þið gætuð líka haft þá enn þéttari eða notað litla kurlið, þess vegna stendur 1-2 pokar eftir smekk. Bakið í 30 mín. 
  6. Gott að láta hana kólna alveg áður þið skerið í bita. Mæli með að bera fram með ís eða kaldri mjólk eða skera í svona litla konfekt bita svipað og döðlugott bitar ég gerði það. Ps:Þetta er ekki svo stór uppskrift svo fyrir gráðuga mæli ég að tvöfalda hana 😛

Made by Heidi Ola

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *