Tag Archives: ricekrispies

Bláa marengstertan sem ég gerði fyrir 1 árs afmælið hans Ólafs Elí í sailor þemanu.

Mig hefur lengi langað að prófa gera bláa marengstertu svona af því ég var búin að prófa bleika fyrir eitt babyshower en var alltaf hrædd um að bláa yrði svona meira græn þið vitið….það vill oft verða þegar það er verið að reyna möndla með blátt í kökur en það eru til alveg vel bláir litir t.d. í Allt í köku og var ég með þannig lit sem er svona kremkenndur matarlitur. Gerði toppana fyrst en það má gera þá alveg nokkrum dögum áður þess vegna þeir geymast endlaust lengi og þeir tókust svo vel að ég ákvað að henda lit í kökuna líka. Til að gera svona toppa þar að nota Cream of tartar sem fæst einnig í Allt í köku en það er svona efni sem stífar marengesin alveg annars mundi þeir molgna meira niður.

Ég setti Rice Krispies saman við botnana, brómber og mars bita í rjómann á milli, toppaði síðan með súkkulaði, sýróps hjúp og skreytti með toppunum og brómberjum 😛

Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði blán og skipti marengsinum í 3 skálar

Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bláan og setti mikinn lit í eina, minna í næstu fyrir ljósblátt og svo engan í eina þar sem ég vildi hafa hvíta líka. Ég mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku. Ég viljandi hrærði dökka blá ekki alveg út eins og þið sjáið þá kemur svona dekkra sum staðar í honum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin.

Marenges botnar

Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs 

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice krispies (má sleppa)
  • Blár matarlitur eftir smekk ég þurfti alveg frekar mikið til að ná þessum lit. (má sleppa)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Bætið svo rice krispes útí og hrærið því varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Þeyttur rjómi á milli

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 askja brómber (skar þau í tvennt)
  • 1 mars stykki skorið í litla bita (má sleppa)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Raðaði svo toppunum og berjum ofan á.

By Heidi Ola ;p

Langt síðan ég hef sett inn feita köku!! Fyrsti hittingur eftir sumar pásu hjá Fatness saumaklúbbnum var á sunnudaginn og fannst mér kjörið tækifræri til að prófa eitthvað nýtt og eins og þið hafið kannski tekið eftir þá finnst mér allt með lakkrís gott og ákvað að prófa eina nýja maregs köku, þetta var fyrsta tilraun og heppnaðist bara rosalega vel…..namm :P[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 120°C

Lakkrís marengs

  • 3 dl sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 3 bollar Rice Krispies
  • 1-2 tsk Svartur matarlitur
  • 2 tsk Fínt Lakrids powder eða milja grófa niður, (notaði frá Johan Bulow)

Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svörtum matarlit efrir smekk útí, og  þar til marengsinn verður vel stífur. Bætið þá Rice Krispies varlega saman við og með sleikju.
Mér finnst best að klæða svo tvö bökunarform sirka 26cm að innan með álpappír. Smyrja marengsinum fallega í formin og baka við 120 gráður í 60 mín og látið kólna í ofninum. Það er mjög snyðugt að gera botana svolítið áður en á að nota þá jafnvel nokkrum dögum áður þeir geymast vel.

Rjómi á milli og ofan á

  • 1 stór og 1 lítill peli af rjóma
  • 180gr Marabou salt lakkrís súkkulaði sakað niður

Þeyta rjómann, saxna súkkulaði niður og hella saman við. Rjómi settur á milli og geymið smá til að setja ofan á.  Alltaf  best að setja rjóman á daginn áður eða snemma morguns sama dag og þú berð þá fram svo kakan nái að ryðja sig.

Setti svo karmellu popp með lakkrís ofan á frá Ástrík (fékk það í Jóa Fel bakarí)IMG_1574IMG_1588IMG_1577

Made by Heidi Ola 😛

Ég fór í bleikt Baby shower á dögunum og áhvað að gera tilraun og baka bleika marengs tertu í fyrsta skiptið og tókst það bara svona rosalega vel til bæði góð og falleg 🙂  Setti hindeber í rjómann á milli og súkkulaði krem og mini eggs ofan á hana. Tilvalin sem páska desert eða með páska kaffinu hægt að hafa hana í hvaða lit sem er eða bara hvíta :)[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs:

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • Bleikur matarlitur (ég notaði frá Wilton sem heitir Rose)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Setjið þá smá matarlit saman við betra að setja minna í einu og finna til þann lit sem maður er að leita eftir. Ég var að gera köku fyrir bleikt Baby Shower og vildi fá frekar baby bleikan svo ég setti bara lítið í einu þar til ég var sátt við litinn, þar sem það kemur rosalega mikill litur bara rétt af hnífsoddi í einu.
Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Rjómi með hindberjum á milli:

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 bolli Hindber hrærð saman við (getið notað frosin ber)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Skreytti svo með Mini eggs
IMG_4305IMG_4363IMG_4358
Made by Heidi Ola 😉

Ein af mínum bestu vinkonum Kristbjörg á von á barni með Aron sínum 🙂 Og héldu þau smá boð eða baby reveal eins og það er kallað erlendis þar sem þau tilkynntu kynið fyrir nánustu ættingjum og vinum þar síðsutu helgi. Og allir bíða enn spenntir eftir að fá að sjá inní kökuna sem ég gerði…“It´s a…“
[do_widget „Featured Image“] IMG_8370

Uppskrift:

Kaka:

340gr ósaltað smjör
2 bollar sykur
5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
1 ½ tsk vanilludropar
½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
3 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 bolli mjólk
Bláan Gel matarlit (notaði alveg um 20 dropa af sky blue, setti bara þangað til ég var orðin ánægð með litinn)

1. Hitið ofin í 180 gráður. Spreyið 3x kökuform að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör.
2. Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjahvítunum útí.
3. Setjið öll þurrefnin saman í skál.
4. Bætið þurrefnunum útí eggjahvíturnar og sykurinn ásamt mjólkinni.
5. Síðast bætið matarlitnum útí.
6. Hellið svo deiginu jafnt í öll 3 formin og bakið í 15-20 mín.

Smjörkrem: (stór uppskrift, fer á milli, yfir alla efri og neðri kökuna)
250gr smjör (mjúkt)
1000gr flórsykur (2pakkar)
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk sýróp

Neðri kakan voru 2 Rice Krispies botnar með salted caramel á milli:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
200 g Mars súkkulaði
8 msk síróp
10 bollar Rice Krispies
*Sölt karamella á milli:
Sjá: *http://www.heidiola.is/sukkuladikaka-med-saltri-karamellu-grofukakan/

Svo setti ég hvítan sykurmassa (fondant) yfir þær báðar, bláa kakan var svo sett varlega ofa á hina. Við Kristbjörg hjálpuðumst svo við að skreyta hana svona sætt, vorum reyndar búnar að gera skrautið (betra að skrautuð fái að harðna smá, svo gott að gera það nokkurum dögum áður) og kláruðum að setja hana alla saman á laugardeginum. Boðið var svo að sunnudegiunum. Þetta tók sinn tíma, en vá hvað þetta var gaman og við vorum svo glaðar með útkomuna 🙂 Kristbjörg sýndi mér svo alveg nýja hlið á sér og var alveg með „touchið“ í skreytingunum 🙂
Við gerðum líka cake pops pinna með blárri köku inní og hafði ég rjómaosta krem saman við þá og þeim dýft í hvítt súkkulaði 😛
IMG_8309

Made by Heidi Ola og Kris J 😉