Tag Archives: bleik

Ég fór í bleikt Baby shower á dögunum og áhvað að gera tilraun og baka bleika marengs tertu í fyrsta skiptið og tókst það bara svona rosalega vel til bæði góð og falleg 🙂  Setti hindeber í rjómann á milli og súkkulaði krem og mini eggs ofan á hana. Tilvalin sem páska desert eða með páska kaffinu hægt að hafa hana í hvaða lit sem er eða bara hvíta :)[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs:

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • Bleikur matarlitur (ég notaði frá Wilton sem heitir Rose)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Setjið þá smá matarlit saman við betra að setja minna í einu og finna til þann lit sem maður er að leita eftir. Ég var að gera köku fyrir bleikt Baby Shower og vildi fá frekar baby bleikan svo ég setti bara lítið í einu þar til ég var sátt við litinn, þar sem það kemur rosalega mikill litur bara rétt af hnífsoddi í einu.
Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Rjómi með hindberjum á milli:

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 bolli Hindber hrærð saman við (getið notað frosin ber)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Skreytti svo með Mini eggs
IMG_4305IMG_4363IMG_4358
Made by Heidi Ola 😉