Tag Archives: kaka

Ein af mínum bestu vinkonum Kristbjörg á von á barni með Aron sínum 🙂 Og héldu þau smá boð eða baby reveal eins og það er kallað erlendis þar sem þau tilkynntu kynið fyrir nánustu ættingjum og vinum þar síðsutu helgi. Og allir bíða enn spenntir eftir að fá að sjá inní kökuna sem ég gerði…“It´s a…“
[do_widget „Featured Image“] IMG_8370

Uppskrift:

Kaka:

340gr ósaltað smjör
2 bollar sykur
5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
1 ½ tsk vanilludropar
½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
3 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 bolli mjólk
Bláan Gel matarlit (notaði alveg um 20 dropa af sky blue, setti bara þangað til ég var orðin ánægð með litinn)

1. Hitið ofin í 180 gráður. Spreyið 3x kökuform að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör.
2. Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjahvítunum útí.
3. Setjið öll þurrefnin saman í skál.
4. Bætið þurrefnunum útí eggjahvíturnar og sykurinn ásamt mjólkinni.
5. Síðast bætið matarlitnum útí.
6. Hellið svo deiginu jafnt í öll 3 formin og bakið í 15-20 mín.

Smjörkrem: (stór uppskrift, fer á milli, yfir alla efri og neðri kökuna)
250gr smjör (mjúkt)
1000gr flórsykur (2pakkar)
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk sýróp

Neðri kakan voru 2 Rice Krispies botnar með salted caramel á milli:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
200 g Mars súkkulaði
8 msk síróp
10 bollar Rice Krispies
*Sölt karamella á milli:
Sjá: *http://www.heidiola.is/sukkuladikaka-med-saltri-karamellu-grofukakan/

Svo setti ég hvítan sykurmassa (fondant) yfir þær báðar, bláa kakan var svo sett varlega ofa á hina. Við Kristbjörg hjálpuðumst svo við að skreyta hana svona sætt, vorum reyndar búnar að gera skrautið (betra að skrautuð fái að harðna smá, svo gott að gera það nokkurum dögum áður) og kláruðum að setja hana alla saman á laugardeginum. Boðið var svo að sunnudegiunum. Þetta tók sinn tíma, en vá hvað þetta var gaman og við vorum svo glaðar með útkomuna 🙂 Kristbjörg sýndi mér svo alveg nýja hlið á sér og var alveg með „touchið“ í skreytingunum 🙂
Við gerðum líka cake pops pinna með blárri köku inní og hafði ég rjómaosta krem saman við þá og þeim dýft í hvítt súkkulaði 😛
IMG_8309

Made by Heidi Ola og Kris J 😉