Tag Archives: surkinmelis

Í dag bakaði ég bæði sykurlaust fjölkorna brauð og sykulausa súkkulaðiköku frá Sukrin. Brauð mixið frá Sukrin kemur í pakka og það eina sem þarf að bæta við er 3dl vatn, álform fylgir með, ég setti það reyndar í lengara form þar sem mig langaði að ná fleiri sneiðum úr því, ég hef líka pófað að gera litlar brauðbollur úr mixinu. Ótrúlega gott heitt úr ofninum með smjöri og osti 😛

Súkkulaðikakan er álíka einföld, það eina sem þarf að bæta við mixið er, egg, olía og vatn. Hún kom virkilega á óvart. Ég hafði reyndar aldrei gert sykurlaust glassúr eða súkkulaðikrem áður en það má líka bara strá Sukrin flórsykri yfir hana. Ég gerði tilraun á kremi sem heppnaðist bara mjög vel.

Lágkolvetna brauð

  • Sólblóma og graskerafræ
  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Leiðbeiningar:
Stillið ofninn á 175 °C.

Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form. Ég setti í lengra form og bakaði því í 50 mín.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 80 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.
IMG_1986

Tekið af sukrin.is     http://sukrin.com/is/low-carb-bread/about/

Sykurlaus súkkulaði kaka

  • Hver sneið 160kcal
  • Kakan inniheldur smá hveiti og glútein. En er aðlega möndlumjöl og trefjar, svo hún er low-carb.
  • Tvisvar sinnum meira prótein en í venjulegri súkkulaði köku.
  • Engin sykur.

Leiðbeiningar:

Stillið ofnin á 175 °C.

Mixið sett í skál, 3 egg, 1 dl olía og 3dl vatn bætt saman við, hrært, helt í bökunarform sem ég smurði með smjöri að innan.  Bakað í 25 mín.

Sykurlaust súkkulaði krem.

  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk kakó
  • 1 msk Sukrin flórsykur (Sukrin melis)
  • 1 msk Sukrin sýróp
  • 80 gr sykurlaust súkklaði, ég átti til Sukrin súkkulaði en hægt að nota hvaða sykurlausa súkkulaði sem er og má líka sleppa.

 

Bræddi saman yfir vatnsbaði. Hellti yfir kökuna og stráði kókosmjöl yfir (má sleppa).  Bar fram fram með rjóma, örugglega gott að hafa fersk ber með líka.IMG_1985

By Heidi Ola