Þjóðhátíðarterta

Ég skellti í eitt stikki Þjóhátíðar súkkulaði tertu með rjóma á 17 júní. Þessi terta passar vel í hvaða boð sem er og hægt að skreyta hana eins og þið viljið og nota þá ávexti sem ykkur langar. Ég bar hana fram sem eftirrétt með vanilluís og mund segja að hún væri frekar sumarleg og fersk með öllum berjunum.

Stillið ofnin á 175 gráður (blástur) og smyrjið 2 24cm smelluform að innan með smjöri.

Kökubotnar

  • 150 g smjör
    200 g Dökkt súkkulaði
    3 stk egg
    2 dl sykur
    1 tsk vanillusykur
    2 dl hveiti
    1/2 tsk lyftiduft

Bræðið smjör í potti. Skerið súkkulaði í bita og bætið útí. Hrærið með sleif. Passið að hita samt alls ekki of mikið því þá getur smjörið farið í kekki. Bætið svo við einu eggi í einu.

Blandið þurrefninunum saman í aðra skál, hveiti, sykur, vanillusykur og lyftiduft.
Hellið þurrefnunum varlega í smá skömmtum útí súkkulaðiblönduna og hrærið vel saman með písk.
Hellið deiginu í jafnt í formin og bakið í 20-30 mín, fylgist vel með þeim, þeir eiga að vera smá blautir inní. Látið þá svo kólna alveg áður en þið setjið rómann og kremið á.

Rjómi og fylling á milli

  • 5 dl rjómi (þeyttur)
    1 dl sirka af jarðaberjum
    1 dl sirka af bláberjum
    1 dl sirka af hindberjum

Þeytið rjómann og skerið jarðaberin aðeins niður, ég hafði hin berin bara í heilu.

Súkkulaðihjúpur

  • 200 g dökkt súkkulaði
    1 dl rjómi
    1/2 dl vatn
    2 msk sykur
    1 msk smjör

Skerið súkkulaði í bita og bræðið ásamt smjöri í potti á vægum hita eða setjið í vatnsbað. Setjið saman í annan pott rjóma, sykur og vatn og látið suðuna koma rétt upp en passið hræra stanslaust, rjóminn getur annars brunnið auðveldlega við. En með þessu verður kremið svona súkkulaði karamella. Hellið súkkulaðinu svo varlega saman við og hrærið vel. Látið kremið svo kólna áður en þið hellið því yfir kökuna.

Þegar þið setjið kökuna saman þá passa að geyma smá af rjómanum til að setja á toppinn yfir súkkulaði hjúpin.

Made by Heidi Ola 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *