Haframúffur með jarðaberja og eplamauki.

Hér uppskrift sem ég gerði um daginn og var birt á mbl.is en þetta eru ofureinfaldar haframúffur og tilvaldar til að grípa með sér í nesti á morgnanna eða smyrja nýbakaðar og hollur biti til að gefa litlu krílunum.

 

Haframúff­ur Heidi 

Hitið ofn­inn í 200°.

  • 2 stappaðir ban­an­ar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 2 egg
  • 8-10 boll­ar af höfr­um (fer svo­lítið eft­ir hversu stór­ir ban­an­arn­ir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt) Ég nota hafra frá Til ham­ingju.
  • 1 Ella´s Kitchen-barna­mauksskvísa með Straw­berries + app­les (getið notað hvaða bragð sem þið viljið).
  • 1 dl Ab-mjólk, ég nota laktósa­fría frá Örnu.
  • 2 msk. Sukrin Gold-púður­syk­ur – gott úr­val af syk­urstaðgengl­um í Nettó.
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Stappið ban­ana sam­an og setjið í skál, setjið svo öll hin inn­halds­efn­in út í og hrærið með sleif eða í hræri­vél.
  2. Setjið í muff­ins-pappa­form, silicon eða ál­form (ekki gleyma að spreyja með olíu), getið líka sett í brauðform og þá er þetta eins og eins kon­ar ban­ana­brauð.
  3. Það skemmt­in­lega við þessa upp­skrift er að þið getið í raun bara sett það sem ykk­ur dett­ur í hug hverju sinni út í, t.d. haft aðra bragðteg­und af skvísu, í stað Ab-mjók­ur getið þið notað súr­mjólk eða jóg­úrt, getið notað hvít­an Sukrin-syk­ur og bætt svo því sem ykk­ur dett­ur í hug út í eins og t.d. rús­ín­um, döðlum, chia-fræj­um, kó­kos­mjöli. Svo er hægt að smyrja þær með hverju sem er eins og smjöri, osti eða hnetu­smjöri. Fyr­ir börn sem eru ný­far­in að borða má líka mylja hafr­ana í mat­vinnslu­vél eða mix­ara áður, gera þá fína eins og hveiti.

Hér er öll greinin af mbl.is

https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/10/01/einfalt_kemur_okkur_oft_ansi_langt/?fbclid=IwAR0rJ3RDbrLC4dS8YcjuO1hrtdroWxIfJTwpS76slXsOxVNqK_krViXXV-k

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *