Sagógrjónagrautur

Ég hef alltaf verið mikið fyrir grauta sérstaklega sem krakki. Minn uppáhalds grautur er „Kúlugrautur“ eða Sagógrjónagrautur. Þessi grautur var reglulega í matinn á mínu heimili en ég veit að alls ekki allir þekkja þennan graut. Það er mjög einfallt að gera hann og er í raun bara svipað og að gera grjónagaut.  Krökkum finnst hann yfirleitt mjög góður og skemmtileg áferð á kúlunum en þær bólgna aðeins við eldun. Passar vel í matinn á þessum árstíma því hann er líka smá jólalegur.

Sagógrjónagrautur:

  • 2dl sagógrjón
  • 4-5dl mjólk
  • 2 msk. sykur (ég notaði 1msk Sukrin sykur, það þarf minna af honum).
  • 1 tsk salt
  • 1tsk vanilludropar
  • (rúsínur, val)

Sett í pott og suðan látin koma upp en passa rosalega vel að standa við og hræra vel því mjólkin brennur auðveldlega við. Borin fram með mjólk eða rjóma og kanilsykri, ég geri hann líka úr Sukrin sykri og kanil saman.

Það var erfitt að fá þessi grjón hér á landi um tíma og var ég svo glöð þegar ég sá að þau voru til frá merkinu Til hamingju sem er Íslensk framleiðsla.
Þessi færsla er í samstarfi með Til hamingju.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *