Flokkur: Heilsa

Hér uppskrift sem ég gerði um daginn og var birt á mbl.is en þetta eru ofureinfaldar haframúffur og tilvaldar til að grípa með sér í nesti á morgnanna eða smyrja nýbakaðar og hollur biti til að gefa litlu krílunum.

 

Haframúff­ur Heidi 

Hitið ofn­inn í 200°.

  • 2 stappaðir ban­an­ar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 2 egg
  • 8-10 boll­ar af höfr­um (fer svo­lítið eft­ir hversu stór­ir ban­an­arn­ir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt) Ég nota hafra frá Til ham­ingju.
  • 1 Ella´s Kitchen-barna­mauksskvísa með Straw­berries + app­les (getið notað hvaða bragð sem þið viljið).
  • 1 dl Ab-mjólk, ég nota laktósa­fría frá Örnu.
  • 2 msk. Sukrin Gold-púður­syk­ur – gott úr­val af syk­urstaðgengl­um í Nettó.
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Stappið ban­ana sam­an og setjið í skál, setjið svo öll hin inn­halds­efn­in út í og hrærið með sleif eða í hræri­vél.
  2. Setjið í muff­ins-pappa­form, silicon eða ál­form (ekki gleyma að spreyja með olíu), getið líka sett í brauðform og þá er þetta eins og eins kon­ar ban­ana­brauð.
  3. Það skemmt­in­lega við þessa upp­skrift er að þið getið í raun bara sett það sem ykk­ur dett­ur í hug hverju sinni út í, t.d. haft aðra bragðteg­und af skvísu, í stað Ab-mjók­ur getið þið notað súr­mjólk eða jóg­úrt, getið notað hvít­an Sukrin-syk­ur og bætt svo því sem ykk­ur dett­ur í hug út í eins og t.d. rús­ín­um, döðlum, chia-fræj­um, kó­kos­mjöli. Svo er hægt að smyrja þær með hverju sem er eins og smjöri, osti eða hnetu­smjöri. Fyr­ir börn sem eru ný­far­in að borða má líka mylja hafr­ana í mat­vinnslu­vél eða mix­ara áður, gera þá fína eins og hveiti.

Hér er öll greinin af mbl.is

https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/10/01/einfalt_kemur_okkur_oft_ansi_langt/?fbclid=IwAR0rJ3RDbrLC4dS8YcjuO1hrtdroWxIfJTwpS76slXsOxVNqK_krViXXV-k

Það skiptir miklu máli að hugsa vel um líkamann sinn. Stunda reglulega líkamsrækt, borða hollt og síðast en ekki síst er góður svefn okkur gríðarlega mikilvægur!
Ég hafði ekki sofið vel í langann tíma og var alltaf að kvarta yfir að geta ekki lengur sofið á hliðinni því þá fékk ég verk í mjaðmirnar og öxlina. Ég gat bara sofið alveg á bakinu og alltaf með stífan háls. Ég fékk mér nýtt rúm í haust og sef nú loksins vel alla nóttina og er alveg hætt að bilta mér.
Ég skoðaði og prófaði rúm í öllum helstu verslunum bæjarins vel og lengi. Lokaniðurstaðan var Dr.Breus rúm frá Rekkjunni sem er svæðaskipt með þrýstijöfnun og heldur jöfnum hita alla nóttina. Ég gæti ekki verið ánægðari og núna get ég legið hvernig sem mér sýnist og sef eins og engill 🙂 Mæli með að allir hugsi vel um það í hvernig rúmi þeir sofa. Við eigum bara einn líkama og eyðum t.d meiri tíma af ævinni í rúminu heldur í bílnum okkar svo vandið valið vel.[do_widget „Featured Image“]By Heidi Ola;)

Ég fór í hnikk í dag til Magna kírópraktors en ég er búin að fara reglulega til þeirra hjá Kírópraktorastofu Íslands síðan árið 2012 en þá var ég búin að vera undir miklu álagi af æfingum en ég keppti alls 7 sinnum það ár og var í smá erfiðleikum með miklar bólgur í efstu hryggjaliðunum. Ég hef farið reglulega til þeirra og hafa þeir hjálpað mér heilmikið og mæli ég hiklaust með þeim.

Ég mundi alls ekki að segja að hnikking séu eingöngu fyrir þá sem æfa mikið, heldur mundi ég segja að það sé nauðsynlegt fyrir alla að láta athuga líkamann sinn þ.e. hvort allt sé í lagi, við erum jú öll misjöfn. Ég vinn sjálf með líkamann á fólki og það er algengt að fólk kvarti undan verkjum og beiti sér sjáanlega ekki rétt. Til dæmis fólk sem vinnur við tölvur allan daginn er mikið með verki í hálsi og músahendin stíf. Margir með annan fótin styttri, smá mjaðamskekku eða hálsskekkju sem það veit jafnvel ekki af. Það er vert að láta athuga sig, við höfum jú bara einn líkama og eigum að hugsa vel um hann.[do_widget „Featured Image“] IMG_0040

IMG_0041Fyrsti koma til Kírópraktorasofu Íslands byjar á myndgreiningu á hrygg með röntgenmynd.

Blogg by Heidi Ola;)