Flokkur: blogg

Í byrjun árs setja margir sér einhverskonar markmið. Vilja gera eitthvað nýtt, öðruvísi eða verða betri í einhverju.
Fyrir tveimur árum síðan fór ég á Dale Carnegie námskeið og komst að allskonar nýju um sjálfa mig sem hefur hjálpað mér að efla sjálfstraustið. Ég komst að hlutum sem ég hafði kannski ekki sérstaklega spáð í áður en veit að munu nýtast mér í framtíðinni. Ég hef látið verða af hlutum sem mig langar að gera og framkvæmt meira.
Sjálfstraust er að þora að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Við erum oft svo vön að gera það sem okkur þykir þægilegt og kunnuglegt að það getur verið „scary“ að gera eitthvað öðruvísi. Þegar maður prófar, tekur áskorun og það gengur upp þá styrkir það sjálfstraustið.

Alveg eins og í ræktinni; ef við höngum bara á hlaupabrettinu og lyftum aldrei lóðum þá styrkjum við ekki mikilvæga vöðva í efri hluta líkamans. Það getur verið erfitt að breyta rútínunni sinni en þegar vel tekst til þá verður maður sterkari og fjölhæfari. Sjálfstraustið okkar virkar svipað. Með því að gera litlar breytingar á hegðun getum við fengið allt aðra og betri útkomu.

Margir halda að Dale Carnegie sé bara fyrir feimið fólk og þegar ég sagði frá því að ég væri á svona námskeiði urðu flestir hissa því ég virka ekki beint feimin en þetta er alls ekki bara fyrir feimið fólk eða fólk sem ætlar að læra halda ræður eins og ég sjálf hélt fyrst. Ég var mjög stessuð fyrir hvern tíma og vissi ekki hvað ég var búin að koma mér útí eftir fyrsta tímann en vá hvað mér leið vel eftir hvern tíma eftir það og var ánægð með mig. Tilfinningin þegar ég kláraði námskeiðið var svipuð og sigurvíma ég var einhvernvegin á bleiku skýi í nokkra daga 🙂 Ég mæli hiklaust með Dale Carnegie.

Stígðu útfyrir þægindarammann á nýju ári og finndu sjálfstraustið aukast.

Mér var boðið að koma í heimsókn í Geysir Heima á Skólavörðustíg 12 en það er 3 Geysis búðin á Skólavörðustíg og er svona meira heimilis og gjafavörubúð.

Geysir er með hátíðartilboð í gangi í aðventunni sem eru sniðug í jólagjafir, t.d. ekta falleg ullarteppi í allskonar litum og munstrum, handklæði, sængurver úr 100% bómull og ilmkerti.

Rosalega margt fallegt til ég valdi mér teppi, handklæði og kerti með Hátíðarilm sem er eins og lykt af jólunum 🙂 Mamma var með mér en við vorum í jólastússi saman og keypti hún sér ótrúlega töff blaðagrind sem er Ítölsk hönnun.


Kósý kvöld með hátíðarilm og Heimi sem er að fíla nýja ullarteppið enda er það alveg í hans litum 🙂

Mig langar mikið í eitthvað ferkst, létt og hollt þessa dagana. Eftir að ég varð ólétt hef ég fengið allskonar crave og það nýjsta er Local salat og vel ég yfirleitt sjálf í það en var að prófa í fyrsta skipti um daginn salatið Strawberry fields það er ekkert smá ferkst og gott í því er hvítlaukskjúklingur, jarðaber, vínber, mangó, parmesan ostur, nachos flögur með Pesto dressingu.Elli fékk sér salat sem heitir Spicy Beef sem mér finnst líka mjög gott 😛

Tími ekki að pakka niður jólunum….ég er mikið jólabarn og ætli ég hafi það ekki mikið frá mömmu og ömmu minni, mikið skreytt og mikið bakað. Ég á allsonar jólaskraut bæði gamalt og nýtt og blanda því smá saman, þótt ég hafi síðasu ár viljað hafa skrautið meira bara plane og hvítt þema. Við erum að fara halda smá jóla brunch boð fyrir fjölsylduna á morgun og ætla ég því að lofa skrautinu að vera uppi yfir helgina 🙂
img_0098Aðventukransinn, mjög einfaldur skálin er úr LSA línunni og bambarnir fást bæði í Heimahúsinu. Kertastjakinn er úr Epal og tölustafina fékk ég í Garðheimum.
img_0335Heimir Erlendsson fékk séríu á fallega Tjaldið sitt frá Petit.is (serían er úr Garðheimum)
img_1572Þetta fallega hreindýr fékk ég á heilsölu fyrir nokkrum árum og hef ég það stundum uppi allt árið, en það fékk loðfeld á sig í ár, en keypti ég hann í búð í bandaríkjunum og er þetta til að setja um hálsin á vínflösku.
img_0480Heimir dekur hundur fékk í skóinn í desember, mjög glaður 🙂 Hann á sinn eigin jólasokk sem er úr Garðheimum og er fyrir hunda.
[do_widget „Featured Image“] jólatéið mitt, hvítt og silfur þema, brúnir pakkar, pappír og pakka sakraut úr IKEA.
img_1093Fallegu glerkrukkunar mínar frá LAS línunni frá Heimahúsinu ásamt loðpokanum um flöskuna. Járn boxin úr IKEA.
img_1276„Þartu allta að taka mynd af mér“
img_1471Svona kósý hefur Heimir haft það í jólafríinu
img_1558Borðið gerði ég sjálf úr vöru palletum sem ég pússaði aðeins til, málaði, setti dekk undir og lét smíða gler ofan á, glerið er frá Glerborg. Bakkinn er frá Riverdale, Heimahúsinu og bjallan með jólaréið á toppnum er fá House Doctor og fékk ég hann í Fakó Verzlun.

Ekki vera týpan sem endist bara út janúar í átaki!! Á ennþá nokkur laus pláss í einkaþjálfun og fjarþjálfun í febrúar. Vertu komin með six-pack fyrir sumarið 😉 Sendu mér línu og pantaðu núna á heidiola@ifitness.is
Ég tek að mér bæði einkaþjálfun eða 2-4 saman, býð líka upp á fjarþjálfun. Innifalið er æfingarplan, matarplan og matardagbók sem ég fer svo fer yfir og við finnum út saman hvað hentar þér best. Ég legg mikið upp úr því að kenna kúnnunum mínum að hreyfa sig rétt og borða hollt án þess þó að fara í algjöra megrun.

Ps: Það er ekki lengur hægt að sækja frítt æfingaplan á síðuna. Síðasti dagurinn fyrir það var 31.jan.
[do_widget „Featured Image“] kv. Heidi Ola 😉

Ég heiti Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og er oftast kölluð Heiða. Ég hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í Laugum síðan ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2011. Hef ég keppt á fjölmörgum fitness mótum bæði hér heima og erlendis í bikini fitness flokk unnið til margra titla þar á meðal var ég Heimsbikarmeistari árið 2012. Það er ein af ástæðunum að ég er kölluð Heidi Ola líka þar sem þeim erlendis finnst ómögulegt að bera fram nafnið mitt.

Ég er í fullu starfi sem þjálfari og tek að mér bæði einkaþjálfun 1-4 saman og einnig fjarþjálfun, þar sem ég geri æfingarplan og matarplan og hitti viðkomandi og mæli.  Fer einnig yfir matardagbækur. Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem henni við kemur og þá einna helst hollt mataræði sem skipir jú 80% máli og set ég uppskriftir af því sem ég hef verið að gera hér inná síðuna mína og er einnig með opið snapchat: heidifitfarmer þar sem ég reyni að vera dugleg að setja inn hugmyndir af hollum mat.

Æfingarplanið er 4 vikur og þú getur prentað það út ef þú vilt og merkt alltaf inná eftir hvert sett þyngdina sem þú tókst og haldið þannig utan um hvað þú náðir að bæta þig í hverri viku.

Flestar æfingarnar getur þú gert í supersetti, það þýðir gera 2 æfingar í röð og svo 1 mín pása á milli. Ég setti ég sama lit við 2 æfingar í röð þar sem það á við. Þá er meiri hraði á æfingunni og þú brennir meira.

Einnig setti ég interval spretti inná milli æfinganna til að ná enn meiri brennslu og í lokin. Interval er ein besta brennsla sem þú fengið á sem skemmstum tíma. Interval snýst um að ná púlsinum upp og niður til skiptis og veldur það eftirbruna eftir æfinguna. Ef þú treystir þér ekki í að hlaupa eða getur ekki hlaupið þá má alveg taka interval á öðrum brennslutækjum t.d. stigavélinni, hjóla, skíða, taka róður á róðarvélinni og gera þá hratt og hægt til skiptis. Má líka hafa með sér sippuband og sippa á milli.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar.
heidiola@ifitness.is

Takk kærlega fyrir þáttökuna. Gaman að sjá hvað margir nýttu sér fría æfignarplanið frá mér 🙂 (var í samstarfi með tilboði hjá Heimkaup á Polar æfingarúrum frá 24-31jan)
[do_widget „Featured Image“]

Byrjaði að hanna og smíða hillu um daginn og lofaði að pósta myndum þegar hún væri tilbúin. Ég byrjaði á að kaupa eikar planka í Efnissölunni í Kópavogi síðan lögðu margir góðir hönd á plógin 🙂 Pabbi setti plankann í gegnum þyktarhefil, ég pússaði hann svo og bar á hann olíu.  Afi smíðaði fætur úr járni og Elli kærastinn minn sá um að sprauta þær og hjálpa mér svo að setja plötuna á. Hillan er nú klár og komin upp heima og við erum mjög sátt með loka útkomuna 🙂
[do_widget „Featured Image“] IMG_1114IMG_1650IMG_1653IMG_1670IMG_1495IMG_1499IMG_1532IMG_1533IMG_1601

Sjómannadagurinn var síðast liðin sunnudag 7júní og þessa helgi fer ég oftast vestur á Patró (Patreksfjörð) á mínar æskuslóðir. Ólst þar upp til 6 ára aldri, elskaði svo að vera þar öll sumur hjá ömmu og afa fram eftir unglinsaldri og ég veit ekkert betra en að fara þangað til að hlaða batteríinn og slaka á í fallega sjávarþorpinu við Patreksfjörðin. En þessa helgi er alltaf miklil hátíð á Patró og gaman að koma, þá koma margir burtfluttir vestur í gamla þorpið sitt sem kallar á okkur með fjallafegurð sinni. Ég fór með Ella kærastanum mínum og auðvitað kom Heimir hundur með 🙂 og fjölskyldan mín <3
IMG_3300IMG_3294IMG_3299Auðvitað fengu eggjabændurnir sér svartfuglsegg 😛 namm en það er eitt það besta sem ég veit, og eru þau bara fáanleg á þessum tíma árs og bíð ég alltaf spennt 🙂imageÉg og Heimir að fá okkur fiskisúpu 🙂image-4image-5IMG_3321IMG_3336IMG_3331IMG_3342image-2IMG_3439
Ég fór og með Ella, Heimir og Víðir bróðir inn á Rauðasand en ég mundi segja það vera eina flottustu nátturperlu Íslands.

Blog by Heidi Ola 😉

Ég er mikið páskabarn. Síðstu ár hef ég annahvort verið að keppa sjálf eða hjálpa öðrum á Íslandsmótinu í Fitness sem er alltaf haldið um páskana.Því fylgir mikil stemming og það er ekkert mikið minni spenna og stress að hjálpa öðrum. Ég elska að geta deilt reynslu minni með þeim sem ég þjálfa :). Ég var að þjálfa 2 stelpur sem kepptu báðar í -163cm þeim gekk báðum mjög vel. Lára var að keppa í fyrsta skitpi og hafnði í 4 sæti og Eydís í 6 sæti. Ég var svo einnig búin að vera að kenna þó nokkuð mörgum stelpum pósur bæði einkatímum og á pósunámskeiði Iceland Fitness. Helginni er ég svo búin að eyða með fjölskyldunni, kærastanum og hundinum Heimi í bústaðnum okkar. Við erum búin að hafa það mjög kósý og borða góðan mat. Vorum að enda við þessa dýrindis mátið, eitt það besta sem ég hef fengið! Elduðum endur úr sveitnni okkar. Ég mun pósta uppskriftinni af þeim síðar:). Ég bakaði páska cup cakes til að hafa með kaffinu og færði líka stelpunum mínum sem voru að keppa en ég var búin að lofa þeim köku eftir mót 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

Páska Gulróta cup cakes:

 • 1 1/2 Bolli matarolía
 • 3 Bollar Rifnar gulrætur
 • 2 Bollar púðursykur
 • 4 Egg
 • 2 Bollar hveiti
 • 2 tsk. Matarsódi
 • 1 tsk. Salt
 • 2 tsk. Kanill
 • 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
 • 150gr hvítt súkkulaði, saxað frekar gróflega.

Þeytið saman egg og sykur, bætið gultótunum saman við. Setjið þurrefnin saman í sér skál og bætið svo saman við eggjahræruna. Dreyfið í muffinsform, ég notaði 2 skeiðar þar sem deygið er mjög blautt. Bakað við 170 °C í 20-30 mín.

Rjómaosta smjörkrem:

 • 500 gr Flórsykur
 • 200 gr Smjör (við stofuhita)
 • 400 gr  eða 2 stk. Hreinn Philadelphia rjómaostur (ég notaði létt)
 • 2 tsk vanilludropar
 • 6 dropar sítrónusafi

Öllu hrært saman, gott að setja það smá í kælir á milli svo það sé ekki of lint þegar því er svo sprutað á. Passið líka að kæla kökunar vel áður svo kremið leki ekki til. Ég nota einnota sprautupoka og breiðan, rifflaðan sprautu stút.

Ég skreytti svo með bræddu súkkulaði og páska M&M sem fékk frá USA og er með hvítu súkkulaði 🙂
IMG_1517Dásamlega mjúkar og góðar.
1780235_672948659478554_4481073917231737088_oStórglæsilegur flokkur Model fitness -163cm.
IMG_1538Allir spenntir á leiðinni í sveitina:)
IMG_1555Gaman úti að leika:)
IMG_1577Hann elsku Heimir okkar fékk svo glaður með páskaeggið sitt, sleikti það allt fyrst og réðst svo á það 😛
IMG_1581Eg keypti eggið í dýrabúð úti í UK og er það sérstaklega fyrir hunda, sykurlaust og glúteinlaust.
IMG_1592Við fjölsyldan páskuðum svo alveg yfir okkur í súkkulaðinu!!!
IMG_1606-2„Páskaöndin“
IMG_1609-2Eitt besta sem ég hef smakkað! Aliönd frá honum Ella mínum, elduð eftir uppskrift frá Jóa Fel.

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉