1 árs afmæli Ólafs Elí

Litli prinsinn okkar hann Ólafur Elí varð 1 árs núna 30 apríl. Við héldum uppá það sunnudaginn 29 apríl með veislu heima hjá ömmu hans og afa. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og marga vini svo íbúðin okkar var ekki nógu stór fyrir þann fjölda gesta. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að halda veislur 🙂 Mér finnst allt í kringum það að halda veislur skemmtilegt: að plana, ákveða þema, skreyta og baka. Ég gæti vel hugsað mér að vinna við það að plana veislur 🙂 Ég var búin að ákveða þemað fyrir afmælið hans fyrir löngu. Ætli hann hafi ekki bara verið nokkra vikna því ég man að það var ekki búið að skíra hann. Hugmyndin af sailor þemanu kom eiginlega af því mig hafði allaf langað til að hann ætti matrósaföt þar sem bæði ég og bróðir minn áttum matrósaföt þegar við vorum á svipuðum aldri. Ólafur Elí var skírður á sjómannadaginn í fyrra og ég ætlaði að hafa þetta þema þá en ákvað svo að bíða með þar til ég gæti haft hann í matrósafötum. Það var ekki mikið til í þessu þema hér heima en ég hef það á tilfinningunni að þetta sé að koma sterkt inn núna þar sem ég sé ekkert nema barnaföt með akkerum og skútum á í búðum núna. Ég hef alltaf verið veik fyrir svona navy bláu og röndóttu, og ekki skemmir fyrir að Elli á bát og afi hans á skútu svo við eigum örugglega eftir að ganga enn lengra með þetta þema í sumar og fara í siglinu í outfitinu 🙂 hahaÉg pantaði matrósafötin á Ólaf Elí á netinu. Fötin á okkur keyptu mamma og pabbi á Tenerife um páskana ásamt skipstjórahúfum, björgunarhringjum, vitum úr tré sem við notuðum sem skraut á veisluborðið. Það er svo ótrúlega fallegt að ég get haft það herberginu hans seinna. Pilsið og bolurinn er úr H&M en jakkinn er úr Zöru.


Pabbi fór í fjöru fyrir vestan um daginn og sótti þessar netakúlur fyrir mig og ég spreyjaði þær í þemalitunum með spreyi frá Slippfélaginu.Veislan var kl.14 ákváðum að hafa hana snemma eða beint eftir lúr hjá afmælisbarninu svo hann væri hress og kátur 🙂 Við buðum uppá mexico kjúklingsúpu, brauðrétti, brauðrúllur, osta, ávexti, og kökur. Minn mesti ótti við að halda veislu er að vera ekki með nóg af veitingum! Brauðrétturinn sem við gerðum var einn sá besti sem ég hef smakkað en það er uppskrift fengin af paz.is og er hann með ferskjum, beikoni, skinku, sveppum og camembert.


Afmæliskakan var frá Sætum syndum. Hún var ekki bara falleg heldur líka ótrúlega góð. Fyrir valinu varð súkkukaði kaka með smjörkremi og saltkaramellu.

Krispy Kreme gerði fyrir mig kleinuhringi sem voru eins og björgunarhringir. Það var lítið mál að sérpanta og sækja þá svo nýbaka rétt fyrir veisluna. Ég gerði í fyrsta skiptið bláa marengstertu. Mig hafði lengi langað að prófa og það tókst bara svona ljómandi vel. Ætla setja inn uppskrift í sér færslu.

Ég bakaði kanilhnúta og gerði döðlugott með piparlakkrís kurli, kornflex gott með saltkarmellu súkkulaði og hnetu-döðlugott nokkrum dögum áður og geymdi í frysti. Snúðana hitaði ég upp fyrir veisluna.

Ein af þeim sem ég föndraði sjálf úr pappanum frá Merkingu.

Frænkur hans Ella gerðu fyrir okkur cupcakes með smjörkremi sem ég skreytti með skútu seglum sem ég föndraði sjálf úr pappa sem var prentaður fyrir mig í Merkingu. Ég gerði líka nokkrar fánalengjur úr honum en fánalengjurnar sem eru á borðinu og í glugganum eru fengnar í Húsgagnaheimilinu og eru frá einu af uppáhaldsmerkjunum mínum Kid Consept og ég ætla að hafa þær seinna í herberginu hans.


Nammið í krukkunum eru sambó lakkrís snjóboltar og keikó hlaup fiskar. Dökk bláu diskana fann ég í Partý búðinni, sérvétturnar eru úr Allt í köku, rörin eru úr IKEA og flöskunar eru Froosh flöskur sem ég var búin að safna og setti ég á þær band og Polo nammi eins og „björgunarhringi“ fékk bandið og Polo í Tiger. En eins og segi það var svolítið erfitt að finna í þetta þema hér heima en ég var byrjuð snemma að undirbúa og kaupa svona það sem ég sá að gæti virkað.


Ólafur Elí að fá köku í fyrsta skipti það var nú ekki planið hjá mömmunni en þetta bara gerðist og tala myndinar sýnu máli 🙂 „þetta var svolítið mikið gott“


Afarnir og pabbinn allir með skipstjórahúfur 🙂


Þetta var heldur betur góður dagur og afmælisbarnið alveg í skýjunum!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *