BBQ quesadilla rúllur í ofni

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og slær alltaf í gegn. Ég geri hana alltaf með BBQ sósu núna þar sem við fílum hana betur en gerði áður alltaf með salsa sósu svo það má gera þetta á allskonar vegu og setja það sem ykkur finnst gott á quesadilla inní. En hér kemur svona það sem okkur hefur fundist best.

Hitið ofnin á 200 gráður.

  • 1 bakki af hakki
  • Ég kriddaði hakkið með kriddunum frá SOSO mamma spices og saffron og bætti við smá svörtum pipar, en þið getið notað það kridd sem ykkur dettur í hug.
  • 1 pakki af Tortilla . Mínar uppáhalds eru Corn & Wheat frá Santa Maria, ég var með minni gerðina og náði að setja þetta vel í 5 kökur.
  • 1 dós af gulum baunum
  • 1 dós af nýrnabaunum
  • Rjómostur (mér finnst bestur hreinn rjómostur frá Ostahúsinu sem fæst í Bónus t.d. blá og hvít dós)
  • BBQ sósa eftir smekk ég set alveg örgglega næstum hálfa flösku, og ef ég nota sals sósu þá heila krukku.
  • Rifin ostur og smá nachos flögur á toppinn, ekki verra að hafa svo flögur og smá salat sem meðlæti en þarf ekki.

Ps. Oft steiki ég sveppi og rauðlauk og pressa kannski eitt hvítlauskrif með en ég átti það ekki til í gær og þetta smakkaðis bara svona ljómadi vel án þess, þarf ekki að vera of flókið og finnst litla manninum mínum þetta alveg rosalega gott 🙂

Steikið hakkið á pönnu ég nota kókosolíu á pönnuna, og kridda það svo bara á pönnunni. Bætið svo baunum á pönnuna (sigtið vökvan af þeim), því næst BBQ eða sala sósu yfir allt á pönnunni.

Smyrjið Tortilla kökur með rjómosti alveg vel yfir alla kökuna. Setjið svo vel af hakkblöndunni inní og lokið kökunni og raðið þétt í eldfast mót. Stráið smá rifnum osti yfir og setjið inní ofn í smá stund eða sirka 10 mín þar til osturinn er bráðnaður ég breyti í grill stillingu í lokin til að brúna ostin aðeins betur og fá kökunar svona smá stökkar í kantana. Mil svo niður smá tortilla flögur yfir áður en ég ber fram.

By Heidi Ola

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *