Stólar before and after

Stólana og hliðarborðin áttu amma og afi Ella og eru stólarnir er eftir danska hönnuðinn Hans J. Wegner. Við vorumbúin að vera með annan þeirra heima hjá okkur í nokkur ár þar sem við bjuggum áður og svo þegar við fluttum í nýja og stærri íbúð þá bauðst okkur að fá hinn stólinn á móti og hliðarborðin með. Mig langði til að breyta aðeins til og mála stólana svarta og einnig að láta bólstra pullurnar uppá nýtt þar sem þær voru orðnar frekar lúnar. Ég hef verið í samstarfi með Slippfélaginu í nokkur ár og fór til þeirra og fékk faglega ráðgjöf um hvernig væri best að gera þetta. Mér finnst svo fallegt þegar viðaræðarnar sjást í gegn. Matt svarta áferðin varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því.

Þetta var ekki svo mikið mál. Ég byrjaði á því að fituhreinsa stólana vel með sprittblöndu, þeirri sömu og ég þríf með, matta rétt yfir viðinn með sandpappír, grunna þá með grunni sem heitir Magni sem ég fékk hjá Slippfélaginu ásamt svartri málningu sem heitir Helmi 10 frá merkinu Tikkurila. Ég málaði tvær umferðir með svörtu. Best er að byrja hvolfa stólunum og mála þá fyrst undir og snúa þeim svo við og mála síðan það sem sést mest. Málaði eina umferð og aðra daginn eftir. Málaði borðin með sömu aðferð.

Við tóku miklar pælingar og leit að nýju áklæði á stólana, ég var eiginlega allaf föst á því að hafa þá svarta. Annar stólinn var upprunalega með svörtu áklæði og mig langaði að reyna halda svolítið í upprunalega lúkkið. Ég fékk góð meðmæli með Bólstursmiðjunni í Síðumúla og svo heppilega vildi til að efnið sem ég hafði haft í huga var til á lager.Þar sem svampurinn í pullunum var ekki uppá sitt besta ráðlagði bólstrarinn mér að láta sníða nýjan svamp því þaðmundi marg borga sig til lengri tíma og þá var líka hægt að fá mýkri og betri svamp. Einnig vildi ég halda leður röndinni á saumunum og það var ekkert mál, hann kom með þá hugmynd að hafa tölunar líka í leðri sem kemur einstaklega vel út.

Við erum mjög sátt með útkomuna. Það er eitthvað svo ánægjulegt og skemmtilegt að geta gefið gömlum hlutum nýtt líf, sérstaklega hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *