Flokkur: Home

Stólana og hliðarborðin áttu amma og afi Ella og eru stólarnir er eftir danska hönnuðinn Hans J. Wegner. Við vorumbúin að vera með annan þeirra heima hjá okkur í nokkur ár þar sem við bjuggum áður og svo þegar við fluttum í nýja og stærri íbúð þá bauðst okkur að fá hinn stólinn á móti og hliðarborðin með. Mig langði til að breyta aðeins til og mála stólana svarta og einnig að láta bólstra pullurnar uppá nýtt þar sem þær voru orðnar frekar lúnar. Ég hef verið í samstarfi með Slippfélaginu í nokkur ár og fór til þeirra og fékk faglega ráðgjöf um hvernig væri best að gera þetta. Mér finnst svo fallegt þegar viðaræðarnar sjást í gegn. Matt svarta áferðin varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því.

Þetta var ekki svo mikið mál. Ég byrjaði á því að fituhreinsa stólana vel með sprittblöndu, þeirri sömu og ég þríf með, matta rétt yfir viðinn með sandpappír, grunna þá með grunni sem heitir Magni sem ég fékk hjá Slippfélaginu ásamt svartri málningu sem heitir Helmi 10 frá merkinu Tikkurila. Ég málaði tvær umferðir með svörtu. Best er að byrja hvolfa stólunum og mála þá fyrst undir og snúa þeim svo við og mála síðan það sem sést mest. Málaði eina umferð og aðra daginn eftir. Málaði borðin með sömu aðferð.

Við tóku miklar pælingar og leit að nýju áklæði á stólana, ég var eiginlega allaf föst á því að hafa þá svarta. Annar stólinn var upprunalega með svörtu áklæði og mig langaði að reyna halda svolítið í upprunalega lúkkið. Ég fékk góð meðmæli með Bólstursmiðjunni í Síðumúla og svo heppilega vildi til að efnið sem ég hafði haft í huga var til á lager.Þar sem svampurinn í pullunum var ekki uppá sitt besta ráðlagði bólstrarinn mér að láta sníða nýjan svamp því þaðmundi marg borga sig til lengri tíma og þá var líka hægt að fá mýkri og betri svamp. Einnig vildi ég halda leður röndinni á saumunum og það var ekkert mál, hann kom með þá hugmynd að hafa tölunar líka í leðri sem kemur einstaklega vel út.

Við erum mjög sátt með útkomuna. Það er eitthvað svo ánægjulegt og skemmtilegt að geta gefið gömlum hlutum nýtt líf, sérstaklega hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi.

Ég veit að jólin eru næstum búin, en það er samt smá eftir eða alveg þangað til á þrettándann. Og finnst mér alveg í góðu að hafa kertaljósin og smá séríur áfram á meðan mesta skammdegið gengur yfir.
Mig langaði að deila með ykkur þessum heimatilbúna jólailm sem hún mamma mín er búin að gera frá því ég man eftir mér. Og finnst mér aljört möst núna að hafa svona jólailm á mínu heimili líka yfir jólin. Ég var búin að leita lengi af hinum fullkomna kertabrennara í þetta, því það þarf að vera svolítið stór skálin til að koma öllum sem þarf í ofan í. Mamma er oft með sósuhita fyrir kerti og skál ofan á. Svo fann ég lausina í Hagkaup um daginn. Keypti mér þessa snilldar fallegu fondue skál með kerta hitara og þá get ég notað það fyrir fondue. Notaði hana lika til að bærða súkkulaði í jólabaksturinn 🙂
jólailmur
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift af jólailm:

1 stikki mandarína.
Negul naglar
Möndlur (með eða án híði, gott að mylja þær líka)
Rúsínur
Kanill, dass
Kanil stangir
Jólaglögg (tilbúið í flösku frá Ikea) (má nota líka bara vatn, en þetta er það nýjasta hjá mömmu og setur alveg punktinn yfir ilmin!)

Troðið eins mörgum negul nöglum og þið viljið í mandarínu, setjið möndur, rúsínur, dass af kanil og svo má brjóta kanil stanginar eða hafa þær svona heilar. (þær eru ekki möst) Og helli jólaglöggi svona syrka uppá hálfa mandarínu. Svo er bara kveikt kerti undir og húsið ilmar eins og jólin 🙂

Made by my mom <3