Flokkur: blogg

Ekki vera týpan sem endist bara út janúar í átaki!! Á ennþá nokkur laus pláss í einkaþjálfun og fjarþjálfun í febrúar. Vertu komin með six-pack fyrir sumarið 😉 Sendu mér línu og pantaðu núna á heidiola@ifitness.is
Ég tek að mér bæði einkaþjálfun eða 2-4 saman, býð líka upp á fjarþjálfun. Innifalið er æfingarplan, matarplan og matardagbók sem ég fer svo fer yfir og við finnum út saman hvað hentar þér best. Ég legg mikið upp úr því að kenna kúnnunum mínum að hreyfa sig rétt og borða hollt án þess þó að fara í algjöra megrun.

Ps: Það er ekki lengur hægt að sækja frítt æfingaplan á síðuna. Síðasti dagurinn fyrir það var 31.jan.
[do_widget „Featured Image“] kv. Heidi Ola 😉

Ég heiti Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og er oftast kölluð Heiða. Ég hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í Laugum síðan ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2011. Hef ég keppt á fjölmörgum fitness mótum bæði hér heima og erlendis í bikini fitness flokk unnið til margra titla þar á meðal var ég Heimsbikarmeistari árið 2012. Það er ein af ástæðunum að ég er kölluð Heidi Ola líka þar sem þeim erlendis finnst ómögulegt að bera fram nafnið mitt.

Ég er í fullu starfi sem þjálfari og tek að mér bæði einkaþjálfun 1-4 saman og einnig fjarþjálfun, þar sem ég geri æfingarplan og matarplan og hitti viðkomandi og mæli.  Fer einnig yfir matardagbækur. Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem henni við kemur og þá einna helst hollt mataræði sem skipir jú 80% máli og set ég uppskriftir af því sem ég hef verið að gera hér inná síðuna mína og er einnig með opið snapchat: heidifitfarmer þar sem ég reyni að vera dugleg að setja inn hugmyndir af hollum mat.

Æfingarplanið er 4 vikur og þú getur prentað það út ef þú vilt og merkt alltaf inná eftir hvert sett þyngdina sem þú tókst og haldið þannig utan um hvað þú náðir að bæta þig í hverri viku.

Flestar æfingarnar getur þú gert í supersetti, það þýðir gera 2 æfingar í röð og svo 1 mín pása á milli. Ég setti ég sama lit við 2 æfingar í röð þar sem það á við. Þá er meiri hraði á æfingunni og þú brennir meira.

Einnig setti ég interval spretti inná milli æfinganna til að ná enn meiri brennslu og í lokin. Interval er ein besta brennsla sem þú fengið á sem skemmstum tíma. Interval snýst um að ná púlsinum upp og niður til skiptis og veldur það eftirbruna eftir æfinguna. Ef þú treystir þér ekki í að hlaupa eða getur ekki hlaupið þá má alveg taka interval á öðrum brennslutækjum t.d. stigavélinni, hjóla, skíða, taka róður á róðarvélinni og gera þá hratt og hægt til skiptis. Má líka hafa með sér sippuband og sippa á milli.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar.
heidiola@ifitness.is

Takk kærlega fyrir þáttökuna. Gaman að sjá hvað margir nýttu sér fría æfignarplanið frá mér 🙂 (var í samstarfi með tilboði hjá Heimkaup á Polar æfingarúrum frá 24-31jan)
[do_widget „Featured Image“]

Byrjaði að hanna og smíða hillu um daginn og lofaði að pósta myndum þegar hún væri tilbúin. Ég byrjaði á að kaupa eikar planka í Efnissölunni í Kópavogi síðan lögðu margir góðir hönd á plógin 🙂 Pabbi setti plankann í gegnum þyktarhefil, ég pússaði hann svo og bar á hann olíu.  Afi smíðaði fætur úr járni og Elli kærastinn minn sá um að sprauta þær og hjálpa mér svo að setja plötuna á. Hillan er nú klár og komin upp heima og við erum mjög sátt með loka útkomuna 🙂
[do_widget „Featured Image“] IMG_1114IMG_1650IMG_1653IMG_1670IMG_1495IMG_1499IMG_1532IMG_1533IMG_1601

Sjómannadagurinn var síðast liðin sunnudag 7júní og þessa helgi fer ég oftast vestur á Patró (Patreksfjörð) á mínar æskuslóðir. Ólst þar upp til 6 ára aldri, elskaði svo að vera þar öll sumur hjá ömmu og afa fram eftir unglinsaldri og ég veit ekkert betra en að fara þangað til að hlaða batteríinn og slaka á í fallega sjávarþorpinu við Patreksfjörðin. En þessa helgi er alltaf miklil hátíð á Patró og gaman að koma, þá koma margir burtfluttir vestur í gamla þorpið sitt sem kallar á okkur með fjallafegurð sinni. Ég fór með Ella kærastanum mínum og auðvitað kom Heimir hundur með 🙂 og fjölskyldan mín <3
IMG_3300IMG_3294IMG_3299Auðvitað fengu eggjabændurnir sér svartfuglsegg 😛 namm en það er eitt það besta sem ég veit, og eru þau bara fáanleg á þessum tíma árs og bíð ég alltaf spennt 🙂imageÉg og Heimir að fá okkur fiskisúpu 🙂image-4image-5IMG_3321IMG_3336IMG_3331IMG_3342image-2IMG_3439
Ég fór og með Ella, Heimir og Víðir bróðir inn á Rauðasand en ég mundi segja það vera eina flottustu nátturperlu Íslands.

Blog by Heidi Ola 😉

Ég er mikið páskabarn. Síðstu ár hef ég annahvort verið að keppa sjálf eða hjálpa öðrum á Íslandsmótinu í Fitness sem er alltaf haldið um páskana.Því fylgir mikil stemming og það er ekkert mikið minni spenna og stress að hjálpa öðrum. Ég elska að geta deilt reynslu minni með þeim sem ég þjálfa :). Ég var að þjálfa 2 stelpur sem kepptu báðar í -163cm þeim gekk báðum mjög vel. Lára var að keppa í fyrsta skitpi og hafnði í 4 sæti og Eydís í 6 sæti. Ég var svo einnig búin að vera að kenna þó nokkuð mörgum stelpum pósur bæði einkatímum og á pósunámskeiði Iceland Fitness. Helginni er ég svo búin að eyða með fjölskyldunni, kærastanum og hundinum Heimi í bústaðnum okkar. Við erum búin að hafa það mjög kósý og borða góðan mat. Vorum að enda við þessa dýrindis mátið, eitt það besta sem ég hef fengið! Elduðum endur úr sveitnni okkar. Ég mun pósta uppskriftinni af þeim síðar:). Ég bakaði páska cup cakes til að hafa með kaffinu og færði líka stelpunum mínum sem voru að keppa en ég var búin að lofa þeim köku eftir mót 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

Páska Gulróta cup cakes:

  • 1 1/2 Bolli matarolía
  • 3 Bollar Rifnar gulrætur
  • 2 Bollar púðursykur
  • 4 Egg
  • 2 Bollar hveiti
  • 2 tsk. Matarsódi
  • 1 tsk. Salt
  • 2 tsk. Kanill
  • 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
  • 150gr hvítt súkkulaði, saxað frekar gróflega.

Þeytið saman egg og sykur, bætið gultótunum saman við. Setjið þurrefnin saman í sér skál og bætið svo saman við eggjahræruna. Dreyfið í muffinsform, ég notaði 2 skeiðar þar sem deygið er mjög blautt. Bakað við 170 °C í 20-30 mín.

Rjómaosta smjörkrem:

  • 500 gr Flórsykur
  • 200 gr Smjör (við stofuhita)
  • 400 gr  eða 2 stk. Hreinn Philadelphia rjómaostur (ég notaði létt)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 dropar sítrónusafi

Öllu hrært saman, gott að setja það smá í kælir á milli svo það sé ekki of lint þegar því er svo sprutað á. Passið líka að kæla kökunar vel áður svo kremið leki ekki til. Ég nota einnota sprautupoka og breiðan, rifflaðan sprautu stút.

Ég skreytti svo með bræddu súkkulaði og páska M&M sem fékk frá USA og er með hvítu súkkulaði 🙂
IMG_1517Dásamlega mjúkar og góðar.
1780235_672948659478554_4481073917231737088_oStórglæsilegur flokkur Model fitness -163cm.
IMG_1538Allir spenntir á leiðinni í sveitina:)
IMG_1555Gaman úti að leika:)
IMG_1577Hann elsku Heimir okkar fékk svo glaður með páskaeggið sitt, sleikti það allt fyrst og réðst svo á það 😛
IMG_1581Eg keypti eggið í dýrabúð úti í UK og er það sérstaklega fyrir hunda, sykurlaust og glúteinlaust.
IMG_1592Við fjölsyldan páskuðum svo alveg yfir okkur í súkkulaðinu!!!
IMG_1606-2„Páskaöndin“
IMG_1609-2Eitt besta sem ég hef smakkað! Aliönd frá honum Ella mínum, elduð eftir uppskrift frá Jóa Fel.

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉

Mig langaði að deila með ykkur hvað ég nota á húðina mína þegar ég er að gera mig virklega fína 🙂
Ég er snyrtifræðingur og var að vinna við það áður en ég fór að þjálfa. Og hef alltaf haft mjög mikin áhuga á öllu sem viðkemur húð og snyrtivörum. Ég farða mig yfirleitt sjálf fyrir mót og myndatökur og þegar ég hef verið að keppa erlendis þá er mjög gott að geta reddað sér sjálf.
Eitt það besta sem hef kynnst er Primerinn og steinefnafarðinn frá Young Blood. Held að margar kannist við það vandamál að vera farnar að glansa þegar líður á daginn eða kvöldið. Þegar ég er að keppa þá er oftast forkeppni um morgunin og úrslit um kvöldið svo make-upið þarf að endast allann daginn. Þegar ég vil vera virkilega fín þá nota ég primerinn síðan setting powder og svo síðast steinefna púður farðan frá Young Blood.
[do_widget „Featured Image“] Primerinn (eins og bera silki á húðina)
10376138_560972050675087_4057960264470364543_n
Steinefna farðinn (liturinn sem ég nota heitir sunflow, en það eru mjög margir litiri til og sólarpúðrið sem ég nota til að highlighta húðina, en það er alveg matt og heitir Sunshine.
1779264_10152040289157423_390010481_n
Ég og Magnea mín baksviðs á Arnold USA 2014 og erum við báðar með Young Blood farðann á okkur.
1912347_10152040290617423_583681726_n
Seinna sama dag ennþá rosalega fínar 🙂10409403_10152197634862423_1759541272533720803_nVarð bara að láta það fylgja með að ég farðaði Unu Margrét fyrir Evrópumeistarmótið 2014. Hún fór 2 daga í röð á svið og við höfðum ekki mikinn tíma svo hún Una mín svaf með farðann á sér svo að við þurftum bara rétt að púðra yfir daginn eftir og allt var skothellt 😉 PS: Una vann og er Evrópumeistari í Unglingafitness 2014.
By Heidi Ola;)

Það skiptir miklu máli að hugsa vel um líkamann sinn. Stunda reglulega líkamsrækt, borða hollt og síðast en ekki síst er góður svefn okkur gríðarlega mikilvægur!
Ég hafði ekki sofið vel í langann tíma og var alltaf að kvarta yfir að geta ekki lengur sofið á hliðinni því þá fékk ég verk í mjaðmirnar og öxlina. Ég gat bara sofið alveg á bakinu og alltaf með stífan háls. Ég fékk mér nýtt rúm í haust og sef nú loksins vel alla nóttina og er alveg hætt að bilta mér.
Ég skoðaði og prófaði rúm í öllum helstu verslunum bæjarins vel og lengi. Lokaniðurstaðan var Dr.Breus rúm frá Rekkjunni sem er svæðaskipt með þrýstijöfnun og heldur jöfnum hita alla nóttina. Ég gæti ekki verið ánægðari og núna get ég legið hvernig sem mér sýnist og sef eins og engill 🙂 Mæli með að allir hugsi vel um það í hvernig rúmi þeir sofa. Við eigum bara einn líkama og eyðum t.d meiri tíma af ævinni í rúminu heldur í bílnum okkar svo vandið valið vel.[do_widget „Featured Image“]By Heidi Ola;)

Ég fór í hnikk í dag til Magna kírópraktors en ég er búin að fara reglulega til þeirra hjá Kírópraktorastofu Íslands síðan árið 2012 en þá var ég búin að vera undir miklu álagi af æfingum en ég keppti alls 7 sinnum það ár og var í smá erfiðleikum með miklar bólgur í efstu hryggjaliðunum. Ég hef farið reglulega til þeirra og hafa þeir hjálpað mér heilmikið og mæli ég hiklaust með þeim.

Ég mundi alls ekki að segja að hnikking séu eingöngu fyrir þá sem æfa mikið, heldur mundi ég segja að það sé nauðsynlegt fyrir alla að láta athuga líkamann sinn þ.e. hvort allt sé í lagi, við erum jú öll misjöfn. Ég vinn sjálf með líkamann á fólki og það er algengt að fólk kvarti undan verkjum og beiti sér sjáanlega ekki rétt. Til dæmis fólk sem vinnur við tölvur allan daginn er mikið með verki í hálsi og músahendin stíf. Margir með annan fótin styttri, smá mjaðamskekku eða hálsskekkju sem það veit jafnvel ekki af. Það er vert að láta athuga sig, við höfum jú bara einn líkama og eigum að hugsa vel um hann.[do_widget „Featured Image“] IMG_0040

IMG_0041Fyrsti koma til Kírópraktorasofu Íslands byjar á myndgreiningu á hrygg með röntgenmynd.

Blogg by Heidi Ola;)

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira