Við litla fjölsyldan fórum ásamt vinafólki á Pure deli og fengum okkur helgar brunch. Vá hvað ég elska þennan stað. Ég gæti borðað þarna alla daga! Allt sem ég hef smakkað er svo ferkst og gott! Það er hægt að fá sér morgunmat, millimál, hádegismat, dásamlegt kruðerí og kaffi og líka hægt að fá sér kvöldmat. Pure deli er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Ég æfi stundum í World Class Ögurhvarfi og þá er þæginlegt að grípa sér eitthvað gott eftir æfingu.
Það eru til tvær típur af helgarplatta og einnig hægt að velja um vegan og glutein free. Við vorum að smakka nýja plattan hjá þeim, súrdeigsbrauð með tvennskonar áleggi, indverskur kjúklingur í pottinum, ávaxtaskál, melóna og jarðaber, dásamleg jarðberjakaka og ný kreistur appelsínusafi (hægt að fá Mimosa). Allt svo gott og fallega fram borið :p
Ólafur Elí fékk barnaplatta sem saman stendur af crosant með skinku og osti, ávaxtasafa, ávöxtum og vöfflu með rjóma og berjum :pÉg hef verið að dásama þennna stað svo mikið fyrir það hvað hann er kósy og barnvænn. Ég spái mikið í því núna eftir að ég eignaðist barn hvert ég get kíkt með litla kútinn, nóg pláss, barnastólar og meira að segja dótakista 🙂 Nóg af bílastæðum og síðast en ekki síst er hugsað fyrir litlu loðnu ferfættlingunum líka 🙂
Takk fyrir okkur Pure deli 🙂