Sykurlaus ostaköku desert

Prófaði ostaköku mixið frá Funksjonell Mat (Sukrin) um daginn í fyrsta skiptið og elska það eins og allt sem ég hef prófað frá þeim 😛  T.d. mjög sniðugur áramótadesert eða við hvað tilefni sem er.  Mjög einfalt og fljótlegt.

Sukrin vörunar eru sykurlausar og henta því vel fyrir sykursjúka. Þessi kaka er einnig glútein frí og eggjalaus.

[do_widget „Featured Image“]

 

Ostakökumixið kemur í kassa og kex botnin líka með, það eina sem þarf að bæta við er:

  • 1 askja (200g) af Philadelphia ostur (ég notaði light)
  • 1 1/2 dl vatn
  • smá brætt smjör (til að botnin sé ekki eins laus í sér)
  • Ég bætti svo við ferskum jarberjum, þeyttum rjóma og skreytti með köku skrauti.

Hitið á meðal heiti pönnu kex mulningin þar til hann er orðin aðeins brúnaður. Leggið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman osta mixinu og rjómaost ásamt vatni, þar til það er orðið alveg alveg kekkjalaust.

Hellið smá bræddu smjöri yfir kexið.

Setjið kexið í botin á formi eða glösum og hellið svo ostakökunni yfir, eða getið leikið ykkur með að setja í nokkur lög eins og ég gerði og bætt við rjóma og jarðaberjum.

Setjið inní kælir í 1 klst.

Best að bera fram kalda.

Mundi segja að mixið sé sirka fyrir 4.

Hér getið þið séð allt innihald og kcal. Einnig allt um sukrin vörunar.

http://sukrin.com/en/cheese-cake/about/