Flokkur: Sykurlaust

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira