Tag Archives: múffur

Það er hægt að gera múffunar á allskonar vegu! Hér er ein sem ég gerði um daginn með eplum og kanil.[do_widget „Featured Image“] Hitið ofnin í 200°C

  •  4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hiðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silkon form. Bestar heitar með smjöri og osti. Annars hægt að grípa með sér í nesti á morgnna einar og sér með kaffibollanum eða einum ísköldum Hámark 😛

Made by Heidi Ola 😛

Lesa meira