Einfalt hollt túnfisksalat stútfullt af próteini og hollri fitu1 lítil dós af kotasælu

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1/2-1 heilt avocado eftir smekk og hversu stór þau eru.
  • Sítrónu safi
  • Sítrónupipar

Hellið vatninu af túnfiskinum og setjið hann í skál ásamt kotasælu, skerið avocado niður í bita, sprautið sítrónu safa yfir eftir smekk eða kreistið ferska, en sítróna gerir salatið extra ferskt og gott upp á að avocadoið verði ekki brúnt ef þið geymið salatið í kælir. (Mundi ekki geyma lengur en 2 daga.) Kriddið svo með vel af sítrónupipar. Gott ofan á t.d. Hrískökur, maískökur, hollt brauð, kex eða bara eitt og sér.13335319_10153628215727423_1935759972_n13296243_10153628215772423_537020734_n

Made by Heidi Ola 😉

Það jafnast fátt á við það að byrja daginn á hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Fannst komin tími til að setja þessa uppskrift aftur hér inn þar sem ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um það hvering ég geri eggja grautinn minn fræga 🙂 Ef þið viljið fá að sjá mig gera hann live addið mér þá á snap: heidifitfarmer ég geri hann þar reglulega. En þetta er mjög einfalt og svo hollur og góður!

Uppskrift:

• 30-40gr Haframjöl (karlmenn nota kannski meira magan um 60gr og þá meira af eggjum og vatni á móti)
• Smá vatn, bara rétt til að bleyta í.
• Smá klípu af maldon salti (má sleppa)
• 4 egg, ég nota landnámshænuegg beint frá mínu býli  Þau eru eins minni en þessi venjulega strærð útí í búð svo 3 venjuleg eru nóg. Eða það mætti líka nota bara hvítur úr brúsa.
• 1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleiti)
• 1 msk rúsínur (má sleppa)
• 4-5 dropar vanillu stevia (má sleppa)

Aðferð:
Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggjum útí.
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við. Bætið stevía og chia fræjum við.

Því næst strái ég kanilsykri út á. Sem ég geri úr hreinum kanil og sukrin sykri, sem 100% náttúlegur sykur, 0kcal og hækkar ekki blóðsykur. Notaði vanillu hafra mjólk. Og toppaði hann svo með að setja 1 tsk af lífrænu hnetusmjöri.
Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug útá. Það má líka hafa þetta bara einfallt og nota bara hafrar og egg og strá svo kannski hreinum kanil útá ég geri hann oftast svoleiðis.
IMG_6370
Made by Heidi Ola

– See more at: http://motivation.is/hafragrautur-med-eggjum-og-hnetusmjori-besti-grautur-sem-thu-munt-smakka/#sthash.dA26Y7Zw.dpuf

Vöfflaðu hafragrautinn þinn 🙂 Svo einfalt og gott !

Ég borðaði þessar vöfflur næstum alla morgna þegar ég var í niðurskurði fyrir mót, þá hafði ég þær bara plane en svo má leika sér að setja allskonar í þær eða ofan á þær t.d. um helgar í morgun brunch.
[do_widget „Featured Image“] Aðferð:

Hitið vöfflujárnið og smyrjið það að innan með kókosolíu eða spreyið með pam spreyi.  Það má líka hella þessu á pönnu og gera pönnukökur,  jafnvel nota samloku grillið, bara það sem þið eigið.

Hafra vöfflur:

30-40gr hafrar (það er skirka magn fyrir kvennmann í morgunmat)

2 heil egg eða 200ml eggjahvítur

dass af kanil eftir smekk, má sleppa

1 msk rúsnínur eða frosin bláber, má sleppa

 

Allt sett saman í skál og hrært með písk eða gaffli. Líka hægt að setja í mixara og fá enn fínna deig.  Svo bara hellt í járnið, þetta ætti að duga í 2 vöffur.

Ég geri þær oft kvöldið áður og tek með kaldar í nesti.

En þær eru bestar heitar og setja á þær t.d. klípu af kókosolíu og láta bráðna yfir, Walden Farms pancake sýróp, lífrænt hnetusmjör og sykurlausa sultu, eða jafnvel smjör og ost bara það sem ykkur dettur í hug 🙂

 

Made by Heidi Ola 😉

Ég er búin að vera mikið í veislum undanfarið og er ég mjög hrifin af marengs tertum og skellti í aðra svoleiðis á dögunum í páska búning. Sama uppskrift og bleika kakan nema ég setti rice krispes í þessa og Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti í súkkulaði hjúpin.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs 

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice krispies

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Bætið svo rice krispes útí og hrærið því varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Þeyttur rjómi á milli

  • 1/2 l þeyttur rjómi

&nbsp

Súkkulaði hjúpur yfir

  • 150 g Rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Skreytti svo með Mini eggs
IMG_4521IMG_4546 Made by Heidi Ola 😉

Ég fór í bleikt Baby shower á dögunum og áhvað að gera tilraun og baka bleika marengs tertu í fyrsta skiptið og tókst það bara svona rosalega vel til bæði góð og falleg 🙂  Setti hindeber í rjómann á milli og súkkulaði krem og mini eggs ofan á hana. Tilvalin sem páska desert eða með páska kaffinu hægt að hafa hana í hvaða lit sem er eða bara hvíta :)[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs:

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • Bleikur matarlitur (ég notaði frá Wilton sem heitir Rose)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Setjið þá smá matarlit saman við betra að setja minna í einu og finna til þann lit sem maður er að leita eftir. Ég var að gera köku fyrir bleikt Baby Shower og vildi fá frekar baby bleikan svo ég setti bara lítið í einu þar til ég var sátt við litinn, þar sem það kemur rosalega mikill litur bara rétt af hnífsoddi í einu.
Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Rjómi með hindberjum á milli:

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 bolli Hindber hrærð saman við (getið notað frosin ber)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Skreytti svo með Mini eggs
IMG_4305IMG_4363IMG_4358
Made by Heidi Ola 😉

Ég gaf upp einfalda uppskrift af boozt eða búðing í Fréttablaðinu í síðstu viku. Vegna margar fyrirspurna setti ég á snap í gær hvering ég geri hana og ákvað að setja hér inn líka 🙂

  • 1 lítið avocado eða 1/2 stórt
  • 1 poki ZEN bodi vanillu prótein eða annað vanilluprótein líka hægt að nota vanillu skyr, þá ein lítil dós.
  • 1 grænt epli
  • Kreyst sítróna eða sírónusafi
  • Klakar

 

Allt sett í mixarann og mixað vel saman þar til þetta verður eins og búðingur en ef þið viljið boozt þá setjið þið smá vatn líka. Í gær átti ég ekki epli og notaði Cawston Press hreinan eplasafa og er ég með Nutribullet blandara og notaði lítið box og setti safann upp að línunni. Raspaði svo smá sítrónubörk yfir svona fyrir lúkkið og það gerði hann alveg extra góðan 😛

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Ég er búin að hugsa svo mikið um góða súpu síðustu daga svo ég ákvað að prófa malla saman eina gúrme sveppasúpu og reyndi að gera hana svona í hollari kantinum.  Ég elska allt með sveppum og segi að það sé aldrei nóg af sveppum í neinu svo það er nóg af sveppum í þessari súpu!

Sveppasúpa

  • 250 gr flúðasveppir
  • 150 gr kastaníusveppir
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 dl mjólk (ég nota fjörmjólk)
  • 1-2 dl vatn  (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa hana, getið svo þykkt hana með jafnara)
  • 1 góð tsk villikraftur frá Oskar
  • 1 góð tsk grænmetiskraftur frá Oskar
  • smá salt og pipar, smakka til eftir smekk.

Skerið sveppina niður, ég skar þá frekar gróft, fer eftir smekk, má mauka alveg í matvinnsluvél. Skerið laukinn mjög smátt niður, pressið hvítlauksrifin og steikið í potti með smá smjöri eða olíu og bætið sveppum svo saman við. Steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo kókosmjólk, mjólk , vatni og kröftum saman við. Bætið svo smá salt og pipar útí og smakkið til. Látið suðuna koma upp, lækkið svo undir og látið malla á vægum hita í 15 mín.

[do_widget „Featured Image“]

Beikonvafin ostasamloka

Svo elskar kærastinn minn allt með beikoni svo það var win-win beikonvafin ostasamloka með súpunni 🙂 En þessi samloka er náttulega ekki á hollustu listanum en hún rugl góð 😛

  • 2 brauðsneiðar (já! ég var með eins mikið fransbrauð og hugsast getur 🙂
  • ostur (já! var með Gotta ost í þetta skipið )
  • Beikon (já! bara venjulegt Ali beikon ekki fituminna:) verður að vera frekar langt beikon, til að ná utan um brauðið )

Gerið samloku með osti og pakkið henni svo inní beikon á alla kanta og steikið á pönnu! Einfalt, skothelt, ógeðslega gott og ég meina hálf svona er allt í góðu þegar súpan er bráð holl 😉

Made by Heidi Ola 😉

Ekki vera týpan sem endist bara út janúar í átaki!! Á ennþá nokkur laus pláss í einkaþjálfun og fjarþjálfun í febrúar. Vertu komin með six-pack fyrir sumarið 😉 Sendu mér línu og pantaðu núna á heidiola@ifitness.is
Ég tek að mér bæði einkaþjálfun eða 2-4 saman, býð líka upp á fjarþjálfun. Innifalið er æfingarplan, matarplan og matardagbók sem ég fer svo fer yfir og við finnum út saman hvað hentar þér best. Ég legg mikið upp úr því að kenna kúnnunum mínum að hreyfa sig rétt og borða hollt án þess þó að fara í algjöra megrun.

Ps: Það er ekki lengur hægt að sækja frítt æfingaplan á síðuna. Síðasti dagurinn fyrir það var 31.jan.
[do_widget „Featured Image“] kv. Heidi Ola 😉

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

  • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
  • 1/2 sítróna kreist
  • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
  • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
  • Salt og pipar
  • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

  • 1 skorið mango
  • 1/2 skorin ananas
  • 2 avocado
  • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
  • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
  • 1/2 rauðlaukur saxaður
  • 1 kreist lime
  • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði að gera kúrbíts pasta um daginn, það kom það skemminlega á óvart 🙂 Það er mjög gott og mun kolvetna minna en venulegt pasta.[do_widget „Featured Image“]Þið getið sett það sem ykkur dettur í hug í pastað en ég var með:

  • 2 kúrbítar rifnir niður
  • 3 kjúkklingabringur (notaði allan pakkann, áttum afgang í nesti)
  • 1 bakki sveppir skornir smátt
  • 1 rauðlaukur skorin í strimla
  • 1 askja af kotel tómötum skornir í helminga
  • 1 avocado skorið í teninga
  • 1 mexico ostur rifin niður eða skorin í tenginga

Skar fyrst niður sveppi og lauk og steikti á pönnu með smjöri og smá hvítvíns vineger til að gera smá sætt bragð. Ég elska að gera það þegar ég steiki lauk og sveppi en það má alveg sleppa því. Setti svo laukin og sveppina í sigti og lét bíða. Skar næst niður kjúklinginn niður í smáa bita, kryddaði með sítrónupipar og steikti á pönnu með smá olíu. Lét hann svo malla með lokið á pönnunni á meðan ég setti kúrbítinn í matvinnsluvélina og skar niður allt hitt. Blandið þessu svo öllu saman og setjið sósu yfir ef þið viljið það má líka sleppa eða nota einhverja góða olíu.
IMG_3588IMG_3586 (1)IMG_3585IMG_0020IMG_3589
Ég gerði sósu úr grískri jógúrt og 5% sýrðum rjóma kryddaði með guacamole kryddi sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni uppá höfða.
Made by Heidi Ola 😉