Author Archives: heidiola

Ég skellti í eitt stikki Þjóhátíðar súkkulaði tertu með rjóma á 17 júní. Þessi terta passar vel í hvaða boð sem er og hægt að skreyta hana eins og þið viljið og nota þá ávexti sem ykkur langar. Ég bar hana fram sem eftirrétt með vanilluís og mund segja að hún væri frekar sumarleg og fersk með öllum berjunum.

Stillið ofnin á 175 gráður (blástur) og smyrjið 2 24cm smelluform að innan með smjöri.

Kökubotnar

  • 150 g smjör
    200 g Dökkt súkkulaði
    3 stk egg
    2 dl sykur
    1 tsk vanillusykur
    2 dl hveiti
    1/2 tsk lyftiduft

Bræðið smjör í potti. Skerið súkkulaði í bita og bætið útí. Hrærið með sleif. Passið að hita samt alls ekki of mikið því þá getur smjörið farið í kekki. Bætið svo við einu eggi í einu.

Blandið þurrefninunum saman í aðra skál, hveiti, sykur, vanillusykur og lyftiduft.
Hellið þurrefnunum varlega í smá skömmtum útí súkkulaðiblönduna og hrærið vel saman með písk.
Hellið deiginu í jafnt í formin og bakið í 20-30 mín, fylgist vel með þeim, þeir eiga að vera smá blautir inní. Látið þá svo kólna alveg áður en þið setjið rómann og kremið á.

Rjómi og fylling á milli

  • 5 dl rjómi (þeyttur)
    1 dl sirka af jarðaberjum
    1 dl sirka af bláberjum
    1 dl sirka af hindberjum

Þeytið rjómann og skerið jarðaberin aðeins niður, ég hafði hin berin bara í heilu.

Súkkulaðihjúpur

  • 200 g dökkt súkkulaði
    1 dl rjómi
    1/2 dl vatn
    2 msk sykur
    1 msk smjör

Skerið súkkulaði í bita og bræðið ásamt smjöri í potti á vægum hita eða setjið í vatnsbað. Setjið saman í annan pott rjóma, sykur og vatn og látið suðuna koma rétt upp en passið hræra stanslaust, rjóminn getur annars brunnið auðveldlega við. En með þessu verður kremið svona súkkulaði karamella. Hellið súkkulaðinu svo varlega saman við og hrærið vel. Látið kremið svo kólna áður en þið hellið því yfir kökuna.

Þegar þið setjið kökuna saman þá passa að geyma smá af rjómanum til að setja á toppinn yfir súkkulaði hjúpin.

Made by Heidi Ola 😉

Við litla fjölsyldan fórum ásamt vinafólki á Pure deli og fengum okkur helgar brunch.  Vá hvað ég elska þennan stað. Ég gæti borðað þarna alla daga! Allt sem ég hef smakkað er svo ferkst og gott! Það er hægt að fá sér morgunmat, millimál, hádegismat, dásamlegt kruðerí og kaffi og líka hægt að fá sér kvöldmat. Pure deli er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Ég æfi stundum í World Class Ögurhvarfi og þá er þæginlegt að grípa sér eitthvað gott eftir æfingu.


Það eru til tvær típur af helgarplatta og einnig hægt að velja um vegan og glutein free. Við vorum að smakka nýja plattan hjá þeim, súrdeigsbrauð með tvennskonar áleggi, indverskur kjúklingur í pottinum, ávaxtaskál, melóna og jarðaber, dásamleg jarðberjakaka og ný kreistur appelsínusafi (hægt að fá Mimosa). Allt svo gott og fallega fram borið :p

Ólafur Elí fékk barnaplatta sem saman stendur af crosant með skinku og osti, ávaxtasafa, ávöxtum og vöfflu með rjóma og berjum :pÉg hef verið að dásama þennna stað svo mikið fyrir það hvað hann er kósy og barnvænn. Ég spái mikið í því núna eftir að ég eignaðist barn hvert ég get kíkt með litla kútinn, nóg pláss, barnastólar og meira að segja dótakista 🙂 Nóg af bílastæðum og síðast en ekki síst er hugsað fyrir litlu loðnu ferfættlingunum líka 🙂
Takk fyrir okkur Pure deli 🙂

 

 

 

 

Bláa marengstertan sem ég gerði fyrir 1 árs afmælið hans Ólafs Elí í sailor þemanu.

Mig hefur lengi langað að prófa gera bláa marengstertu svona af því ég var búin að prófa bleika fyrir eitt babyshower en var alltaf hrædd um að bláa yrði svona meira græn þið vitið….það vill oft verða þegar það er verið að reyna möndla með blátt í kökur en það eru til alveg vel bláir litir t.d. í Allt í köku og var ég með þannig lit sem er svona kremkenndur matarlitur. Gerði toppana fyrst en það má gera þá alveg nokkrum dögum áður þess vegna þeir geymast endlaust lengi og þeir tókust svo vel að ég ákvað að henda lit í kökuna líka. Til að gera svona toppa þar að nota Cream of tartar sem fæst einnig í Allt í köku en það er svona efni sem stífar marengesin alveg annars mundi þeir molgna meira niður.

Ég setti Rice Krispies saman við botnana, brómber og mars bita í rjómann á milli, toppaði síðan með súkkulaði, sýróps hjúp og skreytti með toppunum og brómberjum 😛

Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði blán og skipti marengsinum í 3 skálar

Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bláan og setti mikinn lit í eina, minna í næstu fyrir ljósblátt og svo engan í eina þar sem ég vildi hafa hvíta líka. Ég mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku. Ég viljandi hrærði dökka blá ekki alveg út eins og þið sjáið þá kemur svona dekkra sum staðar í honum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin.

Marenges botnar

Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs 

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice krispies (má sleppa)
  • Blár matarlitur eftir smekk ég þurfti alveg frekar mikið til að ná þessum lit. (má sleppa)

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Bætið svo rice krispes útí og hrærið því varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Þeyttur rjómi á milli

  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 1 askja brómber (skar þau í tvennt)
  • 1 mars stykki skorið í litla bita (má sleppa)

Súkkulaði hjúpur yfir:

  • 150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Raðaði svo toppunum og berjum ofan á.

By Heidi Ola ;p

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og slær alltaf í gegn. Ég geri hana alltaf með BBQ sósu núna þar sem við fílum hana betur en gerði áður alltaf með salsa sósu svo það má gera þetta á allskonar vegu og setja það sem ykkur finnst gott á quesadilla inní. En hér kemur svona það sem okkur hefur fundist best.

Hitið ofnin á 200 gráður.

  • 1 bakki af hakki
  • Ég kriddaði hakkið með kriddunum frá SOSO mamma spices og saffron og bætti við smá svörtum pipar, en þið getið notað það kridd sem ykkur dettur í hug.
  • 1 pakki af Tortilla . Mínar uppáhalds eru Corn & Wheat frá Santa Maria, ég var með minni gerðina og náði að setja þetta vel í 5 kökur.
  • 1 dós af gulum baunum
  • 1 dós af nýrnabaunum
  • Rjómostur (mér finnst bestur hreinn rjómostur frá Ostahúsinu sem fæst í Bónus t.d. blá og hvít dós)
  • BBQ sósa eftir smekk ég set alveg örgglega næstum hálfa flösku, og ef ég nota sals sósu þá heila krukku.
  • Rifin ostur og smá nachos flögur á toppinn, ekki verra að hafa svo flögur og smá salat sem meðlæti en þarf ekki.

Ps. Oft steiki ég sveppi og rauðlauk og pressa kannski eitt hvítlauskrif með en ég átti það ekki til í gær og þetta smakkaðis bara svona ljómadi vel án þess, þarf ekki að vera of flókið og finnst litla manninum mínum þetta alveg rosalega gott 🙂

Steikið hakkið á pönnu ég nota kókosolíu á pönnuna, og kridda það svo bara á pönnunni. Bætið svo baunum á pönnuna (sigtið vökvan af þeim), því næst BBQ eða sala sósu yfir allt á pönnunni.

Smyrjið Tortilla kökur með rjómosti alveg vel yfir alla kökuna. Setjið svo vel af hakkblöndunni inní og lokið kökunni og raðið þétt í eldfast mót. Stráið smá rifnum osti yfir og setjið inní ofn í smá stund eða sirka 10 mín þar til osturinn er bráðnaður ég breyti í grill stillingu í lokin til að brúna ostin aðeins betur og fá kökunar svona smá stökkar í kantana. Mil svo niður smá tortilla flögur yfir áður en ég ber fram.

By Heidi Ola

 

Litli prinsinn okkar hann Ólafur Elí varð 1 árs núna 30 apríl. Við héldum uppá það sunnudaginn 29 apríl með veislu heima hjá ömmu hans og afa. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og marga vini svo íbúðin okkar var ekki nógu stór fyrir þann fjölda gesta. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að halda veislur 🙂 Mér finnst allt í kringum það að halda veislur skemmtilegt: að plana, ákveða þema, skreyta og baka. Ég gæti vel hugsað mér að vinna við það að plana veislur 🙂 Ég var búin að ákveða þemað fyrir afmælið hans fyrir löngu. Ætli hann hafi ekki bara verið nokkra vikna því ég man að það var ekki búið að skíra hann. Hugmyndin af sailor þemanu kom eiginlega af því mig hafði allaf langað til að hann ætti matrósaföt þar sem bæði ég og bróðir minn áttum matrósaföt þegar við vorum á svipuðum aldri. Ólafur Elí var skírður á sjómannadaginn í fyrra og ég ætlaði að hafa þetta þema þá en ákvað svo að bíða með þar til ég gæti haft hann í matrósafötum. Það var ekki mikið til í þessu þema hér heima en ég hef það á tilfinningunni að þetta sé að koma sterkt inn núna þar sem ég sé ekkert nema barnaföt með akkerum og skútum á í búðum núna. Ég hef alltaf verið veik fyrir svona navy bláu og röndóttu, og ekki skemmir fyrir að Elli á bát og afi hans á skútu svo við eigum örugglega eftir að ganga enn lengra með þetta þema í sumar og fara í siglinu í outfitinu 🙂 haha



Ég pantaði matrósafötin á Ólaf Elí á netinu. Fötin á okkur keyptu mamma og pabbi á Tenerife um páskana ásamt skipstjórahúfum, björgunarhringjum, vitum úr tré sem við notuðum sem skraut á veisluborðið. Það er svo ótrúlega fallegt að ég get haft það herberginu hans seinna. Pilsið og bolurinn er úr H&M en jakkinn er úr Zöru.


Pabbi fór í fjöru fyrir vestan um daginn og sótti þessar netakúlur fyrir mig og ég spreyjaði þær í þemalitunum með spreyi frá Slippfélaginu.



Veislan var kl.14 ákváðum að hafa hana snemma eða beint eftir lúr hjá afmælisbarninu svo hann væri hress og kátur 🙂 Við buðum uppá mexico kjúklingsúpu, brauðrétti, brauðrúllur, osta, ávexti, og kökur. Minn mesti ótti við að halda veislu er að vera ekki með nóg af veitingum! Brauðrétturinn sem við gerðum var einn sá besti sem ég hef smakkað en það er uppskrift fengin af paz.is og er hann með ferskjum, beikoni, skinku, sveppum og camembert.


Afmæliskakan var frá Sætum syndum. Hún var ekki bara falleg heldur líka ótrúlega góð. Fyrir valinu varð súkkukaði kaka með smjörkremi og saltkaramellu.

Krispy Kreme gerði fyrir mig kleinuhringi sem voru eins og björgunarhringir. Það var lítið mál að sérpanta og sækja þá svo nýbaka rétt fyrir veisluna. Ég gerði í fyrsta skiptið bláa marengstertu. Mig hafði lengi langað að prófa og það tókst bara svona ljómandi vel. Ætla setja inn uppskrift í sér færslu.

Ég bakaði kanilhnúta og gerði döðlugott með piparlakkrís kurli, kornflex gott með saltkarmellu súkkulaði og hnetu-döðlugott nokkrum dögum áður og geymdi í frysti. Snúðana hitaði ég upp fyrir veisluna.

Ein af þeim sem ég föndraði sjálf úr pappanum frá Merkingu.

Frænkur hans Ella gerðu fyrir okkur cupcakes með smjörkremi sem ég skreytti með skútu seglum sem ég föndraði sjálf úr pappa sem var prentaður fyrir mig í Merkingu. Ég gerði líka nokkrar fánalengjur úr honum en fánalengjurnar sem eru á borðinu og í glugganum eru fengnar í Húsgagnaheimilinu og eru frá einu af uppáhaldsmerkjunum mínum Kid Consept og ég ætla að hafa þær seinna í herberginu hans.


Nammið í krukkunum eru sambó lakkrís snjóboltar og keikó hlaup fiskar. Dökk bláu diskana fann ég í Partý búðinni, sérvétturnar eru úr Allt í köku, rörin eru úr IKEA og flöskunar eru Froosh flöskur sem ég var búin að safna og setti ég á þær band og Polo nammi eins og „björgunarhringi“ fékk bandið og Polo í Tiger. En eins og segi það var svolítið erfitt að finna í þetta þema hér heima en ég var byrjuð snemma að undirbúa og kaupa svona það sem ég sá að gæti virkað.






Ólafur Elí að fá köku í fyrsta skipti það var nú ekki planið hjá mömmunni en þetta bara gerðist og tala myndinar sýnu máli 🙂 „þetta var svolítið mikið gott“


Afarnir og pabbinn allir með skipstjórahúfur 🙂






Þetta var heldur betur góður dagur og afmælisbarnið alveg í skýjunum!

Mig hefur lengi langað að prófa baka svona skandinavíska kanilsnúða alltaf fundist þeir svo fallegir. Þegar við fórum til Dubai í haust þá millilentum við í Oslo ég keypti mér svona stóran snúð í bakarí á flugvellinum og hef ekki geta hætt að hugsa um þá síðan þá 🙂 Ég fór um allt á netinu að leita af uppskrift og valdi á endanum þessa af sænkri síðu og kemur hún hér á íslensku, þetta var sem sagt frum raun mín í kanilsnúðum og ég hef heldur ekki mikið bakað með geri. Ég var að fara í baby shower sem við vinkonurnar héldum fyrir eina úr hópnum og ég ákvað að skreita þá með bláum glassúr. Ég hélt það væri rosalega mikil vinna í að gera þá svona snúna, sá fyrir mér að ég væri að fara flétta deigið 🙂 haha en svo fann ég bara video á youtube hvering það er gert og það er ekkert mál, en það tekur samt smá tíma að gera gera þá. Þeir tókust svona ljómandi vel og smökkuðust líka mjög vel, mæli með að prófa og hægt að skreyta með perlusykri eða hverju sem ykkur dettur í hug 🙂
 Deig
  • 4 dl mjólk
  • 1 bréf þurrger
  • 15 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 135 g smjör
  • 1 egg
  • 1 tsk vanillu dropar
  • 1/2 tsk salt

Fylling

  • 50 g sykur
  • 100 g smjör
  • 2 – 3 msk kanill (eftir því hvað þið viljið mikið kanilbragð)

Topping 

  • 1 egg
  • Glassúr, flórsykur, heitt vatn og blár matarlitur

 

Aðferð:

  • Hitið mjólkina upp að 37°C (líkamshiti) og bætið þurrgerinu saman við, blandið þessu vel saman.
    Leggið til hliðar og náið ykkur í aðra skál.
    Setjið hveiti, sykur, salt, egg, vanillu extract og smjör sem á að vera við stofuhita saman í skálina.
     Ég notaði hnoðaran á hrærivélinni en bara á lægstu stillingu.
    Hellið mjólkurblöndunni í pörtum saman við hveitiblönduna og blandið vel saman, ég tók það svo úr skálinni og kláraði að hnoða með höndunum en deigð er mjög klístar en ég bætti bara hveiti saman við.
    Því næst setjið þið deigið á borðið og hnoðið almennilega saman. Gott að strá örlitlu hveiti á borðið áður en ég læt deigið á borðið.
    Setjið deigið aftur í skálina, breiðið röku viskustykki yfir og látið hefast í 30 – 40 mínútur.

    Þegar að deigið er búið að hefast þá skerið þið deigið í tvo bita.
    Fletjið deigið út og smyrjið fyllinguna á deigið.
    Hitið smjörið smá ég hitaði það bara í ofni en hægt að gera það í potti líka en ekki bræða það alveg bara mýkja það. Bætti sykrinum og kanil saman við. Blandan á að vera svolítið þykk. Svona þannig að þið getið smurt því á með sleif.
    Rúllið deiginu upp eða brjótið það saman og skerið niður í lengjur, ég notaði pizzahníf. Ég notaðist við video af youtube hvering maður gerir þá í svona hnúta, skrifið bara swedish cinnamon buns og þá kemur hellingur upp og er mikið minna mál en ég hélt, en svo má líka bara gera venjulega snúða eða leika sér með hvað sem er 🙂
    Setjið smjörpappír á plötu, raðið snúðunum á og leggið rakt viskustykki yfir þá. Leyfið þeim að standa í ca. 30 mínútur.
    Að lokum pískið þið egg og penslið snúðana. Hægt að strá perlusykri yfir þá hér líka en ég sleppti því þar sem ég setti blátt glassúr yfir eftir að þeir voru búnir að kólna.
    Bakið þá við 200°C í 8 – 10 mínútur.

By Heidi Ola 😉

Ég elska þykka smoothie drykki sem eru eins og þykkir sjeik eða ís og hægt er að leika sér að gera þá fallega fyrir augað í allskonar lögum 🙂

Grænn CHIA GO smoothie

  • 1 lúka frosið avocado
  • 1/2 grænt epli (afhítt)
  • 1 kvíví (afhítt)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • Setja svo bara smá vatn ef þið viljið hafa hann þykkann, bæta frekar í ef það er oft þykkt.
  • 1 skvísa grænn Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Gulur CHIA GO smoothie

  • 1 poki smoothie mix með ananas, mango, passion fruit, papaya fruit (þessir pokar fást td í Bónus)
  • 1 lúka frosið mango
  • 1/2 banani
  • 1 passion fruit (þarf ekki en fæst ferskt í Hagkaup, gerir svona flotta áferð og er hrikalega gott)
  • Smá sítrónusafa (þarf ekki)
  • sirka 4 klaka
  • 1 skvísa gulur Chia go (helt fyrst í glasið eða á toppinn ef þið viljið hafa það lagskipt, en mæli ekki með setja það með í mixarann því það skemmir chia fræin frekar hræra það útí eftir á)


Það er hægt að gera þennan líka bara með banana, magno og cha go.
By Heidi Ola 😉

 Þessi dásamlega brownie kaka er tilvalin til dæmis sem pása desert, hún allvega með nóg af súkkulaði 🙂
En ég gerði þessa köku fyrir ári síðan fyrir páskana, en svo duttu nokkar uppskriftir út af síðunni minni þegar hún var uppfærð og ég er að vinna í því að koma þeim öllum inn aftur en þessi var greynilega vinsæl þar sem ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hana síðan svo hér kemur hún aftur, njótið vel.
Ps: Ég notaði ég Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði en í dag notaði ég Nóa Síríus súkkulaði af því ég átti það til, en það skemmtilega við þessa köku að þið getið svolítið leikið ykkur með hvaða súkkulaði þið viljið hafa í henni bara það sem ykkur finnst gott til dæmis mintu, mig lagnar að prófa næst að setja piparlakkrís kurl 😛
Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
  •  3 egg
  • 300 g. púðursykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 90 g. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1/4 tsk salt (1 tsk. fyrir þá sem vilja fá meira saltbragð)
  • 200 g. smjör
  • 300 g. Síríus konsum 70% súkkulaði
  • 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkukaði , saxað grót
  • 100 g til skreitingar ofan á.
  1. Þreytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þangað til blandan verður ljós og létt.
  2. Blandið öllum þurrefnunum saman og sigtið ofan í blönduna og hrærið rólega saman við.
  3. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í pott yfir lágum hita og blandið saman við, hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Skerið 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið léttilega.
  5. Smyrjið eldfast bót og setjið deigið í. Bakið í 25 mín.
  6. Þegar kakan er tekin út brjótið þá 100 g. af Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og setjið strax ofan á kökuna svo það nái að bráðna ofan á.  Gott er svo að láta kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin.
  7. Kakan á að vera blaut í sér þegar hún er tekin úr ofninum. Gott að bera fram með ís eða rjóma!

ps. ég setti bitana með sem fara ofan á með í ofin í dag en mæli frekar með að gera það eftir á, ég gerði það með þessa 🙂

Ég fékk það skemmtilega verkefni að auglýsa nýju grænu línuna frá Appololakkrís sem er piparlakkrís og ég elska í fyrsa lagi lakkrís og hvað þá piparlakkrís það gerist varla betra 😛 Ég er búin að vera mikill aðdáandi piparfylltu reimanna og núna er komið þannig súkkulaðihúðað kurl sem er snilld út ís eða í bakstur, enn stærra piparfylltur hjúp lakkrís, súkkulaði með piparfylltum lakkrís og piparegg 🙂
Ég prófaði að nota eina af þessum nýjungum í bakstur í dag en ég setti piparfylltan hjúp lakkrís í brownie köku og namm það er tryllt!!![do_widget „Featured Image“]
Hitið ofnin í 180 gráður og setjið smjörpappír ofan í eldfast mót ég var með fat sem er 23x23cm. 

  • 75 g suðusúkklaði eða annað dökkt súkkulaði
  • 113 g smjör (við stofuhita)
  • 100 g púðursykur
  • 1 egg
  • 120 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1-2 pokar af Piparfylltum hjúp lakkrís frá Appolo lakkrís. (raðað ofan í magn eftir smekk)
  • Hitið ofnin í 180 gráður.
  • Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eða í vatnsbaði.
  1. Þeytið saman smjör og púðursyrkur þar til það verður ljóst og loftkennt í sirka 2 mín.
  2. Bætið egginu við.
  3. Bætið bræddu súkkulaðinu við og hrærið á lágum hraða á meðan.
  4. Hægt og rólega bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við.
  5. Hellið deiginu í formið og raðið svo piparfylltum lakkrís hjúp bitunum yfir ég raðaði þeim á mis í röð en mæli með að raða þeim frekar í beinar raðir og skera svo niður í litla bita, ég skar þannig að það sæist inní lakkrís bitana en það væri líka hægt að hafa bita í miðjunni á hverri sneið, þið gætuð líka haft þá enn þéttari eða notað litla kurlið, þess vegna stendur 1-2 pokar eftir smekk. Bakið í 30 mín. 
  6. Gott að láta hana kólna alveg áður þið skerið í bita. Mæli með að bera fram með ís eða kaldri mjólk eða skera í svona litla konfekt bita svipað og döðlugott bitar ég gerði það. Ps:Þetta er ekki svo stór uppskrift svo fyrir gráðuga mæli ég að tvöfalda hana 😛

Made by Heidi Ola

Í byrjun árs setja margir sér einhverskonar markmið. Vilja gera eitthvað nýtt, öðruvísi eða verða betri í einhverju.
Fyrir tveimur árum síðan fór ég á Dale Carnegie námskeið og komst að allskonar nýju um sjálfa mig sem hefur hjálpað mér að efla sjálfstraustið. Ég komst að hlutum sem ég hafði kannski ekki sérstaklega spáð í áður en veit að munu nýtast mér í framtíðinni. Ég hef látið verða af hlutum sem mig langar að gera og framkvæmt meira.
Sjálfstraust er að þora að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Við erum oft svo vön að gera það sem okkur þykir þægilegt og kunnuglegt að það getur verið „scary“ að gera eitthvað öðruvísi. Þegar maður prófar, tekur áskorun og það gengur upp þá styrkir það sjálfstraustið.

Alveg eins og í ræktinni; ef við höngum bara á hlaupabrettinu og lyftum aldrei lóðum þá styrkjum við ekki mikilvæga vöðva í efri hluta líkamans. Það getur verið erfitt að breyta rútínunni sinni en þegar vel tekst til þá verður maður sterkari og fjölhæfari. Sjálfstraustið okkar virkar svipað. Með því að gera litlar breytingar á hegðun getum við fengið allt aðra og betri útkomu.

Margir halda að Dale Carnegie sé bara fyrir feimið fólk og þegar ég sagði frá því að ég væri á svona námskeiði urðu flestir hissa því ég virka ekki beint feimin en þetta er alls ekki bara fyrir feimið fólk eða fólk sem ætlar að læra halda ræður eins og ég sjálf hélt fyrst. Ég var mjög stessuð fyrir hvern tíma og vissi ekki hvað ég var búin að koma mér útí eftir fyrsta tímann en vá hvað mér leið vel eftir hvern tíma eftir það og var ánægð með mig. Tilfinningin þegar ég kláraði námskeiðið var svipuð og sigurvíma ég var einhvernvegin á bleiku skýi í nokkra daga 🙂 Ég mæli hiklaust með Dale Carnegie.

Stígðu útfyrir þægindarammann á nýju ári og finndu sjálfstraustið aukast.