Author Archives: heidiola

Ég er búin að prófa þennan til lengi, ég elska allt með karamellubragði og er þetta prótein frá QNT uppáhalds mitt með Cookies and cream bragði algjört…gúrme 😛

[do_widget „Featured Image“]

1 skeið Deliciuous Whey prótein frá QNT. (ég notaði Cookies and cream bragð, hægt að nota hvaða bragð sem ykkur dettur í hug)

Klakar. (ég nota alveg 6 stóra klaka)

Kaffi eftir smekk, ég nota ofast 1 faldan expresso, og set svo nokkra dropa af karmellu stevia eða sykurlausu karmellu kaffi sýrópi útí. (en í þetta skipið notaði ég karmellu kaffi, og þá 1 bolla og bæti ekki vatni við því ég notaði svo mikið af klaka.) (karmellu kaffi fæst t.d. í Kosti)
Ef ég nota expresso kaffi þá set ég smá vatn með, bara eftir hversu þykkan þú vilt hann.

Einnig nota ég stunum smá möndlumjók, soya mjólk eða undanrennu. (má sleppa alveg)

En í dag er sunnudagur svo ég setti á hann smá jurtarjóma 😛

Frábær í millimál þessi
Aðeins 124 kcal í einum skammti af próteinunu (30g).

Made by Heidi Ola 😉

Síðastliðin laugardag hélt ein af mínum uppáhalds uppá stórafmælið sitt.

Magnea Gunnarsdóttir bikini fitness meistari var tvítug og auðvitað verða svona prinsessur og kökugæðingar að fá alvöru köku við stór tilefni eins og þessi. Ég fór í málið en ég hafði aldrei áður gert svona sykurmassa köku þrátt fyrir að hafa langað til þess. Lét samt vaða og skoðaði allskonar video á youtube…. Magnea ákvað þemað og varð „Pink Zebra“ fyrir valinu.

Að sjálfsögðu varð kakan að vera stór og var hún þess vegna 2 hæða, það er ekki minna gert fyrir svona alvöru prinsessur . Til þess að halda kökunni uppi og botnarnir falli ekki saman án þess að þurfa nota stoð inní þá notaðis ég við snilldar ráð sem Jói Fel vinur minn notaði í afmæliskökuna mína. Það var að hafa neðra lagið úr massífum Rice krispies svo súkkulaði kakan standi kyrr ofan á.
Ég legg svo mikið uppúr því að kökur séu ekki bara útlitið heldur innihaldið sem skiptir mestu máli!

[do_widget „Featured Image“]

Lesa meira

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska egg og allt með eggjum 🙂 Ég reyni eins og ég get að fá sem mest prótein úr fæðunni þó ég taki inn prótein sjeika með þá reyni ég að takmarka það eins og ég get.

Það gerist ekki betra en að byrja daginn á dýrindis hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Vanillueggja hafragrautuinn minn:
[do_widget „Featured Image“]
Lesa meira


Velkomin á heimsíðuna mina. Hér mun ég birta ýmsar sniðugar æfingar og uppskriftir af því sem ég er að bralla í eldhúsinu og þið fáið að fylgjast aðeins með hvað er að gerast hjá mér. Endilega kíkið líka við á like síðuna mína á facebook “Heidi Ola”.

Í þessum er:

1 skeið QNT Delicious whey prótein með vanillubragði.
1/2 grænt epli.
7 stikki frosin jarðaber.
7 græn vínber, bætti þeim við af því ég átti þau til 🙂
50ml. Möndlumjólk.
Smá vatn.
4x klakar.

Poppkex (lightly salted rice crackers frá Quaker úr Kosti)

Með lífrænu hnetusmjöri og grænu epli…jumm 😛

Ostafyllt kjúklingabringa

Ég byrja á að krydda bringurnar, á þessar notaði ég Cajun BBQ krydd frá Pottagöldrum. Skar svo smá rauf í bringurnar og tróð mexicoost ofan í. Setti þær í eldfast mót með smá vatni í botninum til að halda þeim safaríkum og mjúkum. Síðan sprautaði ég smá BBQ sósu yfir þær. Lokaði svo raufinni með léttu pepperoni frá SS sem ég var búin að gera krispí með því að steikja það á pönnu. Dassaði svo Heitu Pizzakryddi frá Pottagöldum yfir líka bara svona af því ég var komin í pepperoní gírinn 🙂

Bakað svo í ofni við 200 gráður í sirka 20 mín.

Fyllt sæt karfafla

Sæt kartafla
Fersk salsa, ég notaði gular baunir, tómata og gúrku. Gott að hafa lauk líka.
Rifin ost, ég notaði fjörmjólkurost. Og stundum smá af mexico ostinum líka. Ég sem sagt elska ost 🙂
Sker karföfluna í tvennt, baka í ofni í 30 mín. Tek hana svo út og sker í hana raufar (tígla) smurði yfir hana íslensku smjöri (getið notað olíu, eða í kötti spreya ég bara smá pam spreyi). Salta smá með maldon salti. Setti svo ferksa salsa yfir og var búin að skera smá af pepperoní líka í það. Setti svo rifin ost yfir og baka aftur í ofni í um 20-30 mín. Dassaði smá Heitu pizzakryddi yfir þetta líka.

Sósa með getur verið hvaða sósa sem er en ég notaði mína uppáhalds þessa dagana sem er góð með svo mörgu 😛

1/2 dós Sýður rjómi 5% á móti sirka jafn mikið af Grískri jógúrt
1msk Agave sýróp
1-2 Pressað hvítlauksrif
Svartur pipar eða sítrónupipar
Kreysta smá sítrónu útí