Afmæliskaka Magneu fitness prinsessu

Síðastliðin laugardag hélt ein af mínum uppáhalds uppá stórafmælið sitt.

Magnea Gunnarsdóttir bikini fitness meistari var tvítug og auðvitað verða svona prinsessur og kökugæðingar að fá alvöru köku við stór tilefni eins og þessi. Ég fór í málið en ég hafði aldrei áður gert svona sykurmassa köku þrátt fyrir að hafa langað til þess. Lét samt vaða og skoðaði allskonar video á youtube…. Magnea ákvað þemað og varð „Pink Zebra“ fyrir valinu.

Að sjálfsögðu varð kakan að vera stór og var hún þess vegna 2 hæða, það er ekki minna gert fyrir svona alvöru prinsessur . Til þess að halda kökunni uppi og botnarnir falli ekki saman án þess að þurfa nota stoð inní þá notaðis ég við snilldar ráð sem Jói Fel vinur minn notaði í afmæliskökuna mína. Það var að hafa neðra lagið úr massífum Rice krispies svo súkkulaði kakan standi kyrr ofan á.
Ég legg svo mikið uppúr því að kökur séu ekki bara útlitið heldur innihaldið sem skiptir mestu máli!

[do_widget „Featured Image“]

Inní „Pink Zebra“ kökunni var:

Neðra lag/4 x Rice krispies botnar festir saman með saltri karamellu

IMG_8122
Rice krispies botnar (fjórföld uppskrift) :

400 g Smjör

400 g Suðusúkkulaði

400 g Mars súkkulaði

16 msk af síróp

20 bollar Rixe krispies

Salt karamella til að líma botnana saman.

Skipt jafnt í 4  form með smjörpappír ofan í og þríst vel útí alla kanta og þjappað vel svo þetta verði flott í laginu og þétt.

Sett í fristir í lágmark 15 mín. En ég gerði mína nokkrum dögum áður. Límdi þá svo saman með saltri karamellu. Sama uppskrift og í Gröfukökunni (Súkkulaði kaka með saltri karamellu). Nema hvað að ég tvöfalalði þá uppskrift  skitpi í tvær skálar og setti hinn helminginn útí smjörkremið sem var ofan á súkkulaði kökunni í þessari…jumm:P

Efra lag/Súkkulaði kaka með söltuðu karamellu smjörkremi a la Heidi Ola 😛

Sama uppskrift af botnum og ég notaði í Súkkulaði kökuna með söltu karamellunni. Nema ég bjó til nýja útgáfu af kremi. Ég fann enga sem mér fannst nógu góð svo af karmellu smjörkremi svo ég bjó til mína eigin uppskrift. Þar sem ég get ekki líst bragðinu af söltu karmellunni sem var í hinni uppskriftinni svo ég ákvað að prófa setja þá karamellu útí smjörkrem og hér kemur það:

Salted caramel smjörkrem a la Heidi Ola 😉

160 g ósaltað smjör (við stofuhita)

500 g fljórsykur

50 ml mjólk

Helminguinn af karamellunni sem þið settuð á milli botananna.  (verið búin að kæla karamelluna áður en þið notið hana)

Hrærið saman smjöri og sykri, bætið svo mjólkinni og útí og því næst karamellunni 🙂

Svo er þessu kremi bara smurt á milli súkkulaði köku botnana og vel yfir hana alla, hafði ég hana á sér disk. Svo byrjaði sykurmassagerðin og föndrið. Sem tók tímana tvo, og varð þetta lokaútkoman. Og verð ég að segja ég var bara nokkuð sátt, góð á bragðið og leit vel út.

IMG_8179

 

Made by Heidi Ola 😉

 

Ein athugasemd á “Afmæliskaka Magneu fitness prinsessu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *