Author Archives: heidiola

Nú þegar jólin nálgast, þá er tilheyrir á mörgum heimilum að hafa grjónagraut. Ég er sjálf alin upp við grjónagraut með möndlu í á jólunum, en svo hefur það verið þannig síðustu ár að við höfum sett möndluna bara í frómasinn sem er í dessert þar sem allir eru svo saddir að það þýðir ekkert að hafa grjónagaut á aðfangadag sjálfan. En ég hef alltaf haldið mikið uppá grjónagraut og langaði mig að prófa að gera aðeins hollari útgáfu og heppnaðist það svona rosalega vel :)[do_widget „Featured Image“]Fyrir tvo

Innihald:

  • 2 dl Perlubygg
  • 5 dl vatn
  • 5 dl létt mjólk eða fjörmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dropar vanillu stevia eða 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl Heilkonar morgungrautur / byggflögur (má sleppa)
  • Rúsínur (má setja ofan á í lokin eða sleppa)

Ofan á:

  • Kanill
  • Sukrin
  • Smjör

Sauð perlubyggið í 15 mín. Helti þá vatninu af og setti mjólkina í, ég vildi fyrst sjóða grjónin svo þau yrðu extra mjúk. En það má líka leggja þau í bleyti yfir nótt. Hitaði þá þar til hann fór að sjóða með mjólkinni, lækkaði þá undir og setti allt hitt útí. Hrærði því vel saman.

Borin fram og toppaður með kanilsykri, ég nota Sukrin sykur og hreinan kanil saman og smá íslenskt smjör.

Ps: Var líka með steikta lyfrapylsu og blóðmör borið fram með sukrin sykri fyrir hann Ella minn og Heimir auðvitað 🙂

Fljótlegt, hollara en venjuleg pizza og svo gott!!! Oft er venjuleg pizza svolítið mikið brauð „kolvetni“ og lítið að kjöti „próteini“ en þegar ég geri pizzu sjálf heima þá hef ég mikið álegg og minni botn, og ein einföld útgáfa ef þú vilt sleppa við að gera botnin frá grunni.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • Tortilla pizza kökur
  • 1 askja Sveppir (ég notaði heila af skornum sveppum þar sem mér finnst aldrei of mikið af sveppum)
  • 1/2 Rauðlaukur
  • Létt pepperoni
  • 2 Kjúklingabringur
  • Létt rjómostur
  • Salsasósa
  • BBQ sósa
  • Rifin pizza ostur (í þetta skiptið átti ég til maxico ost og reif smá af honum með)
  • Mulið doritos (hægt að nota hollara snakk)
  • Toppað Pizza Topping garlic & onion sósu frá Santa Maria.

Steiki sveppi og rauðlauk á pönnu, ég nota Isio olíu og smá ísl smjör, bæti svo smá rauðvínsediki og Sukrin gold púðursykri á pönnuna í lokin. Set til hliðar í skál. Sker kjúklinga bringur í lita bita, kridda með kjúklinga kriddi og mexico kriddi frá pottaglöldrum, getið notað hvaða kridd sem er. Steiki á pönnu, set til hliar í aðra skál og velti uppúr smá BBQ sósu.

Set tortilla pizzu botana á bökunarplötu með smjörpappír undir. Set set salsa sósu á hvern botn. Raðið svo öllu álegginu á eins og þið viljið, ég byrja á pepperoni, lauk&svepp, kjúlla, rjómostur settur með skeið í litlar klessur, ostur, doritos og inní ofn. Bakað í 8-10 mín. Toppað áður en þið berið fram með garlic sósunni 😛

Made by Heidi Ola 😉

Langaði svo mikið í eitthvað djúsí….átti til hakk og áðkvað að prófa henda því í einskonar mexico eðlu.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 500g Hakk
  • 1 rauð paprika skorin smátt.
  • 1 krukka salsa sósa
  • 2 tómatar, hakkaðir.
  • 1 askja Philadelphiaostur
  • 1 poki pizza ostur
  • Nachos flögur
  • Jalepeno úr krukku (val)

Kryddin sem ég notaði á hakkið: Guacamole krydd frá The spice tree, Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum, Chilli Powder og smá tabasco sósa. (en annars er hægt að nota líka tilbúið tacokrydd í poka)

Smyrjið rjómaostinum í botnin á eldföstu móti.
Steikið hakkið á pönnu ásamt paprikunni kryddið eftir smekk. Bætið svo tómötum og salsasósu á pönnuna. Hellið svo öllu af pönnunni yfir rjómaostin, stráið ostinum yfir og raðið eða myljið nokkrum Nachos flögum yfir og raðið jalepeno ef þið fílið sterkt. Bakið í ofni í 10 mín eða þar til osturinn er orðin vel bráðin.

Gott að bera fram með nachos flögum, salati, guacamole og síðrum rjóma.
img_0357Made by Heidi Ola 😉

Ég skellti í einn mjög einfaldan kjúklingarétt í kvöld sem ég hafði ekki gert mjög lengi, cravaði í eitthvað með góðri sósu og grjónum. Hafði ekki prófað að setja sveppi í hann áður en það kom mjög vel út.
[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 3 Kjúklingabringur
  • 200gr Brokkolí
  • 1 Dós sveppir
  • 1 Piparostur
  • 1 Matreiðslurjómi

Byrjaði á að sjóða brokkolíð örstutt í potti þar sem ég var með frosið brokkolí og vildi ná vökvanum af, setti það svo í sigti.
Skar bringurnar niður í bita, kryddaði með sítrónupipar en þið getið notað hvaða krydd sem er, steiki á pönnu eða bara rétt loka bitunum.

Geri sósu í öðrum pott:
Skar niður piparost og bræddi í matreiðslurjóma. Hellið sveppum útí. Hellið svo sósunni yfir kjúklingin og brokkolíð í stóru eldföstu móti og setjið í ofnin í 20 mín.

Borið fram með hrísgrjónum:

  • 150gr grjón

Sigta grjónin með vatni, næ hvítu slikjinni af og set svo í pott með vanti, smá salt og olí. En með því að sigta þau fyrst þá verða þau mýkri.

Whola

Ídýfan sem ég gerði fyrir Fatness klúbbinn sem kom í Klúbbablaði Vikunnar.

img_0558Hitið ofnin í 180°

• 2 brauð  eitt sem er skál og annað skorið niður. Ég notaði súrdeigsbrauð.
• 250gr frosið spínat, þiðnað og klappa þurrt.
• ½ laukur
• ½ rauð paprika
• 2 pressið hvítlauskrif
• 1 msk ólífuolía
• 2 msk grænt pesto úr krukku
• ½ tsk Worcestershire sósa (ég notaði frá Heinz) má sleppa eða nota Tabasco sósu.
• ¼ tsk Paprikukrydd
• ¼ tsk Salt
• 1/8 tsk Svartur pipar
• 8 msk majónes (ég notaði Hellmanns light)
• 115 gr af rjómosti (ég notaði létt Philadelphia)
• 100gr rifin Parmesan ostur
• 50 gr rifin cheddar ostur
• 50 gr rifin Mozzarella ostur

Bakarnir hjá Brauð og Co svo almennilegir að baka fyrir mig eitt kriglótt súrdeigsbrauð svo skar ég innan úr því og gerði skál. En það má nota hvering bauð sem er. T.d. hægt að nota langt brauð og skera í það rákir eða gera langa skál. Ég skar svo niður eitt annað brauð og hafði með. Það má líka gera þessa dýfu í eldfast mót.
Hitið pönnu með 1 msk ólífuolíu yfir miðlungs háum hita. Saxið lauk fínt niður og hitið á pönnunni í um það bil 5 mínútur eða þar til hann er orðin mjúkur. Bætið við fínt saxaðri papriku og hvítlauk og hitið með í eina mínútu.
Bætið útí spínati, pestó, Worcestershire sósu, paprikukryddi, salti, pipar og majónesi hrærið öllu vel saman. Lækkið hitann og hrærið út í rjómaosti og látið hann bráðna vel. Í lokin sýrða rjómanum, parmesan osti og cheddar osti bætt á og hært vel. Hellið svo í brauðið og setið Mozarella ostinn yfir bakið í 20-30 mín eða þar til osturinn ofan á er orðin vel bráðin örlítið farin að verða svona gullnum lit.
Berið fram heitt með brauði, kexi eða snakki.

Made by Heidi Ola 😉

Það er hægt að gera múffunar á allskonar vegu! Hér er ein sem ég gerði um daginn með eplum og kanil.[do_widget „Featured Image“] Hitið ofnin í 200°C

  •  4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hiðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silkon form. Bestar heitar með smjöri og osti. Annars hægt að grípa með sér í nesti á morgnna einar og sér með kaffibollanum eða einum ísköldum Hámark 😛

Made by Heidi Ola 😛

Lesa meira

Langt síðan ég hef sett inn feita köku!! Fyrsti hittingur eftir sumar pásu hjá Fatness saumaklúbbnum var á sunnudaginn og fannst mér kjörið tækifræri til að prófa eitthvað nýtt og eins og þið hafið kannski tekið eftir þá finnst mér allt með lakkrís gott og ákvað að prófa eina nýja maregs köku, þetta var fyrsta tilraun og heppnaðist bara rosalega vel…..namm :P[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 120°C

Lakkrís marengs

  • 3 dl sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 3 bollar Rice Krispies
  • 1-2 tsk Svartur matarlitur
  • 2 tsk Fínt Lakrids powder eða milja grófa niður, (notaði frá Johan Bulow)

Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svörtum matarlit efrir smekk útí, og  þar til marengsinn verður vel stífur. Bætið þá Rice Krispies varlega saman við og með sleikju.
Mér finnst best að klæða svo tvö bökunarform sirka 26cm að innan með álpappír. Smyrja marengsinum fallega í formin og baka við 120 gráður í 60 mín og látið kólna í ofninum. Það er mjög snyðugt að gera botana svolítið áður en á að nota þá jafnvel nokkrum dögum áður þeir geymast vel.

Rjómi á milli og ofan á

  • 1 stór og 1 lítill peli af rjóma
  • 180gr Marabou salt lakkrís súkkulaði sakað niður

Þeyta rjómann, saxna súkkulaði niður og hella saman við. Rjómi settur á milli og geymið smá til að setja ofan á.  Alltaf  best að setja rjóman á daginn áður eða snemma morguns sama dag og þú berð þá fram svo kakan nái að ryðja sig.

Setti svo karmellu popp með lakkrís ofan á frá Ástrík (fékk það í Jóa Fel bakarí)IMG_1574IMG_1588IMG_1577

Made by Heidi Ola 😛

Ég elska að dekra við Heimir hundinn minn 🙂 Hann átti afmæli núna 16. ágúst og varð 8 ára. Ég hafði pantað form sem eru eins og hundabein á netinu fyrir löngu og uppskriftirnar sem fylgdu með voru greinilega frekar af kökum fyrir mannfólk því í þeim var sykur. Ég ákvað að prófa það sem mér datt í hug sem væri hollt, sykurlaust og hundar gætu borðað og eitthvað með kjötbragði því hundar elsku jú flestir allt með kjötlykt. Nota oft barnamauk í heilsu uppskriftir svo ég fann barnamauk með kjöti og kartöflum og bætti svo líka í þær osti. Honum finnst þetta allavega algjört lostæti og sérstaklega þegar þær komu heitar úr ofninum, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki list á að prófa en þær eru alveg í lagi fyrir mannfólk líka 🙂
[do_widget „Featured Image“]

Hitið ofin á 200°C

  • 2 bollar hafrar
  • 1 bolli hveiti
  • 1 skvísa af Ellas 100% organic barnamauk með kjöti og kartöflum
  • 1/3 bolli smjör (við stofuhita)
  • 1/2 bolli mjólk
  • 1 egg
  • 1 bolli rifin ostur

Hrærið saman eggi og mjólk, bætið svo í það barnamaukinu og smjöri.

Setjið haframjölið í mixara til að gera það fínt ég notaði Nutribullet (má slepppa því og nota þá grófa en þá verður kexið grófara).  Hellið svo höfrunum og hveiti saman við.  Öllu hrært vel með sleif. Og bætt rifnum osti saman við.

Ef það er mjög klístrað bætið þá smá hveiti saman við.

Deigið hnoðað og flatt út með kökukefli og skorið út, ég átti svona hundabeins form sem ég pantaði á netinu. Þið getið notað hvaða form sem er eða bara skorð út ykkar munstur 🙂IMG_1307IMG_1311IMG_1331IMG_1363IMG_1375 Made by Heidi Ola 😉

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Maís hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég var lítil var þetta uppáhalds maturinn minn ég vildi hreinlega bara hafa maís einan og sér í matinn, kallaði það að hafa “gult í matinn”
Veit fátt betra í meðlæti með mat en heilan maís og ef það er hægt að vá þá svona í hýðinu þá er það best!

Toppurinn er svo að grilla hann og ef þið hafið ekki prófað þetta þá bara verðið þið að prófa!![do_widget „Featured Image“]

 

  • Heilir maísstönglar í hýðinu
  • Íslenskt smjör án salts
  • Sjávarsalt
  • Ferskt lime

Takið maísstönglana úr hýðinu, smyrjið með smjöri og setjið í álpappír á heitt grillið í 20 mín. Snúið reglulega. (sumir kjósa að láta þá lyggja áður í vatni í 10 mín, en ég hef bara skellt þeim beint á grillið)

Saltið með sjávarsalti og kreistið ferkt lime yfir.

13410384_10153642022452423_1513196312_o

Ég var með grillaðan hamborgara frá Kjötkompaní, kís að nota gæða kjöt og keypti maísstönglana líka þar. Brauðið fylgir með borgurunum. Á hamborgarann setti ég ferskt guacamole, 5% sýrðan róma, ost, kál, tómata, gúrku, steikta sveppi og lauk. Toppaður með andareggi (beint frá mínu býli) og steiktu beikon.

Svo hamborgari þarf alls ekki að vera svo óhollur

Heidi Ola 😉