Eðluréttur með hakki

Langaði svo mikið í eitthvað djúsí….átti til hakk og áðkvað að prófa henda því í einskonar mexico eðlu.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 500g Hakk
  • 1 rauð paprika skorin smátt.
  • 1 krukka salsa sósa
  • 2 tómatar, hakkaðir.
  • 1 askja Philadelphiaostur
  • 1 poki pizza ostur
  • Nachos flögur
  • Jalepeno úr krukku (val)

Kryddin sem ég notaði á hakkið: Guacamole krydd frá The spice tree, Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum, Chilli Powder og smá tabasco sósa. (en annars er hægt að nota líka tilbúið tacokrydd í poka)

Smyrjið rjómaostinum í botnin á eldföstu móti.
Steikið hakkið á pönnu ásamt paprikunni kryddið eftir smekk. Bætið svo tómötum og salsasósu á pönnuna. Hellið svo öllu af pönnunni yfir rjómaostin, stráið ostinum yfir og raðið eða myljið nokkrum Nachos flögum yfir og raðið jalepeno ef þið fílið sterkt. Bakið í ofni í 10 mín eða þar til osturinn er orðin vel bráðin.

Gott að bera fram með nachos flögum, salati, guacamole og síðrum rjóma.
img_0357Made by Heidi Ola 😉