Heit spínat ídýfa í súrdeigsbrauði

Ídýfan sem ég gerði fyrir Fatness klúbbinn sem kom í Klúbbablaði Vikunnar.

img_0558Hitið ofnin í 180°

• 2 brauð  eitt sem er skál og annað skorið niður. Ég notaði súrdeigsbrauð.
• 250gr frosið spínat, þiðnað og klappa þurrt.
• ½ laukur
• ½ rauð paprika
• 2 pressið hvítlauskrif
• 1 msk ólífuolía
• 2 msk grænt pesto úr krukku
• ½ tsk Worcestershire sósa (ég notaði frá Heinz) má sleppa eða nota Tabasco sósu.
• ¼ tsk Paprikukrydd
• ¼ tsk Salt
• 1/8 tsk Svartur pipar
• 8 msk majónes (ég notaði Hellmanns light)
• 115 gr af rjómosti (ég notaði létt Philadelphia)
• 100gr rifin Parmesan ostur
• 50 gr rifin cheddar ostur
• 50 gr rifin Mozzarella ostur

Bakarnir hjá Brauð og Co svo almennilegir að baka fyrir mig eitt kriglótt súrdeigsbrauð svo skar ég innan úr því og gerði skál. En það má nota hvering bauð sem er. T.d. hægt að nota langt brauð og skera í það rákir eða gera langa skál. Ég skar svo niður eitt annað brauð og hafði með. Það má líka gera þessa dýfu í eldfast mót.
Hitið pönnu með 1 msk ólífuolíu yfir miðlungs háum hita. Saxið lauk fínt niður og hitið á pönnunni í um það bil 5 mínútur eða þar til hann er orðin mjúkur. Bætið við fínt saxaðri papriku og hvítlauk og hitið með í eina mínútu.
Bætið útí spínati, pestó, Worcestershire sósu, paprikukryddi, salti, pipar og majónesi hrærið öllu vel saman. Lækkið hitann og hrærið út í rjómaosti og látið hann bráðna vel. Í lokin sýrða rjómanum, parmesan osti og cheddar osti bætt á og hært vel. Hellið svo í brauðið og setið Mozarella ostinn yfir bakið í 20-30 mín eða þar til osturinn ofan á er orðin vel bráðin örlítið farin að verða svona gullnum lit.
Berið fram heitt með brauði, kexi eða snakki.

Made by Heidi Ola 😉