Flokkur: Uppskriftir

Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.

Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.

[do_widget „Featured Image“]

Ofninn hitaður í 200°

Eggja og avocado salat:

2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)

1 stórt avocado

4 msk kotasæla

1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)

Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar,  ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
IMG_2319Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.IMG_2321
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma.IMG_2322 Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂IMG_2323IMG_2329

Made by Heidi Ola 😉

 

 

 

 

Svo margir búnir að senda mér hvað ég gerði við sætu karföluna með laxinum um daginn 🙂
Grillaður lax með fylltri sætri kartöflu, ferksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
[do_widget „Featured Image“] Sæt kartafla (fyrir 2)

Stillti ofnin á 200°.
Skar eina stóra kartöflu í tvennt. Pakkði þeim inní álpappír og setti í ofnin í 45mín (fer eftir því hversu stórar þær eru, en allvega þannig að þær verði frekar mjúkar).
Á meðan steikti ég smátt skorinn rauðlauk á pönnu ásamt gulum baunum. Þannig að baunirnar brúnist smá.
Tók kartöfluna svo út úr ofninum og skar vel í hana með hníf án þess samt að fara í gegnum hýðið, hafði álpappírinn enn um hana hálfa. Smurði hana með smjöri og salti. (má sleppa). Krafsaði smá í hana og setti feta ost (getið líka sett smá af olíunni af feta ostinum og sleppt smjörinu). Set síðan lauk og baunir yfir. Setti svo smá rifin ost yfir í lokin (má sleppa).

Lax

Ferskur lax frá Hafinu Fiskverslun. Set dass af ólífuolíu á álpappírinn svo roðið festist ekki alveg við. Kryddaði hann með sítrónupipar, settur á grillið í sirka 7-10 mín fer eftir þykkt. Kartölunar setti ég með á grillið í þann tíma og bakaði þær enn betur og bræddi ostinn 🙂

Bar fram með freksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.

Hér er önnur uppskrift sem ég gerði með svona fylltri kartöflu 🙂

http://www.heidiola.is/osta-fyllt-kjukligabringa-med-pepperoni-og-fyllt-saet-kartafla/

Made by Heidi Ola 😉

Ég á afmæli 14. apríl og ákvað bjóða heim í smá afmælisboð. Hef ekki komist í að setja inn uppskriftir né bogg í svolítinn tíma núna því ég er búin að vera svo upptekin, margt skemmtilegt í gangi þessa dagana t.d. að taka á móti gæsaungum úr eggjum hér heima í stofu En ég mun koma með meira um það sem fyrst!!
Ég var svo með allskonar annað gúrme á boðstólnum, geri alltaf of mikið, “of mikið er nóg” eins og sagt er. Gerði döðlugotts cake pops, Daim marenges köku, gulróta cup cakes, heitan kjúkklingabrauðrétt sem sló rækilega í gegn!
Hér kemur svo aðal afmæliskakan!
[do_widget „Featured Image“]

IMG_1715IMG_1754

Drauma súkkulaði kaka með marengs kremi uppskrift:

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði bleikan og svartan (en setti viljandi ekki of mikið því ég vildi hafa það útí grátt, það var þemað). En þið getið notað þá litli sem þið viljið og mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku.

Drauma súkkulaðikaka:

  • 2 1/4 bollar (285 g) hveiti
  • 2 1/4 bollar (450 g) sykur
  • 1 1/3 bollar (160 g) kakó (ég nota sykurlaust Hershey´s kakó frá Kosti)
  • 1 msk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 boll (360 ml) súrmjólk
  • 1 bolli (240 ml) heitt kaffi (ég notaði instant kaffi frá Nestle)
  • 1/2 bolli 2 msk (150 ml) matarolía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 3 egg (við stofuhita)

Marengs frosting krem:

  • 10 eggjahvítur
  • 2 1/2 bollar (500 g) sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk salt

Súkkulaði hjúpur:

  •  150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt
  • Mulin marengs og flottustu notaðir sem skraut á toppinn.

Mareges toppar bakaðir:

  1. Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.
  2. Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bleikan og svartan en setti ekki of mikið af svarta því ég vildi hafa litin meira gráan og hélt svo þeim þriðja hvítum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin. Veljið nokkra þá flottustu og setjið til hliðar til að nota ofan á kökuna sem skraut, en hina mundi ég á milli í kökuna.

IMG_1694

Súkkulaði kakan bökuð:

  1. Hitið ofninn í 180 ° C. Spreyið að innan með Pam-spreyi (á sérstakt for baking, fæst í Kosti) 4 kringlótt kökuform, ég notaði sirka 23cm breið form.
  2.  Í stóra  skál, sigtið hveiti, sykur, kakóduft, matarsóda, lyftiduft og salt.
  3. Í miðlungs skál eða mæliglas, setjið saman súrmjólk, kaffi, olíu og vanilludropa og  blanda í lokin í það eggjum.
  4. Bætið blautu efnunum við þurru og hrærið í um 1 mínútu. Hellið deiginu svo jafn í öll 4 formin.
  5. Og bakið í sirka 20 mín. Fylgist með í lokin og prófið að stinga í með prjón, við viljum ekki of baka hana, ofnar eru missjanir. Takið svo út og látið kólna í minnsta kosti 10 mín áður en þið takið þær úr formunum og svo í aðrar 30 mín jafnvel í kælir. Ég bakaði mína kvöldið áður og lét þá standa á borðinu yfir nótt en breiddi yfir þá.

Marengs frosting krem gert:

  1. Fituhreynsið pott eða skál að innan með sítrónusafa í pappír.  Eggjahvítur og sykur sett í pottinn eða skálina og látið malla yfir vatnsbaði (ekki sjóða), hrærið stöðugt en varlega, þar til hitinn nær um 60 °, eða ef þú ert ekki með hitamæli,  þá fylgjast með þar til sykur er að fullu uppleystur og eggjahvítur eru heitar.
  2. Hellið í hræirvélaskálina og hrærið á miðlungs hraða í sirka 1 mín eða þar til marengsin fer að þykkna, hækkið þá hraðan í botn. Hrærið þar til hann er orðin vel þykkur og glansandi og búin að kólna alveg niður.
  3. Bætið vanillu og salti í . Best er að setja kremið svo strax á, svona marengs krem geymist ekki lengi svona fluffy. Svo ég gerði það sama dag og ég hafði veisluna.

Súkkulaði hjúpur gerður:

  1. Yfir vatnsbaði bræðið súkkulaði, smjör, síróp og salt og hrærið þar til það verður slétt eða í örbylgjuofni í um 50 sekúndur. Látið kólna þar til það þykknar örlítið í um 15 mínútur.

Kakan sett saman:

Setjið fyrst einn botn á kökudisk og sirka 1 bolla af marenges kreminu á hann, setjið svo slatta af muldum marenges toppum yfir það, svo kemur botn númer 2 ofan á það og aftur sett krem og maregnes mulingur….síðan bara koll af kolli allir 4 botnarnir settir svona saman, síðan marenges kremið smurt yfir hana alla bara létta umferð og best að setja hana svo aðeins í kælir þannig og taka hana svo aftur úr eftir sirka 30 mín og klærða hana alveg í kremi. Setja svo aftur í kælir í sirka 15 mín og taka þá út og hella súkkulaði hjúpnum yfir.
Skreita svo með restini af marenges toppunum og smá muling. Þetta er sko smá þolinmæðis kaka en vá hvað hún var góð! En það má líka sleppa marenges toppunum og baka hana t.d. í bara 2 forumum og gera hana mun einfaldari en stundum er gaman að gera svona alvuru köku sérstaklega þegar maður á afmæli 🙂
Hún geymist best í kælir en ekki í of marga daga, best að borða hana samdægurs þar sem svona marenges krem bráðnar ef það er geymt og lengi. IMG_1697
Made by Heidi Ola ;p

Ég er mikið páskabarn. Síðstu ár hef ég annahvort verið að keppa sjálf eða hjálpa öðrum á Íslandsmótinu í Fitness sem er alltaf haldið um páskana.Því fylgir mikil stemming og það er ekkert mikið minni spenna og stress að hjálpa öðrum. Ég elska að geta deilt reynslu minni með þeim sem ég þjálfa :). Ég var að þjálfa 2 stelpur sem kepptu báðar í -163cm þeim gekk báðum mjög vel. Lára var að keppa í fyrsta skitpi og hafnði í 4 sæti og Eydís í 6 sæti. Ég var svo einnig búin að vera að kenna þó nokkuð mörgum stelpum pósur bæði einkatímum og á pósunámskeiði Iceland Fitness. Helginni er ég svo búin að eyða með fjölskyldunni, kærastanum og hundinum Heimi í bústaðnum okkar. Við erum búin að hafa það mjög kósý og borða góðan mat. Vorum að enda við þessa dýrindis mátið, eitt það besta sem ég hef fengið! Elduðum endur úr sveitnni okkar. Ég mun pósta uppskriftinni af þeim síðar:). Ég bakaði páska cup cakes til að hafa með kaffinu og færði líka stelpunum mínum sem voru að keppa en ég var búin að lofa þeim köku eftir mót 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

Páska Gulróta cup cakes:

  • 1 1/2 Bolli matarolía
  • 3 Bollar Rifnar gulrætur
  • 2 Bollar púðursykur
  • 4 Egg
  • 2 Bollar hveiti
  • 2 tsk. Matarsódi
  • 1 tsk. Salt
  • 2 tsk. Kanill
  • 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
  • 150gr hvítt súkkulaði, saxað frekar gróflega.

Þeytið saman egg og sykur, bætið gultótunum saman við. Setjið þurrefnin saman í sér skál og bætið svo saman við eggjahræruna. Dreyfið í muffinsform, ég notaði 2 skeiðar þar sem deygið er mjög blautt. Bakað við 170 °C í 20-30 mín.

Rjómaosta smjörkrem:

  • 500 gr Flórsykur
  • 200 gr Smjör (við stofuhita)
  • 400 gr  eða 2 stk. Hreinn Philadelphia rjómaostur (ég notaði létt)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 dropar sítrónusafi

Öllu hrært saman, gott að setja það smá í kælir á milli svo það sé ekki of lint þegar því er svo sprutað á. Passið líka að kæla kökunar vel áður svo kremið leki ekki til. Ég nota einnota sprautupoka og breiðan, rifflaðan sprautu stút.

Ég skreytti svo með bræddu súkkulaði og páska M&M sem fékk frá USA og er með hvítu súkkulaði 🙂
IMG_1517Dásamlega mjúkar og góðar.
1780235_672948659478554_4481073917231737088_oStórglæsilegur flokkur Model fitness -163cm.
IMG_1538Allir spenntir á leiðinni í sveitina:)
IMG_1555Gaman úti að leika:)
IMG_1577Hann elsku Heimir okkar fékk svo glaður með páskaeggið sitt, sleikti það allt fyrst og réðst svo á það 😛
IMG_1581Eg keypti eggið í dýrabúð úti í UK og er það sérstaklega fyrir hunda, sykurlaust og glúteinlaust.
IMG_1592Við fjölsyldan páskuðum svo alveg yfir okkur í súkkulaðinu!!!
IMG_1606-2„Páskaöndin“
IMG_1609-2Eitt besta sem ég hef smakkað! Aliönd frá honum Ella mínum, elduð eftir uppskrift frá Jóa Fel.

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
  • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
  • 2 pressuð hvílauksrif
  • Smá maldon salt
  • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉

Kósý í vonda veðrinu 🙂
[do_widget „Featured Image“] (Uppskrift fyrir miðað við einn bolla)

  • 1 kakóbolli vatn (ég set bara vatn í bollan sem ég ætla að drekka úr)
  • 1 skeið  (30gr) súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
  • 1 tsk Hershey´s sykurlaust kakó (fékk það í Kosti, þið getið annars notað hvað sem er og má sleppa)
  • Smá salt (má sleppa, ég nota maldon salt)
  • 1/2 tsk Sweet liquorice syrup frá Lakrids (ég keypti það í Kjötkompaní en þessar vörur er bara seldar í vel völdum verslunnum t.d. í Epal, sá það í Fríhöfnni)

IMG_0996Allt sett saman í pott og hitað, en passið að láta alls ekki sjóða, ég set á hæsta hita og um leið og það er farið að rjúka sma úr pottinum þá er það til.
Svo má stundum leyfa sér og setja smá jurtarjóma eða bara alvuru rjóma og strá svo smá Raw liquorice powder yfir 😛 namm þetta er svo gott og best eignlega að borða rjómann eins og ís ofan af með lakkrís kriddinu í 😛 ég veit ég er lakkrísperri 🙂
Minnir svolítið á Leppalúða sem er uppáhalds jóla kaffið mitt á Te og kaffi 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Cozy in the bad weather (in Iceland) 🙂

(Recipe for considering one cup)

  • 1 cocoa cup water (I just put water in a cup that I’m going to drink)
  • 1 spoon (30gr) chocolate casein protein (I use the QNT)
  • 1 teaspoon sugar-free cocoa Hershey’s (got it in the pros, you can use anything else and may be omitted)
  • A little salt (can be omitted, I use Maldon salt)
  • 1/2 teaspoon Sweet licorice syrup from Lakrids (http://lakrids.nu)

All put together in a saucepan and heat, but careful to not boil it.
I sometimes put a little vegetable cream or just real heavy whipped cream and straw so little Raw licorice powder over: P NAMM this is so good 😛

Ég prófaði á dögunum að gera kjötbollur í hollari kantinum sem heppnuðust svona líka svona rosalega vel 🙂
[do_widget „Featured Image“] Ofnbakaðar pretzel hakkbollur
500g Hakk beint frá býli
2 egg (beint frá okkar býli 🙂
1/2 bolli fjörmjólk
1 lítill laukur saxaður smátt
3 grænir laukar saxaðir smátt
2 presssuð hvítlauksrif
1/2 tsk origano
Dass af maldon salti og svörtum pipar
1 bolli pretzel crisps mulið smátt niður í mortel, eða sett í poka og mulið niður eftir smekk hversu smátt
Pretzel-Chips-225x300 Fékk þetta kex í Kosti, alveg mitt uppáhalds með ostum og er aðeins hollara en Ritz kex.

Hrærið eggin og mjólkina saman í skál, bætið svo öllu hinu útí og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í ofni við 180 gráður í sirka 30 mín eða þar til þær eru orðnar aðeins brúnaðar og crispy. Ef mixið er of blautt eins og mitt varð smá getið þið alltaf bætt í það smá haframjöl svo það sé auðveldara að hnoða það í kúlur.

Heimatibúin kartöflumús með osti

2-4 stórar bökunar kartöflur (ég var með mat fyrir 4 en þetta var alveg vel meira en nóg svo 2-3 hefði verið nóg) skornar niður og settar í pott ég vildi hafa híðið á þeim.
1/2 bolli Fjörmjólk
1/2 bolli Stevia sykur frá Via-Health
Dass af maldon salti og svörtum pipar
Sirka hálfur poki af rifnum osti (eftir smekk, má sleppa)

Allt sett saman í pott og hitað við vægan hita og notað stappara til að stappa saman, ég setti mitt svo í hrærivélina með hnoðara í smá stund og aftur í pottinn til að spara mér tíma 🙂

Hafði svo með þessu heita brúna sósu, steiktan rauðlauk og sykurlausa sultu.
IMG_0333

Transalte/

Lesa meira

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉

Ég borða mikið af fisk, lax og bleikja eru í milku uppáhaldi og er ég fastakúnni í fiskverslunni Hafinu í kópavogi. Það er fyrir mig eins og að koma inní nammibúð 😛 allt svo girnilegt þar ég fæ ofast valkvíða þegar ég kem inn. Uppáhald mitt er lax í teriyaki og sesam mareneringu, þarf bara að henda honum í ofnin í um 7-10 mín. Hér var ég að gera extra vel mig og kallinn og hafði ofnbakðar sætarkartöfur með feta, steikta sveppi, sauð ferskan aspas, ferskt salat og gríska sósu með.
image
[do_widget „Featured Image“] Sætar kartöflur:
Skar niður sæta kartöflu í litla tening, helli í eldfast mót, helli fetaost yfir eftir smekk og smá af olíunni með.
Bakað í ofni á 200 gráðum í 20-30 mín.

Lax:
Kemur tibúin í mareneringu frá Hafinu í Kópavogi.
Settur í ofnin í eldfast mót í 7-10mín. (set smá olíu í fatið svo hann festist ekki við)
Ég setti hann svo ofan í annað fat ofan á ferskt spínat, bara svona til að gera þetta fallegt fyrir augað 🙂 Skar svo niður smá skarlott lauk og setti yfir í lokin.

Aspas:
Ferskur stór aspas úr Kosti, læt vatn í stóra pönnu með loki (því hann er svo langur). Læt suðuna koma upp, lækka undir og set aspasin ofan í ásamt smá maldon salti og læt sjóða í 2-5 mín. Fer eftir því hversu þykkur hann er.

Grísk sósa:
3-4 msk Grísk jógúrt
hálf dós Sýrður rjómi 5%
1 msk Agave síróp
1 pressað hvítlauskrif
Sítrónu safi
Svartur pipar
Öllu hrært saman og smakkað til. Ég geri þessa með mjög mörgu og dassa hana alltaf til 😉

Steikti sveppi á pönnu og gerði ferskt salat með avocado, algjört sælgæti 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Ég bakaði gömlu góðu vatnsdeigsbollurnar í gær og var með sunnudags bollukaffi, það var nammidagur svo ég tók þetta leið og gerði nokkrar útgáfur af rjóma og búðing sem mig langar að deila með ykkur:

Ég elska allt með lakkrís bragði!!
Rjómi með lakkrís síróp útí, namm geggjað combó!! Fékk lakkrís sírópið í Kjötkompaní, en það væst víða núna.
IMG_0486[do_widget „Featured Image“] með lakkrís rjóma, karmellu búðing (Royal búðingur, 1pakki + 250ml mjólk) og dass af salted caramel sósu sem ég átti til frá bakstri um daginn 😛

Rjómi með sykur lausu Nutella kremi sem ég fann í Hagkaup og smakkast alveg eins.
IMG_0488IMG_0511Bolla með Nutella rjóma, ferskum jarðaberjum, bláberjum:P
IMG_0500IMG_0503IMG_0496
By Heidi Ola;)