Afmæliskakan mín 2015!!

Ég á afmæli 14. apríl og ákvað bjóða heim í smá afmælisboð. Hef ekki komist í að setja inn uppskriftir né bogg í svolítinn tíma núna því ég er búin að vera svo upptekin, margt skemmtilegt í gangi þessa dagana t.d. að taka á móti gæsaungum úr eggjum hér heima í stofu En ég mun koma með meira um það sem fyrst!!
Ég var svo með allskonar annað gúrme á boðstólnum, geri alltaf of mikið, “of mikið er nóg” eins og sagt er. Gerði döðlugotts cake pops, Daim marenges köku, gulróta cup cakes, heitan kjúkklingabrauðrétt sem sló rækilega í gegn!
Hér kemur svo aðal afmæliskakan!
[do_widget „Featured Image“]

IMG_1715IMG_1754

Drauma súkkulaði kaka með marengs kremi uppskrift:

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði bleikan og svartan (en setti viljandi ekki of mikið því ég vildi hafa það útí grátt, það var þemað). En þið getið notað þá litli sem þið viljið og mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku.

Drauma súkkulaðikaka:

  • 2 1/4 bollar (285 g) hveiti
  • 2 1/4 bollar (450 g) sykur
  • 1 1/3 bollar (160 g) kakó (ég nota sykurlaust Hershey´s kakó frá Kosti)
  • 1 msk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 boll (360 ml) súrmjólk
  • 1 bolli (240 ml) heitt kaffi (ég notaði instant kaffi frá Nestle)
  • 1/2 bolli 2 msk (150 ml) matarolía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 3 egg (við stofuhita)

Marengs frosting krem:

  • 10 eggjahvítur
  • 2 1/2 bollar (500 g) sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk salt

Súkkulaði hjúpur:

  •  150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt
  • Mulin marengs og flottustu notaðir sem skraut á toppinn.

Mareges toppar bakaðir:

  1. Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.
  2. Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bleikan og svartan en setti ekki of mikið af svarta því ég vildi hafa litin meira gráan og hélt svo þeim þriðja hvítum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin. Veljið nokkra þá flottustu og setjið til hliðar til að nota ofan á kökuna sem skraut, en hina mundi ég á milli í kökuna.

IMG_1694

Súkkulaði kakan bökuð:

  1. Hitið ofninn í 180 ° C. Spreyið að innan með Pam-spreyi (á sérstakt for baking, fæst í Kosti) 4 kringlótt kökuform, ég notaði sirka 23cm breið form.
  2.  Í stóra  skál, sigtið hveiti, sykur, kakóduft, matarsóda, lyftiduft og salt.
  3. Í miðlungs skál eða mæliglas, setjið saman súrmjólk, kaffi, olíu og vanilludropa og  blanda í lokin í það eggjum.
  4. Bætið blautu efnunum við þurru og hrærið í um 1 mínútu. Hellið deiginu svo jafn í öll 4 formin.
  5. Og bakið í sirka 20 mín. Fylgist með í lokin og prófið að stinga í með prjón, við viljum ekki of baka hana, ofnar eru missjanir. Takið svo út og látið kólna í minnsta kosti 10 mín áður en þið takið þær úr formunum og svo í aðrar 30 mín jafnvel í kælir. Ég bakaði mína kvöldið áður og lét þá standa á borðinu yfir nótt en breiddi yfir þá.

Marengs frosting krem gert:

  1. Fituhreynsið pott eða skál að innan með sítrónusafa í pappír.  Eggjahvítur og sykur sett í pottinn eða skálina og látið malla yfir vatnsbaði (ekki sjóða), hrærið stöðugt en varlega, þar til hitinn nær um 60 °, eða ef þú ert ekki með hitamæli,  þá fylgjast með þar til sykur er að fullu uppleystur og eggjahvítur eru heitar.
  2. Hellið í hræirvélaskálina og hrærið á miðlungs hraða í sirka 1 mín eða þar til marengsin fer að þykkna, hækkið þá hraðan í botn. Hrærið þar til hann er orðin vel þykkur og glansandi og búin að kólna alveg niður.
  3. Bætið vanillu og salti í . Best er að setja kremið svo strax á, svona marengs krem geymist ekki lengi svona fluffy. Svo ég gerði það sama dag og ég hafði veisluna.

Súkkulaði hjúpur gerður:

  1. Yfir vatnsbaði bræðið súkkulaði, smjör, síróp og salt og hrærið þar til það verður slétt eða í örbylgjuofni í um 50 sekúndur. Látið kólna þar til það þykknar örlítið í um 15 mínútur.

Kakan sett saman:

Setjið fyrst einn botn á kökudisk og sirka 1 bolla af marenges kreminu á hann, setjið svo slatta af muldum marenges toppum yfir það, svo kemur botn númer 2 ofan á það og aftur sett krem og maregnes mulingur….síðan bara koll af kolli allir 4 botnarnir settir svona saman, síðan marenges kremið smurt yfir hana alla bara létta umferð og best að setja hana svo aðeins í kælir þannig og taka hana svo aftur úr eftir sirka 30 mín og klærða hana alveg í kremi. Setja svo aftur í kælir í sirka 15 mín og taka þá út og hella súkkulaði hjúpnum yfir.
Skreita svo með restini af marenges toppunum og smá muling. Þetta er sko smá þolinmæðis kaka en vá hvað hún var góð! En það má líka sleppa marenges toppunum og baka hana t.d. í bara 2 forumum og gera hana mun einfaldari en stundum er gaman að gera svona alvuru köku sérstaklega þegar maður á afmæli 🙂
Hún geymist best í kælir en ekki í of marga daga, best að borða hana samdægurs þar sem svona marenges krem bráðnar ef það er geymt og lengi. IMG_1697
Made by Heidi Ola ;p

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *