Páskar og páska cup cakes

Ég er mikið páskabarn. Síðstu ár hef ég annahvort verið að keppa sjálf eða hjálpa öðrum á Íslandsmótinu í Fitness sem er alltaf haldið um páskana.Því fylgir mikil stemming og það er ekkert mikið minni spenna og stress að hjálpa öðrum. Ég elska að geta deilt reynslu minni með þeim sem ég þjálfa :). Ég var að þjálfa 2 stelpur sem kepptu báðar í -163cm þeim gekk báðum mjög vel. Lára var að keppa í fyrsta skitpi og hafnði í 4 sæti og Eydís í 6 sæti. Ég var svo einnig búin að vera að kenna þó nokkuð mörgum stelpum pósur bæði einkatímum og á pósunámskeiði Iceland Fitness. Helginni er ég svo búin að eyða með fjölskyldunni, kærastanum og hundinum Heimi í bústaðnum okkar. Við erum búin að hafa það mjög kósý og borða góðan mat. Vorum að enda við þessa dýrindis mátið, eitt það besta sem ég hef fengið! Elduðum endur úr sveitnni okkar. Ég mun pósta uppskriftinni af þeim síðar:). Ég bakaði páska cup cakes til að hafa með kaffinu og færði líka stelpunum mínum sem voru að keppa en ég var búin að lofa þeim köku eftir mót 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

Páska Gulróta cup cakes:

  • 1 1/2 Bolli matarolía
  • 3 Bollar Rifnar gulrætur
  • 2 Bollar púðursykur
  • 4 Egg
  • 2 Bollar hveiti
  • 2 tsk. Matarsódi
  • 1 tsk. Salt
  • 2 tsk. Kanill
  • 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
  • 150gr hvítt súkkulaði, saxað frekar gróflega.

Þeytið saman egg og sykur, bætið gultótunum saman við. Setjið þurrefnin saman í sér skál og bætið svo saman við eggjahræruna. Dreyfið í muffinsform, ég notaði 2 skeiðar þar sem deygið er mjög blautt. Bakað við 170 °C í 20-30 mín.

Rjómaosta smjörkrem:

  • 500 gr Flórsykur
  • 200 gr Smjör (við stofuhita)
  • 400 gr  eða 2 stk. Hreinn Philadelphia rjómaostur (ég notaði létt)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 dropar sítrónusafi

Öllu hrært saman, gott að setja það smá í kælir á milli svo það sé ekki of lint þegar því er svo sprutað á. Passið líka að kæla kökunar vel áður svo kremið leki ekki til. Ég nota einnota sprautupoka og breiðan, rifflaðan sprautu stút.

Ég skreytti svo með bræddu súkkulaði og páska M&M sem fékk frá USA og er með hvítu súkkulaði 🙂
IMG_1517Dásamlega mjúkar og góðar.
1780235_672948659478554_4481073917231737088_oStórglæsilegur flokkur Model fitness -163cm.
IMG_1538Allir spenntir á leiðinni í sveitina:)
IMG_1555Gaman úti að leika:)
IMG_1577Hann elsku Heimir okkar fékk svo glaður með páskaeggið sitt, sleikti það allt fyrst og réðst svo á það 😛
IMG_1581Eg keypti eggið í dýrabúð úti í UK og er það sérstaklega fyrir hunda, sykurlaust og glúteinlaust.
IMG_1592Við fjölsyldan páskuðum svo alveg yfir okkur í súkkulaðinu!!!
IMG_1606-2„Páskaöndin“
IMG_1609-2Eitt besta sem ég hef smakkað! Aliönd frá honum Ella mínum, elduð eftir uppskrift frá Jóa Fel.

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *