Heimsókn til Cardiff og hafra-múffur

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *