Flokkur: Uppskriftir

Ein af mínum bestu vinkonum Kristbjörg á von á barni með Aron sínum 🙂 Og héldu þau smá boð eða baby reveal eins og það er kallað erlendis þar sem þau tilkynntu kynið fyrir nánustu ættingjum og vinum þar síðsutu helgi. Og allir bíða enn spenntir eftir að fá að sjá inní kökuna sem ég gerði…“It´s a…“
[do_widget „Featured Image“] IMG_8370

Uppskrift:

Kaka:

340gr ósaltað smjör
2 bollar sykur
5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
1 ½ tsk vanilludropar
½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
3 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 bolli mjólk
Bláan Gel matarlit (notaði alveg um 20 dropa af sky blue, setti bara þangað til ég var orðin ánægð með litinn)

1. Hitið ofin í 180 gráður. Spreyið 3x kökuform að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör.
2. Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjahvítunum útí.
3. Setjið öll þurrefnin saman í skál.
4. Bætið þurrefnunum útí eggjahvíturnar og sykurinn ásamt mjólkinni.
5. Síðast bætið matarlitnum útí.
6. Hellið svo deiginu jafnt í öll 3 formin og bakið í 15-20 mín.

Smjörkrem: (stór uppskrift, fer á milli, yfir alla efri og neðri kökuna)
250gr smjör (mjúkt)
1000gr flórsykur (2pakkar)
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk sýróp

Neðri kakan voru 2 Rice Krispies botnar með salted caramel á milli:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
200 g Mars súkkulaði
8 msk síróp
10 bollar Rice Krispies
*Sölt karamella á milli:
Sjá: *http://www.heidiola.is/sukkuladikaka-med-saltri-karamellu-grofukakan/

Svo setti ég hvítan sykurmassa (fondant) yfir þær báðar, bláa kakan var svo sett varlega ofa á hina. Við Kristbjörg hjálpuðumst svo við að skreyta hana svona sætt, vorum reyndar búnar að gera skrautið (betra að skrautuð fái að harðna smá, svo gott að gera það nokkurum dögum áður) og kláruðum að setja hana alla saman á laugardeginum. Boðið var svo að sunnudegiunum. Þetta tók sinn tíma, en vá hvað þetta var gaman og við vorum svo glaðar með útkomuna 🙂 Kristbjörg sýndi mér svo alveg nýja hlið á sér og var alveg með „touchið“ í skreytingunum 🙂
Við gerðum líka cake pops pinna með blárri köku inní og hafði ég rjómaosta krem saman við þá og þeim dýft í hvítt súkkulaði 😛
IMG_8309

Made by Heidi Ola og Kris J 😉

Lágkolvetna brauð frá Jóa Fel með avocado salati 🙂

1 harðsoðið egg
1/2 avocado
1 stór matskeið kotasæla
Smá sítrónupipar
Kreyst sítróna

Allt hrært saman og smurt á, mjög einfallt, hollt og gott 🙂
Ég smurði þessu svo á 2 sneiðar af LKL lágkolvetna brauð frá Jóa Fel Bakarí.
Það brauð geymist vel en ég geymi það oft í firsti og risa það er líka mjög gott 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira

Núna fer ein msk skeið af Amino Collagen útí morgunmatinn hjá mér alla daga hvort sem ég geri mér boozt, graut eða súrmjólk…. Og helst önnur msk skeið útí millimálið.
Þeir segja 1-2 skeiðar á dag og ég hef verið að prófa þetta núna í sirka 2 mánuði og auðvitað tek ég þetta alla leið og nota 2 skeiðar. Ég sé sjánlegan mun á húðinni á mér, bæði sléttari og fallegri áferð. Og er ég búin að vera glíma við hné og liðverki og finn góðan mun á mér.
En Amino Collagen er 100% hreint Íslenskt Collagen unnið úr fiskiroði. Og er ég að prófa að bæta því við hjá mér, en þetta er ekki prótein fyrir vöðvana heldur viðheldur teygjanleika og raka húðar, kemur í veg fyrir hrukkur, getur minkað verki í liðum, dregur úr niðurborti vöðva eftir æfingu og meira recovery.
[do_widget „Featured Image“] Fullkomið í millimál:
1 x epli
1 tsk möndlumjöl
1 skeið (30g)vanilluprótein (Ég nota Delicious whey prótein frá QNT)
1 msk (10g) Amino Collagen
Vatn + klakar, mixað saman í Nutrabullet græjunni minni ☺

Made by Heidi Ola 😉

Ég er búin að prófa þennan til lengi, ég elska allt með karamellubragði og er þetta prótein frá QNT uppáhalds mitt með Cookies and cream bragði algjört…gúrme 😛

[do_widget „Featured Image“]

1 skeið Deliciuous Whey prótein frá QNT. (ég notaði Cookies and cream bragð, hægt að nota hvaða bragð sem ykkur dettur í hug)

Klakar. (ég nota alveg 6 stóra klaka)

Kaffi eftir smekk, ég nota ofast 1 faldan expresso, og set svo nokkra dropa af karmellu stevia eða sykurlausu karmellu kaffi sýrópi útí. (en í þetta skipið notaði ég karmellu kaffi, og þá 1 bolla og bæti ekki vatni við því ég notaði svo mikið af klaka.) (karmellu kaffi fæst t.d. í Kosti)
Ef ég nota expresso kaffi þá set ég smá vatn með, bara eftir hversu þykkan þú vilt hann.

Einnig nota ég stunum smá möndlumjók, soya mjólk eða undanrennu. (má sleppa alveg)

En í dag er sunnudagur svo ég setti á hann smá jurtarjóma 😛

Frábær í millimál þessi
Aðeins 124 kcal í einum skammti af próteinunu (30g).

Made by Heidi Ola 😉

Í þessum er:

1 skeið QNT Delicious whey prótein með vanillubragði.
1/2 grænt epli.
7 stikki frosin jarðaber.
7 græn vínber, bætti þeim við af því ég átti þau til 🙂
50ml. Möndlumjólk.
Smá vatn.
4x klakar.

Poppkex (lightly salted rice crackers frá Quaker úr Kosti)

Með lífrænu hnetusmjöri og grænu epli…jumm 😛

Ostafyllt kjúklingabringa

Ég byrja á að krydda bringurnar, á þessar notaði ég Cajun BBQ krydd frá Pottagöldrum. Skar svo smá rauf í bringurnar og tróð mexicoost ofan í. Setti þær í eldfast mót með smá vatni í botninum til að halda þeim safaríkum og mjúkum. Síðan sprautaði ég smá BBQ sósu yfir þær. Lokaði svo raufinni með léttu pepperoni frá SS sem ég var búin að gera krispí með því að steikja það á pönnu. Dassaði svo Heitu Pizzakryddi frá Pottagöldum yfir líka bara svona af því ég var komin í pepperoní gírinn 🙂

Bakað svo í ofni við 200 gráður í sirka 20 mín.

Fyllt sæt karfafla

Sæt kartafla
Fersk salsa, ég notaði gular baunir, tómata og gúrku. Gott að hafa lauk líka.
Rifin ost, ég notaði fjörmjólkurost. Og stundum smá af mexico ostinum líka. Ég sem sagt elska ost 🙂
Sker karföfluna í tvennt, baka í ofni í 30 mín. Tek hana svo út og sker í hana raufar (tígla) smurði yfir hana íslensku smjöri (getið notað olíu, eða í kötti spreya ég bara smá pam spreyi). Salta smá með maldon salti. Setti svo ferksa salsa yfir og var búin að skera smá af pepperoní líka í það. Setti svo rifin ost yfir og baka aftur í ofni í um 20-30 mín. Dassaði smá Heitu pizzakryddi yfir þetta líka.

Sósa með getur verið hvaða sósa sem er en ég notaði mína uppáhalds þessa dagana sem er góð með svo mörgu 😛

1/2 dós Sýður rjómi 5% á móti sirka jafn mikið af Grískri jógúrt
1msk Agave sýróp
1-2 Pressað hvítlauksrif
Svartur pipar eða sítrónupipar
Kreysta smá sítrónu útí