Flokkur: Matur

Allt um mat

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira

Ein af mínum bestu vinkonum Kristbjörg á von á barni með Aron sínum 🙂 Og héldu þau smá boð eða baby reveal eins og það er kallað erlendis þar sem þau tilkynntu kynið fyrir nánustu ættingjum og vinum þar síðsutu helgi. Og allir bíða enn spenntir eftir að fá að sjá inní kökuna sem ég gerði…“It´s a…“
[do_widget „Featured Image“] IMG_8370

Uppskrift:

Kaka:

340gr ósaltað smjör
2 bollar sykur
5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
1 ½ tsk vanilludropar
½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
3 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 bolli mjólk
Bláan Gel matarlit (notaði alveg um 20 dropa af sky blue, setti bara þangað til ég var orðin ánægð með litinn)

1. Hitið ofin í 180 gráður. Spreyið 3x kökuform að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör.
2. Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjahvítunum útí.
3. Setjið öll þurrefnin saman í skál.
4. Bætið þurrefnunum útí eggjahvíturnar og sykurinn ásamt mjólkinni.
5. Síðast bætið matarlitnum útí.
6. Hellið svo deiginu jafnt í öll 3 formin og bakið í 15-20 mín.

Smjörkrem: (stór uppskrift, fer á milli, yfir alla efri og neðri kökuna)
250gr smjör (mjúkt)
1000gr flórsykur (2pakkar)
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk sýróp

Neðri kakan voru 2 Rice Krispies botnar með salted caramel á milli:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
200 g Mars súkkulaði
8 msk síróp
10 bollar Rice Krispies
*Sölt karamella á milli:
Sjá: *http://www.heidiola.is/sukkuladikaka-med-saltri-karamellu-grofukakan/

Svo setti ég hvítan sykurmassa (fondant) yfir þær báðar, bláa kakan var svo sett varlega ofa á hina. Við Kristbjörg hjálpuðumst svo við að skreyta hana svona sætt, vorum reyndar búnar að gera skrautið (betra að skrautuð fái að harðna smá, svo gott að gera það nokkurum dögum áður) og kláruðum að setja hana alla saman á laugardeginum. Boðið var svo að sunnudegiunum. Þetta tók sinn tíma, en vá hvað þetta var gaman og við vorum svo glaðar með útkomuna 🙂 Kristbjörg sýndi mér svo alveg nýja hlið á sér og var alveg með „touchið“ í skreytingunum 🙂
Við gerðum líka cake pops pinna með blárri köku inní og hafði ég rjómaosta krem saman við þá og þeim dýft í hvítt súkkulaði 😛
IMG_8309

Made by Heidi Ola og Kris J 😉

Núna fer ein msk skeið af Amino Collagen útí morgunmatinn hjá mér alla daga hvort sem ég geri mér boozt, graut eða súrmjólk…. Og helst önnur msk skeið útí millimálið.
Þeir segja 1-2 skeiðar á dag og ég hef verið að prófa þetta núna í sirka 2 mánuði og auðvitað tek ég þetta alla leið og nota 2 skeiðar. Ég sé sjánlegan mun á húðinni á mér, bæði sléttari og fallegri áferð. Og er ég búin að vera glíma við hné og liðverki og finn góðan mun á mér.
En Amino Collagen er 100% hreint Íslenskt Collagen unnið úr fiskiroði. Og er ég að prófa að bæta því við hjá mér, en þetta er ekki prótein fyrir vöðvana heldur viðheldur teygjanleika og raka húðar, kemur í veg fyrir hrukkur, getur minkað verki í liðum, dregur úr niðurborti vöðva eftir æfingu og meira recovery.
[do_widget „Featured Image“] Fullkomið í millimál:
1 x epli
1 tsk möndlumjöl
1 skeið (30g)vanilluprótein (Ég nota Delicious whey prótein frá QNT)
1 msk (10g) Amino Collagen
Vatn + klakar, mixað saman í Nutrabullet græjunni minni ☺

Made by Heidi Ola 😉

Síðastliðin laugardag hélt ein af mínum uppáhalds uppá stórafmælið sitt.

Magnea Gunnarsdóttir bikini fitness meistari var tvítug og auðvitað verða svona prinsessur og kökugæðingar að fá alvöru köku við stór tilefni eins og þessi. Ég fór í málið en ég hafði aldrei áður gert svona sykurmassa köku þrátt fyrir að hafa langað til þess. Lét samt vaða og skoðaði allskonar video á youtube…. Magnea ákvað þemað og varð „Pink Zebra“ fyrir valinu.

Að sjálfsögðu varð kakan að vera stór og var hún þess vegna 2 hæða, það er ekki minna gert fyrir svona alvöru prinsessur . Til þess að halda kökunni uppi og botnarnir falli ekki saman án þess að þurfa nota stoð inní þá notaðis ég við snilldar ráð sem Jói Fel vinur minn notaði í afmæliskökuna mína. Það var að hafa neðra lagið úr massífum Rice krispies svo súkkulaði kakan standi kyrr ofan á.
Ég legg svo mikið uppúr því að kökur séu ekki bara útlitið heldur innihaldið sem skiptir mestu máli!

[do_widget „Featured Image“]

Lesa meira

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska egg og allt með eggjum 🙂 Ég reyni eins og ég get að fá sem mest prótein úr fæðunni þó ég taki inn prótein sjeika með þá reyni ég að takmarka það eins og ég get.

Það gerist ekki betra en að byrja daginn á dýrindis hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Vanillueggja hafragrautuinn minn:
[do_widget „Featured Image“]
Lesa meira