Tag Archives: grasker

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira