Flokkur: Matur

Allt um mat

Við erum með allskonar í sveitinni okkar útá Álftanesi og okkur þykir báðum svo gaman að því að hafa sem mest „beint frá býli“ 🙂 Og tókum við upp fyrr í sumar fullt af rabbabara og þá er ég að meina fullt örgglega 50kg. Og gerði ég rabbabara sultu í fyrsta skipti með leiðbeiningum frá mömmu og prófuðum við að gera líka hollari útgáfu af rabbabarasultu þar sem mér blöskari nú heldur betur sykurinn sem fer í þessa hefðbundunu eða þetta er jú bara 50/50 sykur og rabbabari! Hún er nú góð samt með kjötbollum og brúnni sósu og í hjónabansælununa hennar mömmu 🙂 En þessi holla kom svo skemmtilega á óvart og er erfitt að segja hvor er betri að mínu mati, alls ekki alveg sama bragð en namm það er eru döðlur í henni í staðin fyrir sykur þar sem döður er mjög sætar og allt með döðlum er gott :p Ég setti inn uppskriftina af hollari rabbabarasultu með döðlum hér inn síðst með fylltum muffins.
En ég gerði ekki rabbabarasultu úr 50kg af rabbabara 🙂 Heldur skar ég restina af honum niður í litla kubba og vigtaði passlegt magn í poka og setti í fyrsti svo núna á ég nóg til ef sultan klárast og til að eiga í rabbabarapæ 🙂 sem er eitt það besta!! Og núna er svo komið að annari uppskeru af rabbabara hjá okkur svo maður ætti að eiga nóg til fyrir veturinn.
IMG_0328

[do_widget „Featured Image“] Notið þess í sveitinn í sumar og boðið uppá rabbabarapæ.

Rabbarapæ toppað með súkkulaði uppskrift:

Hitið ofninn í 200°

  • 500 gr rabarbari (má nota frosin, þarf ekki að þíða áður) ég átti hann skorin í 1/2 cm þykkum sneiðum.
  • 2 msk kartöflumjöl
  • Kanil stráð yfir eftir smekk
  • 150gr súkkulaði þið getið notað hvað sem ykkur dettur í hug, og magn eftir smekk, ég hef prófað bæði venjulegt Síríus suðusúkkulaði og Síríus nuggat súkkulaði, Toblerone það var geggjað gott með smá nuggat í 😛 og ætla ég að prófa næst að setja Mars bita 😛

Dreyfið rabbabaranum í eldfast mót stráðið kartöflumjölinu yfir og dreifið vel saman, kridda smá fyrir með kanil (má sleppa), skerið súkkulaði í bita og dreifið yfir, ég fíla að hafa bitana svona aðeins í stærri kantinum eða þannig að maður finni fyrir þeim.

Gerið svo deig í skál, ég nota hnoðaran á Kitchen Aid vélinni en það er líka hægt að hræra þessu bara vel með sleif í skál.

Deig

  • 3,5 dl Hveiti
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl sykur
  • 150 gr smjör

Blandið hveiti, kókosmjöl og sykri í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Ég nota það ráð stundum að skera smjörið ef það er hart niður með góðum ostaskera í sneiðar og hendi svo útí. ­Hrærið þetta saman þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í sirka 20 mínútur.

Made by Heidi Ola 😉

 

Ég prófaði í síðustu viku að gúrme-a haframúffurnar mínar aðeins upp fyrir hann Ella minn og strákana í Allt fyrir Garðinn með föstudags kaffinu:)
[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin (sem ég hef áður sett inn á síðuna nema ég breytti aðeins og tvöfaldaði hana):

Hitið ofnin í 200°.

  • 4 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 8 heil egg
  • 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
  • 1 bolli stevia sykur (má sleppa eða nota minna, eða nota stevia dropa, samt óþarfi þar sem bananir og döðlusultan er nóu sæt)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • dass af kanil eftir smekk og má sleppa
  • dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
  • 1 dl af hollu rabbabara/döðlu sultunni sem ég gerði um daginn og átti alltaf eftir að setja inn uppskrift af en hún kemur hér neðar líka. (En það má líka bara skera niður döðlur eins og ég hef svo oft áður gert, mjúkar eða harðar, eða nota barnamauk, virkar allt vel)

Fylling:

  • Diablo No added sugar Hazelnut chocolate spread. (fann það í Hagkaup og bragðast það alveg eins og Nutella nema það er sykurlaust)
  • Lífrænt hnetusmjör frá Sollu.

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, ég var með silikon form sem ég spreyja að innan með PAM spreyi (for baking, færst í Kosti), þetta voru 18 stykki. Setti ég deig ofan í hálft formið og svo tsk af sykurlausu nutella og smá af lífrænu hnetusmjöri ofan á svo aftur helming af deigi ofan á. Bakað í sirka 20-30 mín fer eftir ofnum, bara fylgjast með þar til þær eru orðnar smá brúnaðar að ofan.IMG_2537IMG_2538

Rabbabarasulta með döðlum:

  • 700 gr. rabarbari
  • 250 gr. döðlur
  • 1/2 bolli agavesýróp
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 vanillstöng (má sleppa)

Rabbabari skolaður og saxaður niður í bita. Saxið döðlur gróft. Allt sett í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Made by Heidi Ola 😉

Þessi kom skemmtinlega á óvart Ég var bara að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa að gera mitt eigið lemon og herb krydd þar sem það eina sem til var í búðinni var stútfullt af aukaefnum. Ég vil helst nota eins nátturuleg og hrein krydd og ég get, eins og ég hef áður sagt þá nota ég mest kryddin með græna miðanum frá pottagöldrum (án aukaefna) og blanda oft nokkrum saman. Ég átti svo til timmian sem við Elli höfðum týnt um daginn og þurrkað. Ég var búin að tékka hvaða krydd væru helst í lemon og herb dressingum og ákvað að prófa bara að blanda mína eigin blöndu og kom það ótrúlega vel út.
[do_widget „Featured Image“] Hitaði ofnin á 200° grill.

Sauð ferskan aspas í 5 mín í vatni með smá maldon salti.
Blandaði saman dass af þessu öllu í skál með skeið (gott að nota mortel ef þið eigið það til):
• Rósmarin
• Timian
• Steinselja
• Estragon
• Oregano
• Maldon salt
• Kreist sítróna
• Agave sýróp
Penslaði laxinn (frá Hafinu) með öllu saman og setti í ofn í 10-15 mín, tíminn fer eftir hversu þykk flökin eru. Setti aspasin með í annað fat í ofnin og grillaði hann með í sama tíma.
Setti kartöflu konfekt með í ofnin sem ég fæ tilbúnar í ofnin frá Hafinu (stundum ekki tími fyrir of mikið ves)
Á meðan gerði ég hollandaise sósu úr pakka.
Svo skar ég dýrindis grænmeti sem við fengum gefins beint úr gróðurhúsinu í Reykholti í Biskupstungum. Græn búna pakrikan sem kallast súkkulaði paprika og er aðeins sætari en venjuleg græn paprika.IMG_2534
Gaman að týna svona sjálfur 🙂 settum bara á dagblöð og létum þorna og setti svo í krukku 🙂 (Froosh krukkurnar koma sér vel).

Made by Heidi Ola 😉

 

Í tilefni helgarinar fannst mér við hæfi að setja inn regnboga kökuna sem ég gerði fyrir Fatness boð á Gay pride í fyrra. Langaði að deila með ykkur uppskriftinni, en þessi kaka vakti sko mikla lukku og hef ég notað hana oft eftir það, bara í öðrum litum, því hún var svo bragðgóð! Meðal annars gerði ég bláu Baby Reveal kökuna eftir þessari uppskrift 🙂
Vildi ekki hafa þetta típíska svamp botna með smjör kremi. Finnst þeir oft svo þurrir og óspennandi. Algjört möst að kökur séu bragð góðar líka en ekki bara fyrir augað. Svo ég breytti þessari hefðbundu regboga köku sem mér hafði alltaf langað að prófa að gera. Þessi er svona smá blaut í sér, alls ekki þurr, en trixið er sýrði rjóminn.[do_widget „Featured Image“]

Kaka:

  • 340gr Ósaltað smjör
  • 2 Bollar sykur
  • 5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • ½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
  • 3 bollar hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli mjólk
  • Gel matarliti, (ég notaði AmeriColor Soft Gel Paste Food Color frá Allt í Köku, ég las mér mikið til um svona kökur áður og voru þeir mest notaðir og flestir mæla með þeim. Allvega ekki nota fljótandi liti þá verður deigið of þunnt.

Litirnir sem ég notaði heita: Soft Gel Paste***( Super Red, Lemon Yellow, Electric Orange, Electric Green, Electric Blue and Royal Purple) og eru frá AmeriColor.

  1. Hitið ofinn í 180 gráður. Spreyið kökuformin að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör. Ég átti bara 3 form í sömu stærð svo ég bakaði 3 í einu.
  2.  Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjunum varlega útí, einu í einu. Setjið saman vanilldropa og sýrða rjómann og hrærið vel saman við.
  3.  Í annari skál setjið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið því saman og hellið því svo þrennu lagi útí blautu efnin, og hrærið alltaf varlega saman á milli.
  4.  Því næst er svo að skipta deiginu í 6 litlar skálar, ef þið viljið vera voða nákvæm getið þið vigtað degið jafn í skálarnar en ég sirkaði nú bara eins í allar. Setjið svo hvern lit útí hverja skál, og hrærið með sér skeið í hverri þar til þið eruð sátt við litinn. Ég var að nota sirka 4-8 dropa í hverja. Algjört möst að nota krem liti.
  5. Hellið svo í formin og bakið í 13-15 mín. Þetta eru ekki það þykkir botnar svo passa að baka ekki of lengi. Þið munið svo sennilega halda að þið hafið bakað þá of lengi og finnast liturinn á þeim ljótur. En svo þegar þið skerið inní kökuna þá er liturinn flottari. Eðlilegt að skorpan sé aðeins dekkri. Ég kom bara 3 formum í einu í ofnin og bakaði þá í tvennu lagi.IMG_7267IMG_7268
    Ítalskt Marenge Smjörkrem á milli og rétt til að loka kökunni yfir:

    • 340gr. Sykur
    • 90ml vatn
    • 4 eggjahvítur
    • 500gr. Smjör
    • Raspaði svo smá sítrónubörk útí kremið til að gera í það smá bragð, bara eftir smekk og má sleppa.
    1.  Setjið saman í pott sykur og vatn og hrærið þar til það líkist blautum sandi. Hitið vel saman eða þar til sykurinn er alveg bráðinn og það sjást engar sykuragnir, þetta sé orðið alveg hvít-tært. (passa að skafa allan sykur úr köntunum á pottinum með ofan í.
    2.  Á meðan sykurinn er að bráðna, þeytið eggjahvíturnar. Á litlum hraða þar til þær verða froðukenndar (ætti að líta út eins og froða ofan af á bjór). Þá má auka hraða í meðalhraða. Hellið svo sykri rólega útí en lækkið þá hraðan niður og þegar þið hafið hellt honum öllum rólega útí aukið þá hraðan aftur og þeytið vel saman.
    3. Þegar blandan er orðin stofuheit. Lækkið hraðan aftur og bætið smjörinu varlega útí, skerið það í bita eða mér finnst gott að skera það í sneiðar með ostaskera og setja útí smá í einu og hræra svo vel saman þar til kremið er orðið slétt og fallegt.
    4. PS. Passið að smjörið sé við stofuhita! Og passið að eggin og sykruinn sé búið að kólna niður í stofuhita þegar smjörinu er bætt saman við, ef blandan er of heit þá endar það í kekkjum og líka ef smjörið er of kalt.
    5. Svo er bara að smyrja kreminu á milli allra botnana og raða þeim í réttri litaröð saman, og setja svo afgangin af því yfir hana alla og kökuna svo inní kælir sem fyrst. Svona marenge smjörkrem er best kalt. En mér fannst það svo ekki þekja hana nógu vel svo ég gerði líka venjulegt smjörkrem yfir hana alla.

    Smjörkrem:

    • 125gr smjör (mjúkt)
    • 500gr flórsykur
    • 1 egg
    • 2 tsk vanilludropar
    • 2 msk sýróp

    IMG_7332IMG_7339IMG_7346IMG_7353 Það er alltaf veisla þegar Fatness (fitness saumaklúbburinn) kemur saman 😛 Við skiptumst á að halda og allar koma með eitthvað gúrme á hlaðborðið og svo er gúffað 🙂

    Made by Heidi Ola ;p

     

Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)

IMG_1480

[do_widget „Featured Image“]

Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!

IMG_1491

Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P

By Heidi Ola 😉

Var að fá þessa gúrme uppskrift frá henni Snæfríði sem er í þjáflun hjá mér og fékk leyfi til að deila henni með ykkur 🙂 mæli með að þið prófið…namm bara gott og snyðugt að gera tibúið daginn áður í morgunmat eða nesti fyrir þá sem hafa lítinn tíma á morgnanna.
[do_widget „Featured Image“] Þú þarft:
1 epli
85gr haframjöl
1 bolli möndlumjólk
2 msk hunang
1 tsk kanill
2 hnefa fyllir blackberries

Flysjaðu eplið og skerðu niður í bita. Settu bitana á pönnu með smá vatni og steiktu þangað til eplin verða alveg mjúk. Þetta tekur 8-10 mín. Blandið höfrunum, möndlumjólkinni, einni msk af hunangi og kanil saman og hrærið. Hellið síðan útá eplin.
Blandið blackberries og einni msk hungangi saman og setjið í blandara. Setjið þetta í glas hvert ofan á annað. Þið getið sett ber ofan á líka. Setjið í ískápinn í minnsta kosti sex klukkutíma.

Made by Snæfríður
insta: @islandssol

Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.

Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.

[do_widget „Featured Image“]

Ofninn hitaður í 200°

Eggja og avocado salat:

2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)

1 stórt avocado

4 msk kotasæla

1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)

Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar,  ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
IMG_2319Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.IMG_2321
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma.IMG_2322 Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂IMG_2323IMG_2329

Made by Heidi Ola 😉

 

 

 

 

Svo margir búnir að senda mér hvað ég gerði við sætu karföluna með laxinum um daginn 🙂
Grillaður lax með fylltri sætri kartöflu, ferksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
[do_widget „Featured Image“] Sæt kartafla (fyrir 2)

Stillti ofnin á 200°.
Skar eina stóra kartöflu í tvennt. Pakkði þeim inní álpappír og setti í ofnin í 45mín (fer eftir því hversu stórar þær eru, en allvega þannig að þær verði frekar mjúkar).
Á meðan steikti ég smátt skorinn rauðlauk á pönnu ásamt gulum baunum. Þannig að baunirnar brúnist smá.
Tók kartöfluna svo út úr ofninum og skar vel í hana með hníf án þess samt að fara í gegnum hýðið, hafði álpappírinn enn um hana hálfa. Smurði hana með smjöri og salti. (má sleppa). Krafsaði smá í hana og setti feta ost (getið líka sett smá af olíunni af feta ostinum og sleppt smjörinu). Set síðan lauk og baunir yfir. Setti svo smá rifin ost yfir í lokin (má sleppa).

Lax

Ferskur lax frá Hafinu Fiskverslun. Set dass af ólífuolíu á álpappírinn svo roðið festist ekki alveg við. Kryddaði hann með sítrónupipar, settur á grillið í sirka 7-10 mín fer eftir þykkt. Kartölunar setti ég með á grillið í þann tíma og bakaði þær enn betur og bræddi ostinn 🙂

Bar fram með freksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.

Hér er önnur uppskrift sem ég gerði með svona fylltri kartöflu 🙂

http://www.heidiola.is/osta-fyllt-kjukligabringa-med-pepperoni-og-fyllt-saet-kartafla/

Made by Heidi Ola 😉

Ég er mikið páskabarn. Síðstu ár hef ég annahvort verið að keppa sjálf eða hjálpa öðrum á Íslandsmótinu í Fitness sem er alltaf haldið um páskana.Því fylgir mikil stemming og það er ekkert mikið minni spenna og stress að hjálpa öðrum. Ég elska að geta deilt reynslu minni með þeim sem ég þjálfa :). Ég var að þjálfa 2 stelpur sem kepptu báðar í -163cm þeim gekk báðum mjög vel. Lára var að keppa í fyrsta skitpi og hafnði í 4 sæti og Eydís í 6 sæti. Ég var svo einnig búin að vera að kenna þó nokkuð mörgum stelpum pósur bæði einkatímum og á pósunámskeiði Iceland Fitness. Helginni er ég svo búin að eyða með fjölskyldunni, kærastanum og hundinum Heimi í bústaðnum okkar. Við erum búin að hafa það mjög kósý og borða góðan mat. Vorum að enda við þessa dýrindis mátið, eitt það besta sem ég hef fengið! Elduðum endur úr sveitnni okkar. Ég mun pósta uppskriftinni af þeim síðar:). Ég bakaði páska cup cakes til að hafa með kaffinu og færði líka stelpunum mínum sem voru að keppa en ég var búin að lofa þeim köku eftir mót 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

Páska Gulróta cup cakes:

  • 1 1/2 Bolli matarolía
  • 3 Bollar Rifnar gulrætur
  • 2 Bollar púðursykur
  • 4 Egg
  • 2 Bollar hveiti
  • 2 tsk. Matarsódi
  • 1 tsk. Salt
  • 2 tsk. Kanill
  • 1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
  • 150gr hvítt súkkulaði, saxað frekar gróflega.

Þeytið saman egg og sykur, bætið gultótunum saman við. Setjið þurrefnin saman í sér skál og bætið svo saman við eggjahræruna. Dreyfið í muffinsform, ég notaði 2 skeiðar þar sem deygið er mjög blautt. Bakað við 170 °C í 20-30 mín.

Rjómaosta smjörkrem:

  • 500 gr Flórsykur
  • 200 gr Smjör (við stofuhita)
  • 400 gr  eða 2 stk. Hreinn Philadelphia rjómaostur (ég notaði létt)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 dropar sítrónusafi

Öllu hrært saman, gott að setja það smá í kælir á milli svo það sé ekki of lint þegar því er svo sprutað á. Passið líka að kæla kökunar vel áður svo kremið leki ekki til. Ég nota einnota sprautupoka og breiðan, rifflaðan sprautu stút.

Ég skreytti svo með bræddu súkkulaði og páska M&M sem fékk frá USA og er með hvítu súkkulaði 🙂
IMG_1517Dásamlega mjúkar og góðar.
1780235_672948659478554_4481073917231737088_oStórglæsilegur flokkur Model fitness -163cm.
IMG_1538Allir spenntir á leiðinni í sveitina:)
IMG_1555Gaman úti að leika:)
IMG_1577Hann elsku Heimir okkar fékk svo glaður með páskaeggið sitt, sleikti það allt fyrst og réðst svo á það 😛
IMG_1581Eg keypti eggið í dýrabúð úti í UK og er það sérstaklega fyrir hunda, sykurlaust og glúteinlaust.
IMG_1592Við fjölsyldan páskuðum svo alveg yfir okkur í súkkulaðinu!!!
IMG_1606-2„Páskaöndin“
IMG_1609-2Eitt besta sem ég hef smakkað! Aliönd frá honum Ella mínum, elduð eftir uppskrift frá Jóa Fel.

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
  • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
  • 2 pressuð hvílauksrif
  • Smá maldon salt
  • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉