Author Archives: heidiola

Stólana og hliðarborðin áttu amma og afi Ella og eru stólarnir er eftir danska hönnuðinn Hans J. Wegner. Við vorumbúin að vera með annan þeirra heima hjá okkur í nokkur ár þar sem við bjuggum áður og svo þegar við fluttum í nýja og stærri íbúð þá bauðst okkur að fá hinn stólinn á móti og hliðarborðin með. Mig langði til að breyta aðeins til og mála stólana svarta og einnig að láta bólstra pullurnar uppá nýtt þar sem þær voru orðnar frekar lúnar. Ég hef verið í samstarfi með Slippfélaginu í nokkur ár og fór til þeirra og fékk faglega ráðgjöf um hvernig væri best að gera þetta. Mér finnst svo fallegt þegar viðaræðarnar sjást í gegn. Matt svarta áferðin varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því.

Þetta var ekki svo mikið mál. Ég byrjaði á því að fituhreinsa stólana vel með sprittblöndu, þeirri sömu og ég þríf með, matta rétt yfir viðinn með sandpappír, grunna þá með grunni sem heitir Magni sem ég fékk hjá Slippfélaginu ásamt svartri málningu sem heitir Helmi 10 frá merkinu Tikkurila. Ég málaði tvær umferðir með svörtu. Best er að byrja hvolfa stólunum og mála þá fyrst undir og snúa þeim svo við og mála síðan það sem sést mest. Málaði eina umferð og aðra daginn eftir. Málaði borðin með sömu aðferð.

Við tóku miklar pælingar og leit að nýju áklæði á stólana, ég var eiginlega allaf föst á því að hafa þá svarta. Annar stólinn var upprunalega með svörtu áklæði og mig langaði að reyna halda svolítið í upprunalega lúkkið. Ég fékk góð meðmæli með Bólstursmiðjunni í Síðumúla og svo heppilega vildi til að efnið sem ég hafði haft í huga var til á lager.Þar sem svampurinn í pullunum var ekki uppá sitt besta ráðlagði bólstrarinn mér að láta sníða nýjan svamp því þaðmundi marg borga sig til lengri tíma og þá var líka hægt að fá mýkri og betri svamp. Einnig vildi ég halda leður röndinni á saumunum og það var ekkert mál, hann kom með þá hugmynd að hafa tölunar líka í leðri sem kemur einstaklega vel út.

Við erum mjög sátt með útkomuna. Það er eitthvað svo ánægjulegt og skemmtilegt að geta gefið gömlum hlutum nýtt líf, sérstaklega hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi.

 

Eitt besta kombóið mitt saman er lakkrís eða sterkt nammi með hindberja eða jarðaberja bragði 😛

En þessar kökur eru með Tyrkis peber sem er uppáhalds brjóstykurinn minn og hindberjum sem eru uppáhalds berin mín!

Hráefni:

Hindberja toppur

  • ½ vanillustöng
  • 60 g ljós púðursykur
  • 65 g hindber

Pavlovur

  • 6 eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 200 flórsykur
  • 1½ tsk mataredik

Tyrkis Peber krem

  • 2 matarlímsblöð
  • 150 g hvítt Toblerone
  • 500 ml rjómi
  • 4 tsk fínt mulin Tyrkis peber

Á toppinn

  • Hindber
  • Fint mulin Turkis peber

 Leiðbeiningar:

 (ath þessa uppskrift er gott að gera degi áður og skreyta svo daginn eftir)

 

  1. Byrjið á að hita ofnin í 100 gráður
  2. Skerið hálfa vanillustöng eftir endilöngu en ekki alveg í gegn og skafið fræin innan úr með hníf og setjið í skál. Setjið sykur saman við, skolið hindberin í sigti og takið svo uppúr og kreystið þau útí, hrærið vel saman við sykurinn og vanilluna með skeið. Setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt, eða þar til sykurinn hefur bráðnað alveg.
  3. Leggið matarlímsblöðin í vatn í 15 mín.

 

  1. Saxið hvítt Toblerone niður og hitið yfir vatnsbaði. Hitið rjóma í potti rétt undir suðu og bætið fínt munda Tyrkis peber útí og því næst hellið hvíta Tobleroinu útí og hrærið vel saman.
  2. Takið matarlímsblöðin uppúr vatinu og kreystið úr þeim og setjið í pott og hitið yfir vatnsbaði og hellið því svo útí rjómablönduna.
  3. Hrærið vel saman og hellið í skál og setjið í kælir í minnst 5 tíma eða yfir nótt.

 

  1. Þeytið eggjahvítur þar til þær verða stífar, bætið sykrinum útí og þeytið þar til blandan verður stíf og bætið þá flórsykrinum útí og hrærið enn meira. Bætið þá matarediki útí þegar hann er orðin stífur.
  2. Setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
  3. Setjið blönduna í spratupoka með stjörnustút framan á og sprautið í litlar pavlovu kökur með smá holu í miðjunni, fer eftir hversu stórar þið gerið en það ættu að passa sirka 9 kökur á plötu eða fleiri ef þið gerið minni.
  4. Bakið í 1½ klst og gott að láta þær kólna inní ofninum.

 

  1. Takið Tyrkis peber kremið úr kælir og létt þeytið það með handþeytara eða örstytt og mjög varlega í hrærivél setjið kremið þá í sprautupoka með stjörnustút.

 

  1. Setjið smá hindberja sultu ofan í hverja holu á kökunum og svo kremið fyrir það og svo aftur smá sultu og skreytið með hindberjum á toppinn.

Þessi uppskrift er í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

Mjög einföld uppskrift og það má alveg sleppa ananasinum og kóksflögunum en það gefur rosalsega gott exra bragð í réttinn.

Uppskrift fyrir fyrir 3-4, við erum 2 fullorðin og eitt barn og mér finnst gott að eiga afgang af svona réttum daginn eftir.

Hráefni:

  • 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cookoing olía til steikingar
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Korma sósa frá Patak´s
  • 1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon
  • 1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu
  • 1 lítil dós af ananas bitum
  • 1 dl kókosflögur
  • Rifin ostur 

Meðlæti:

  • 2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum
  • 2 Patak´s Naans brauð

Leiðbeiningar:

  1.  Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.
  4. Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.
  5. Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  7. Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.

 

Uppskrift gerð í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

Hráefni:

  •  900 gr.  Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cooking olía til steikingar
  • 2 tsk Oskar hænsnakraftur
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon
  • 150 ml Kókosmjólk í dós frá Blue Dragon (má nota alla fer eftir hvað þið viljið hafa sósuna þykka)
  • 1 dl Sweet Chilliu sósa frá Blue Dragon
  • 1 dl Gróft muldar kasjúhnetur
  • 3 stk Lime
  • ½ gúrka
  • 1 poki rifin mozarella ostur
  • Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)

Meðlæti:

  • 3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin).
  • 1 pakki Patak´s Naan brauð.

Leiðbeininar:

  1. Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnu með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.
  4. Setjið krukku af Satay sósu útá pönnuna ásamt, kókosmjólkinni og Sweet chilli sósu og hrærið vel saman.
  5. Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)
  7. Skerið niður gúrku, graslauk og lime.
  8. Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.
  9. Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).
  10. Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.

  • Undirbúningur:15 mín
  • Eldun:30 mín
  • Fyrir:4 
  • 4 Rose Poultry kjúklingabringur

 

  • 1 dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 dl Caj P Grillolía Orginal

 

  • ½ dl Filippo Berio ólífuolía

 

  • Hálfur hvítlaukostur

 

  • 12 pepperoni sneiðar eða sirka 3 á bringu

 

Leiðbeininar:

  1. Hrærið saman BBQ sósu, grillolíu og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.

 

2. Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mín eða yfir nótt.

 

3. Skerið niður osti í langar sneiðar og skerið svo rauf í bringunar og troðið ostinum ofan í.

 

4.Grillið á heitu grilli í 5 mínútur, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur og raðið pepperoni sneiðum á grillið og leggjið svo ofan á       bringurnar þegar það er oðrð stökkt, það er mjög fljótt að grillast.

 

 

 

Meðlæti: Grillaður ananas með BBQ sósu, púðursykri og sjávarsalti

 

  • 1dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 msk púðursykur

 

  • 1 ½ tsk sjávarsalt

 

Leiðbeiningar:

  1. Takið utan af ferskum ananas og skerið hann í sneiðar, pennslið með BBQ sósu eða veltið honum uppúr í skál og stráið smá púðursykri yfir (má sleppa).

 

  1. Grillið ananasinn í sirka 4 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin mjúkur og farin að brúnast.

 

  1. Stráið sjávarsalti yfir áður en hann er borin fram.

 

Uppskriftin sem ég hef lofað svo oft hér inn er loksins komin í sinni bestu útfærslu og var reyndar birt fyrst á mbl.is í nýjum pistli sem heitir Matarást og þegar ég var beðin um að gefa upp uppskrfit sem Elli væri með mesta matarást af var ég ekki lengi að hugsa og vissi að hann mundi segja „Beikonpastað“ þegar ég spurði hann 🙂

Myndir: Vilhelm Gunnarson

„Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“

En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best:

Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu

Uppskrift:

  • 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum.
  • 1 pakki beikon.
  • 2 kjúklingabringur (má sleppa).
  • ½-1 pakki skinka.
  • 1 bakki sveppir.
  • 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu.
  • ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma.
  • 1 tsk kjötkraftur.
  • Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri.

 

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum.
  • Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk.
  • Skerið sveppi niður og steikið á pönnu.
  • Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu.
  • Skerið skinku niður í smáa bita.
  • Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við.
  • Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost.

Getið séð alla greinina af mbl hér: Matarást á mbl.

Ég gerði þessar dásamlegu góðu mjúku smákökur með Appolo lakkrískurli með súkkulaði og hvítu Lindu súkkulaði fyrir jólin. Heppnaðist svo vel en ég vil hafa mikinn lakkrís svo ég mundi mæla með að nota tvo poka í þessa uppskrift ef þið eruð fyrir mikinn lakkrís eins og ég.

Hitið ofnin í 200gr.

  • 1 bolli smjör 
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 egg 
  • 3 bollar hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1-2 pokar Appololakkrís kurl
  • 1 plata hvítt Lindu súkkulaði
 Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur, bætið við einu egg í einu og vanilludropum.

Setjið öll þurrefnin saman í skál og bætið þeim svo varlega við.

Skerið niður hvita súkkulaðið ég hafði það í frekar grófum bitum og bætið því svo ásamt lakkrískurlinu útí og hrærið saman við.

Raðið svo á bökunarplötu með ágætis millibili þær stækka vel, ég notaði teskeið og gerði litlar kúlur og ýtti svo rétt ofan á þær.

Bakið í 10 mín.

Hollir forstpinnar

 

Á sumrin langar manni alltaf í ís væri ekki verr að geta fengið sér alltaf einn íspinna á dag án samviskubits, t.d. sem millimál eða kvöldnasl J Það er hægt að leika sér allskonar með gera heimagerða pinna, með því að setja í íspinnaform t.d. holla safa, heimagerða safa og boozt, gríska jógúrt, skyr, prótein, amino drykki, Vit-hit eða aðra holla sport drykki. Svo má skreita þá og bragðbæta svona spari með dökku súkkulaði og setja á þá kurl, kókosmjöl eða hentur.

Ég notaði:

 

  • Froosh drykki en 1 froosh flaska er eins og 2 pressaðir ákvextir í krukku.
  • Hreina gríska jógúrt.
  • 70 % súkkulaði
  • Kókosmjöl
  • Ferskt kíví
  • Frosin ber

Lék mér svo að hella í lögum í formin. Og set í fristir, best að gera kvöldið áður.

Ég fékk þessi íspinnaform í Kitchen Library fyrir nokkrum árum en ég hef séð svona box í rúmfatalagernum, Ikea, Hagkaup , Byggt og búið og fleiri stöðum.

 

Made by Heidi Ola

Ég hef alltaf verið mikið fyrir grauta sérstaklega sem krakki. Minn uppáhalds grautur er „Kúlugrautur“ eða Sagógrjónagrautur. Þessi grautur var reglulega í matinn á mínu heimili en ég veit að alls ekki allir þekkja þennan graut. Það er mjög einfallt að gera hann og er í raun bara svipað og að gera grjónagaut.  Krökkum finnst hann yfirleitt mjög góður og skemmtileg áferð á kúlunum en þær bólgna aðeins við eldun. Passar vel í matinn á þessum árstíma því hann er líka smá jólalegur.

Sagógrjónagrautur:

  • 2dl sagógrjón
  • 4-5dl mjólk
  • 2 msk. sykur (ég notaði 1msk Sukrin sykur, það þarf minna af honum).
  • 1 tsk salt
  • 1tsk vanilludropar
  • (rúsínur, val)

Sett í pott og suðan látin koma upp en passa rosalega vel að standa við og hræra vel því mjólkin brennur auðveldlega við. Borin fram með mjólk eða rjóma og kanilsykri, ég geri hann líka úr Sukrin sykri og kanil saman.

Það var erfitt að fá þessi grjón hér á landi um tíma og var ég svo glöð þegar ég sá að þau voru til frá merkinu Til hamingju sem er Íslensk framleiðsla.
Þessi færsla er í samstarfi með Til hamingju.

 

Hér uppskrift sem ég gerði um daginn og var birt á mbl.is en þetta eru ofureinfaldar haframúffur og tilvaldar til að grípa með sér í nesti á morgnanna eða smyrja nýbakaðar og hollur biti til að gefa litlu krílunum.

 

Haframúff­ur Heidi 

Hitið ofn­inn í 200°.

  • 2 stappaðir ban­an­ar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 2 egg
  • 8-10 boll­ar af höfr­um (fer svo­lítið eft­ir hversu stór­ir ban­an­arn­ir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt) Ég nota hafra frá Til ham­ingju.
  • 1 Ella´s Kitchen-barna­mauksskvísa með Straw­berries + app­les (getið notað hvaða bragð sem þið viljið).
  • 1 dl Ab-mjólk, ég nota laktósa­fría frá Örnu.
  • 2 msk. Sukrin Gold-púður­syk­ur – gott úr­val af syk­urstaðgengl­um í Nettó.
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Stappið ban­ana sam­an og setjið í skál, setjið svo öll hin inn­halds­efn­in út í og hrærið með sleif eða í hræri­vél.
  2. Setjið í muff­ins-pappa­form, silicon eða ál­form (ekki gleyma að spreyja með olíu), getið líka sett í brauðform og þá er þetta eins og eins kon­ar ban­ana­brauð.
  3. Það skemmt­in­lega við þessa upp­skrift er að þið getið í raun bara sett það sem ykk­ur dett­ur í hug hverju sinni út í, t.d. haft aðra bragðteg­und af skvísu, í stað Ab-mjók­ur getið þið notað súr­mjólk eða jóg­úrt, getið notað hvít­an Sukrin-syk­ur og bætt svo því sem ykk­ur dett­ur í hug út í eins og t.d. rús­ín­um, döðlum, chia-fræj­um, kó­kos­mjöli. Svo er hægt að smyrja þær með hverju sem er eins og smjöri, osti eða hnetu­smjöri. Fyr­ir börn sem eru ný­far­in að borða má líka mylja hafr­ana í mat­vinnslu­vél eða mix­ara áður, gera þá fína eins og hveiti.

Hér er öll greinin af mbl.is

https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/10/01/einfalt_kemur_okkur_oft_ansi_langt/?fbclid=IwAR0rJ3RDbrLC4dS8YcjuO1hrtdroWxIfJTwpS76slXsOxVNqK_krViXXV-k