Ég bakaði hjarta-köku fyrir ástina mína í valentínusargjöf, ég elska að halda uppá svona daga og hef gaman af að og grípa öll tækifæri sem gefast til að gera eitthvað skemmtinlegt saman. Við áttum æðislega dag, hann kom mér á óvart og gaf mér blómvönd ég bakaði köku, svo fórum við með vinfólki út að borða og sáum Mið-Ísland og skemmtum okkur konunglega, æðislegur dagur 🙂
Ég gerði hjarta Toblerone Brownie með rauðu karmellu smjörkremi :P[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég fann á netinu frá henni Nigellu matreiðslukonu:
¾ bolli (68g) ósættað kakó, sigtað (Ég nota frá Hershey´s, fæst í Kosti)
1 boll (140g) hveiti
1 tsk matarsódi
Dass af salti
140g ósaltað smör
1 ¾ bolli (306g) ljós púðursykur
4 stór egg
1 tsk vanillu dropar
2 Toblerone stikki, 100g hvert, skorið gróft í bits – Ég notaði eitt mjólkursúkkulaði Toblerone og eitt hvítt súkkulaði Toblerone
Hitið ofin í 190gráður. Spreyið form að innan(ég nota PAM-for baking, fæst í Kosti) ég var með frekar stórt hjartaform, 32,5×22,5cm form.
Bræðið smjör í potti á miðlungs hita, bætið sykrinum saman við látið bráðna, hræið í með sleif og látið bráðna saman við.
Setjið öll þurrefnin saman í sér skál og hellið þeim svo útí pottin með smjörinu og sykrinum. (ég sigtaði kakóið svo það væru engir kögglar).
Tekið pottin svo af hitanum og hellið þurrefnunum útí. Og hrærið saman, þetta verður frekar þykkt og stíft. Bætið því næst eggjnum útí bara einu í einu og hrærið vel saman við ásamt vanillu dropunum.
Hellið svo í formið og stráið Toblerone bitunum yfir í lokin.
Bakið í sirka 20 mín. Ég var með mína í 17 mín þá tók ég hana út fannst hún orðin svo dökk. En það stendur einmitt í uppskrftinni frá henni að hún muni koma til með að líta út fyrir að vera brennd en hún er það ekki, deigið er bara svo dökkt.
Ég skar kantana af minni til að koma henni á hjartalaga disk:) og gerði svo bara litla auka bita úr endunum þar sem ég átti svo mikið af kremi, en ég gerði auðvitað tvöfalda uppskrift af kremi, þar sem ég er alltaf svo hrædd um að það sé ekki nóg krem, en eins og segi það er aldrei of mikið af kremi:)
Smjörkrem með karmellubragði:
125gr Smjör
500gr fljórsykur
1 tsk vanilludropar (nota vanalega 2 dropa, þá er ég ekki með karmelludropana)
1/2 tsk Karmellubragðefni í krem (fékk það í Allt í köku). En það er ekki möst.
2 msk sýróp
Rauður matarlitur, ég notaði Super Red krem lit (fæst í Allt í köku). En ég dassaði bara þar til ég varð ánægð með litinn, notaði frekar mikið.
Allt sett í skál og hrært saman. Setti svo í sprautupoka og sprautaði á í rósir sem ég var nú bara að prófa í annað skipið og hef bara youtube við höndina.
Made by Heidi Ola;)
Translate/