Flokkur: Uppskriftir

Ég bakaði hjarta-köku fyrir ástina mína í valentínusargjöf, ég elska að halda uppá svona daga og hef gaman af að og grípa öll tækifæri sem gefast til að gera eitthvað skemmtinlegt saman. Við áttum æðislega dag, hann kom mér á óvart og gaf mér blómvönd ég bakaði köku, svo fórum við með vinfólki út að borða og sáum Mið-Ísland og skemmtum okkur konunglega, æðislegur dagur 🙂

Ég gerði hjarta Toblerone Brownie með rauðu karmellu smjörkremi :P[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég fann á netinu frá henni Nigellu matreiðslukonu:

¾ bolli (68g) ósættað kakó, sigtað (Ég nota frá Hershey´s, fæst í Kosti)
1 boll (140g) hveiti
1 tsk matarsódi
Dass af salti
140g ósaltað smör
1 ¾ bolli (306g) ljós púðursykur
4 stór egg
1 tsk vanillu dropar
2 Toblerone stikki, 100g hvert, skorið gróft í bits – Ég notaði eitt mjólkursúkkulaði Toblerone og eitt hvítt súkkulaði Toblerone
IMG_0357IMG_0358IMG_0415Hitið ofin í 190gráður. Spreyið form að innan(ég nota PAM-for baking, fæst í Kosti) ég var með frekar stórt hjartaform, 32,5×22,5cm form.
Bræðið smjör í potti á miðlungs hita, bætið sykrinum saman við látið bráðna, hræið í með sleif og látið bráðna saman við.
Setjið öll þurrefnin saman í sér skál og hellið þeim svo útí pottin með smjörinu og sykrinum. (ég sigtaði kakóið svo það væru engir kögglar).
Tekið pottin svo af hitanum og hellið þurrefnunum útí. Og hrærið saman, þetta verður frekar þykkt og stíft. Bætið því næst eggjnum útí bara einu í einu og hrærið vel saman við ásamt vanillu dropunum.
Hellið svo í formið og stráið Toblerone bitunum yfir í lokin.
Bakið í sirka 20 mín. Ég var með mína í 17 mín þá tók ég hana út fannst hún orðin svo dökk. En það stendur einmitt í uppskrftinni frá henni að hún muni koma til með að líta út fyrir að vera brennd en hún er það ekki, deigið er bara svo dökkt.

Ég skar kantana af minni til að koma henni á hjartalaga disk:) og gerði svo bara litla auka bita úr endunum þar sem ég átti svo mikið af kremi, en ég gerði auðvitað tvöfalda uppskrift af kremi, þar sem ég er alltaf svo hrædd um að það sé ekki nóg krem, en eins og segi það er aldrei of mikið af kremi:)

Smjörkrem með karmellubragði:

125gr Smjör
500gr fljórsykur
1 tsk vanilludropar (nota vanalega 2 dropa, þá er ég ekki með karmelludropana)
1/2 tsk Karmellubragðefni í krem (fékk það í Allt í köku). En það er ekki möst.
2 msk sýróp
Rauður matarlitur, ég notaði Super Red krem lit (fæst í Allt í köku). En ég dassaði bara þar til ég varð ánægð með litinn, notaði frekar mikið.

Allt sett í skál og hrært saman. Setti svo í sprautupoka og sprautaði á í rósir sem ég var nú bara að prófa í annað skipið og hef bara youtube við höndina.
IMG_0434
Made by Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Í kvöld prófaði ég að gera lax marineraðan á asíska vísu, ég er mikið fyrir asískan mat og elska t.d Nings, bragðmikill matur sem er léttur og hollur.

Ég mixaði saman nokkrum uppskriftum sem ég fann af asískum Lax og er ég sjúk í þetta sæta bragð í bland við engifer og hvítlauk. Svo finnst mér möst að toppa með grænum lauk![do_widget „Featured Image“]

Marinering:
1/4 bolli lífrænt hunang
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjóna edik eða hvítvíns edik (ég notaði hvítvíns átti ekki hitt til, en það er sérskalega notað t.d. í sushi)
1 msk sesam olía
1 msk pressaður ferskur engifer
1 tsk Sriracha sósa, (val, þetta er rauð sterk sósa)
Svartur pipar eftir smekk. Ég dassaði og kriddaði líka smá yfir laxinn.
Allt sett saman í skál og hrært með písk.
1 gott sikki af lax eða bleikju. Ég var með gúrme gott Laxa flak frá Hafinu Fiskverslun og var það rúmlega fyrir 2.
Flakið sett á álpappír í ofnskúffu. Marineringunni hellt yfir eða pennslað yfir. Setti álpapprinn svo aðeins upp á köntunum svo hún læki ekki eins mikið útaf.
Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 15 mín. Fer svolítið eftir stærð á laxinum.
2 grænir laukar, saxaðir smátt og dass af sesam fræjum stráð yfir áður en laxin er borin fram.
IMG_0018Meðlæti:
Brún grjón með steiktum eggjum saman við, smá af græna lauknum yfir þau líka og soðið fersk brokkolí.

Made by Heidi Ola;)

 

Translate/

Lesa meira

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola

Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg. Og rosaleg góð með jólakaffinu:)
Möndlukaka með bleiku kremi er upphálds kakan hans afa og baka ég hana reglulega fyrir hann. Ég ákvað að gera eina í jólabúning með hvítu kremi og færa ömmu hans Ella í jólaboð hjá henni á Jóladag.
[do_widget „Featured Image“] Möndlukaka

75 gr smjör
1 dl sykur
2 egg
2 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk

Hitið ofninn í 180°. Spreyið böknunarform að innan með pam spreyi eða smyrjið með smjöri. (Ég nota Pam for baking frá Kosti)
Hrærið saman smjöri og sykri. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið þar til deigið verður kekkjalaust.Bakið í 20 mínútur. Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr

3 dl flórsykur
3 msk heitt vatn
Skreytti svo með litlum sykur hjörtum <3
(vanalega set ég minna af vatni og rauðan fljótandi matarlit til gera bleikt krem)

Hrærið öllu saman með sleif og hellið yfir kökuna. Ef það er of þykkt þá setjið þið bara meira vatn.

Made by Heidi Ola

Á veturnar er ekkert betra í kuldanum en heitt súkkulaði í bolla, kúruteppi og dúnskokkar 🙂

Ég fæ mér yfirleitt alltaf eitthvað smá áður en ég fer að sofa eða ég passa að fara allvega aldrei svöng að sofa og vil skammta vöðvunum prótein jafnt og þétt allan daginn. Casein prótein er sérstaklega hannað til að skammta vöðvunum prótein yfir nóttina eða í allt að 8 tíma. Það er mjólkurprótein sem meltist hægar. Og kemur því í veg fyrir vöðva niðurbrot. Það má alveg taka casein prótein á öðrum tíma dags líka, og eru sum prótein blanda af mysu próteini(whey) og mjólkur próteini(casein).
Casein eða mjólkurpróteinið er einnig betra eða meira gúrm í flest allt sem maður brasar úr próteini eins og t.d. prótein fluff og það er gott að gera búðing úr því líka. Það er þéttara í sér og það góða við það að það seðjar magann meira en whey próteinið svo þetta er fullkomið til að fá sér fyrir svefnin ef fólk er í átaki því þú ferð ekki svangur að sofa, og fitnar síður af próteini.
[do_widget „Featured Image“] Hér er uppskrift af heitu casein prótein kakó:

1 skeið (30g) Súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
1 bolli vatn.
1 tsk stevia sykur frá Via-Health (val, þarf alls ekki)
Dass af maldon salti
Dass af Walden farms pönnuköku sýrópi (val)

Próteinið sett í pott með 1 bolla af vatni og hitað en látið ekki sjóða. Hita bara vel. Bætið öllu útí sem þið viljið. Og hræra svo með písk. (Hef prófað að sjóða vatn og hella í bolla með próteini eða nota öbbann, það virkar ekki, það fer allt í kekki.)

Ég nota oft líka bara casein prótein og vatn. Hitt þarf alls ekki, bara gaman að breyta til og prófa sig áfram í að gera þetta aðeins meira gúrm 🙂 Ég geri líka stundum vel við mig og nota möndlumjók eða fjörmjólk í staðin fyrir vatn. Einnig prófað allskonar bragð af stevia dropum og jurtarjóma 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira

Hot Delicious Moka protein coffee.

1 skeið Delicious Moka prótein frá QNT
Sett í pott með vatni sirka 300ml. Hita þar til það er orðið vel heitt en samt ekki sjóða.
Helti svo góðum dreitil af kaffi útí pottinn í lokinn. Ég á ekki nema pressu könnu. Og notaði uppáhalds kaffið mitt sem er caramel Starbucks kaffi sem fæst í Kosti. Getið notað bara hvaða kaffi sem er eða sleppt því alveg.

IMG_8795

Einfaldara veður það ekki.

By Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira