Tag Archives: Möndludropar

Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg. Og rosaleg góð með jólakaffinu:)
Möndlukaka með bleiku kremi er upphálds kakan hans afa og baka ég hana reglulega fyrir hann. Ég ákvað að gera eina í jólabúning með hvítu kremi og færa ömmu hans Ella í jólaboð hjá henni á Jóladag.
[do_widget „Featured Image“] Möndlukaka

75 gr smjör
1 dl sykur
2 egg
2 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk

Hitið ofninn í 180°. Spreyið böknunarform að innan með pam spreyi eða smyrjið með smjöri. (Ég nota Pam for baking frá Kosti)
Hrærið saman smjöri og sykri. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið þar til deigið verður kekkjalaust.Bakið í 20 mínútur. Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr

3 dl flórsykur
3 msk heitt vatn
Skreytti svo með litlum sykur hjörtum <3
(vanalega set ég minna af vatni og rauðan fljótandi matarlit til gera bleikt krem)

Hrærið öllu saman með sleif og hellið yfir kökuna. Ef það er of þykkt þá setjið þið bara meira vatn.

Made by Heidi Ola