Lax á asíska vísu

Í kvöld prófaði ég að gera lax marineraðan á asíska vísu, ég er mikið fyrir asískan mat og elska t.d Nings, bragðmikill matur sem er léttur og hollur.

Ég mixaði saman nokkrum uppskriftum sem ég fann af asískum Lax og er ég sjúk í þetta sæta bragð í bland við engifer og hvítlauk. Svo finnst mér möst að toppa með grænum lauk![do_widget „Featured Image“]

Marinering:
1/4 bolli lífrænt hunang
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjóna edik eða hvítvíns edik (ég notaði hvítvíns átti ekki hitt til, en það er sérskalega notað t.d. í sushi)
1 msk sesam olía
1 msk pressaður ferskur engifer
1 tsk Sriracha sósa, (val, þetta er rauð sterk sósa)
Svartur pipar eftir smekk. Ég dassaði og kriddaði líka smá yfir laxinn.
Allt sett saman í skál og hrært með písk.
1 gott sikki af lax eða bleikju. Ég var með gúrme gott Laxa flak frá Hafinu Fiskverslun og var það rúmlega fyrir 2.
Flakið sett á álpappír í ofnskúffu. Marineringunni hellt yfir eða pennslað yfir. Setti álpapprinn svo aðeins upp á köntunum svo hún læki ekki eins mikið útaf.
Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 15 mín. Fer svolítið eftir stærð á laxinum.
2 grænir laukar, saxaðir smátt og dass af sesam fræjum stráð yfir áður en laxin er borin fram.
IMG_0018Meðlæti:
Brún grjón með steiktum eggjum saman við, smá af græna lauknum yfir þau líka og soðið fersk brokkolí.

Made by Heidi Ola;)

 

Translate/

Asian Salmon

Marinate:
1/4 cup organic honey
3 cloves garlic, minced
2 tbsp soy sauce
1 tbsp rice vinegar or white wine vinegar
1 tbsp sesame oil
1 tbsp freshly grated ginger
1 tbsp Sriracha, optional
Dass of black pepper, to taste
All mixed together with whisk.
Salmon (after for how many people). Spoon the marinate over the Salmon and bake in oven for about 15 min. In 200 degrees.
2 green onions, thinly sliced and sass of sesame seeds over before you serve it to the table.

Made by Heidi Ola;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *