Flokkur: Morgunmatur

Hér uppskrift sem ég gerði um daginn og var birt á mbl.is en þetta eru ofureinfaldar haframúffur og tilvaldar til að grípa með sér í nesti á morgnanna eða smyrja nýbakaðar og hollur biti til að gefa litlu krílunum.

 

Haframúff­ur Heidi 

Hitið ofn­inn í 200°.

  • 2 stappaðir ban­an­ar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 2 egg
  • 8-10 boll­ar af höfr­um (fer svo­lítið eft­ir hversu stór­ir ban­an­arn­ir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt) Ég nota hafra frá Til ham­ingju.
  • 1 Ella´s Kitchen-barna­mauksskvísa með Straw­berries + app­les (getið notað hvaða bragð sem þið viljið).
  • 1 dl Ab-mjólk, ég nota laktósa­fría frá Örnu.
  • 2 msk. Sukrin Gold-púður­syk­ur – gott úr­val af syk­urstaðgengl­um í Nettó.
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Stappið ban­ana sam­an og setjið í skál, setjið svo öll hin inn­halds­efn­in út í og hrærið með sleif eða í hræri­vél.
  2. Setjið í muff­ins-pappa­form, silicon eða ál­form (ekki gleyma að spreyja með olíu), getið líka sett í brauðform og þá er þetta eins og eins kon­ar ban­ana­brauð.
  3. Það skemmt­in­lega við þessa upp­skrift er að þið getið í raun bara sett það sem ykk­ur dett­ur í hug hverju sinni út í, t.d. haft aðra bragðteg­und af skvísu, í stað Ab-mjók­ur getið þið notað súr­mjólk eða jóg­úrt, getið notað hvít­an Sukrin-syk­ur og bætt svo því sem ykk­ur dett­ur í hug út í eins og t.d. rús­ín­um, döðlum, chia-fræj­um, kó­kos­mjöli. Svo er hægt að smyrja þær með hverju sem er eins og smjöri, osti eða hnetu­smjöri. Fyr­ir börn sem eru ný­far­in að borða má líka mylja hafr­ana í mat­vinnslu­vél eða mix­ara áður, gera þá fína eins og hveiti.

Hér er öll greinin af mbl.is

https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/10/01/einfalt_kemur_okkur_oft_ansi_langt/?fbclid=IwAR0rJ3RDbrLC4dS8YcjuO1hrtdroWxIfJTwpS76slXsOxVNqK_krViXXV-k

Það er hægt að gera múffunar á allskonar vegu! Hér er ein sem ég gerði um daginn með eplum og kanil.[do_widget „Featured Image“] Hitið ofnin í 200°C

  •  4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hiðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silkon form. Bestar heitar með smjöri og osti. Annars hægt að grípa með sér í nesti á morgnna einar og sér með kaffibollanum eða einum ísköldum Hámark 😛

Made by Heidi Ola 😛

Lesa meira

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Það jafnast fátt á við það að byrja daginn á hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Fannst komin tími til að setja þessa uppskrift aftur hér inn þar sem ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um það hvering ég geri eggja grautinn minn fræga 🙂 Ef þið viljið fá að sjá mig gera hann live addið mér þá á snap: heidifitfarmer ég geri hann þar reglulega. En þetta er mjög einfalt og svo hollur og góður!

Uppskrift:

• 30-40gr Haframjöl (karlmenn nota kannski meira magan um 60gr og þá meira af eggjum og vatni á móti)
• Smá vatn, bara rétt til að bleyta í.
• Smá klípu af maldon salti (má sleppa)
• 4 egg, ég nota landnámshænuegg beint frá mínu býli  Þau eru eins minni en þessi venjulega strærð útí í búð svo 3 venjuleg eru nóg. Eða það mætti líka nota bara hvítur úr brúsa.
• 1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleiti)
• 1 msk rúsínur (má sleppa)
• 4-5 dropar vanillu stevia (má sleppa)

Aðferð:
Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggjum útí.
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við. Bætið stevía og chia fræjum við.

Því næst strái ég kanilsykri út á. Sem ég geri úr hreinum kanil og sukrin sykri, sem 100% náttúlegur sykur, 0kcal og hækkar ekki blóðsykur. Notaði vanillu hafra mjólk. Og toppaði hann svo með að setja 1 tsk af lífrænu hnetusmjöri.
Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug útá. Það má líka hafa þetta bara einfallt og nota bara hafrar og egg og strá svo kannski hreinum kanil útá ég geri hann oftast svoleiðis.
IMG_6370
Made by Heidi Ola

– See more at: http://motivation.is/hafragrautur-med-eggjum-og-hnetusmjori-besti-grautur-sem-thu-munt-smakka/#sthash.dA26Y7Zw.dpuf

Vöfflaðu hafragrautinn þinn 🙂 Svo einfalt og gott !

Ég borðaði þessar vöfflur næstum alla morgna þegar ég var í niðurskurði fyrir mót, þá hafði ég þær bara plane en svo má leika sér að setja allskonar í þær eða ofan á þær t.d. um helgar í morgun brunch.
[do_widget „Featured Image“] Aðferð:

Hitið vöfflujárnið og smyrjið það að innan með kókosolíu eða spreyið með pam spreyi.  Það má líka hella þessu á pönnu og gera pönnukökur,  jafnvel nota samloku grillið, bara það sem þið eigið.

Hafra vöfflur:

30-40gr hafrar (það er skirka magn fyrir kvennmann í morgunmat)

2 heil egg eða 200ml eggjahvítur

dass af kanil eftir smekk, má sleppa

1 msk rúsnínur eða frosin bláber, má sleppa

 

Allt sett saman í skál og hrært með písk eða gaffli. Líka hægt að setja í mixara og fá enn fínna deig.  Svo bara hellt í járnið, þetta ætti að duga í 2 vöffur.

Ég geri þær oft kvöldið áður og tek með kaldar í nesti.

En þær eru bestar heitar og setja á þær t.d. klípu af kókosolíu og láta bráðna yfir, Walden Farms pancake sýróp, lífrænt hnetusmjör og sykurlausa sultu, eða jafnvel smjör og ost bara það sem ykkur dettur í hug 🙂

 

Made by Heidi Ola 😉

Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)

IMG_1480

[do_widget „Featured Image“]

Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!

IMG_1491

Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P

By Heidi Ola 😉

Var að fá þessa gúrme uppskrift frá henni Snæfríði sem er í þjáflun hjá mér og fékk leyfi til að deila henni með ykkur 🙂 mæli með að þið prófið…namm bara gott og snyðugt að gera tibúið daginn áður í morgunmat eða nesti fyrir þá sem hafa lítinn tíma á morgnanna.
[do_widget „Featured Image“] Þú þarft:
1 epli
85gr haframjöl
1 bolli möndlumjólk
2 msk hunang
1 tsk kanill
2 hnefa fyllir blackberries

Flysjaðu eplið og skerðu niður í bita. Settu bitana á pönnu með smá vatni og steiktu þangað til eplin verða alveg mjúk. Þetta tekur 8-10 mín. Blandið höfrunum, möndlumjólkinni, einni msk af hunangi og kanil saman og hrærið. Hellið síðan útá eplin.
Blandið blackberries og einni msk hungangi saman og setjið í blandara. Setjið þetta í glas hvert ofan á annað. Þið getið sett ber ofan á líka. Setjið í ískápinn í minnsta kosti sex klukkutíma.

Made by Snæfríður
insta: @islandssol

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola